Kenning og sáttmálar 2021
5.–11. apríl. Kenning og sáttmálar 30–36: „Þú ert kallaður til að boða fagnaðarerindi mitt.“


„5.–11. apríl. Kenning og sáttmálar 30–36: ‚Þú ert kallaður til að boða fagnaðarerindi mitt,‘“Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„5.–11. apríl. Kenning og sáttmálar 30–36,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Fyrri trúboðar kirkjunnar

5.–11. apríl

Kenning og sáttmálar 30–36

„Þú ert kallaður til að boða fagnaðarerindi mitt“

Í ritningunum getum við fengið innsýn inn í einstakar aðstæður okkar. Biðjið Drottin um að hjálpa ykkur við að finna boðskap sem er ætlaður ykkur í Kenningu og sáttmálum 30–36.

Skráið hughrif ykkar

Parley P. Pratt hafði verið meðlimur kirkjunnar í um mánuð þegar hann var kallaður „út í óbyggðirnar“ til að kenna fagnaðarerindið (Kenning og sáttmálar 32:2). Thomas B. Marsh hafði verið meðlimur í enn styttri tíma þegar við hann var sagt: „Stund ætlunarverks þíns er upp runnin“ (Kenning og sáttmálar 31:3). Orson Pratt, Edward Partridge og margir aðrir voru einnig nýskírðir þegar þeir fengu trúboðskallanir sínar. Ef til vill var þessi tímasetning nauðsynleg – haustið 1830 hafði enginn orðið meðlimur kirkjunnar í meira en sex mánuði. Það er einnig lexía í þessu mynstri fyrir okkur í dag: Ef þið vitið nægilega mikið til að taka á móti hinu endurreista fagnaðarerindi með skírn, þá vitið þið nægilega mikið til að deila því með öðrum. Að sjálfsögðu viljum við ávallt auka við þekkingu okkar á fagnaðarerindinu, en Guð hefur aldrei hikað við að kalla hina „ólærðu“ til að boða fagnaðarerindi sitt (Kenning og sáttmálar 35:13). Í raun býður hann okkur öllum: „[Ljúk] upp munni þínum og [boða] fagnaðarerindi mitt“ (Kenning og Sáttmálar 30:5). Það gerum við best með „krafti [anda hans]“ en ekki með okkar eigin visku og reynslu (Kenning og sáttmálar 35:13).

Sjá einnig „Faith and fall of Thomas Marsh [Trú og fall Thomas Marsh],“ „Ezra Thayer: From Skeptic to Believer [Ezra Thayer: Frá efasemdarmanni að trúmanni],“ „Orson Pratt´s Call to Serve [Kall Orson Pratts til þjónustu],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 54–69.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 30–36

Ég er kallaður/kölluð til að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists.

Hvort heldur þið hafið fengið formlega köllun sem trúboðar eða ekki, þá óskar Drottinn þess að þið deilið fagnaðarerindi hans, og mörgum orða hans til fyrri trúboða þessarar ráðstöfunar er einnig beint til ykkar. Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 30–36, skráið þá það sem þið lærið um kallið til að boða fagnaðarerindið. Þið gætuð gert einn lista yfir þá hluti sem Drottinn ætlast til af trúboðum sínum (sjá t.d. Kenning og sáttmálar 30:8) og annan lista yfir þá hluti sem Drottinn lofar þeim (sjá t.d. Kenning og sáttmálar 20:11).

Hvernig gætu þessi vers hvatt einhvern áfram sem þið þekkið sem þjónar eða býr sig undir að þjóna í trúboði við trúarboðun eða kirkjuþjónustu. Hvað er það sem hvetur ykkur til að deila fagnaðarerindinu?

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 35:13–15; Russel M. Nelson og Wendy W. Nelson, „Hope of Israel [Vonin Ísrael]“ (heimslæg trúarsamkoma fyrir æskufólk, 3. júní, 2018), HopeofIsrael.ChurchofJesusChrist.org; Silvia H. Allred, „Farið því,“ aðalráðstefna október 2008.

Trúboðar við kennslu

Við erum öll trúboðar fyrir kirkju Jesú Krists.

Kenning og sáttmálar 31:1–2, 5–6, 9, 13

Drottinn getur hjálpað okkar með fjölskyldusambönd okkar.

Í kringum 1830 tókust fjölskyldur á við mörg þeirra sömu málefna sem fjölskyldur takast á við í dag. Hvaða leiðsögn og loforð veitti Drottinn Thomas B. Marsh varðandi fjölskyldu hans? Hvernig geta orð hans hjálpað ykkur með fjölskyldusambönd ykkar?

Ef þið viljið vita meira um Thomas B. Marsh, sjá þá Heilagir, 1:79–80, 119–20.

Kenning og sáttmálar 3235

Mistókst trúboðið til Lamanítanna?

Þegar Oliver Cowdery, Peter Witmer yngri, Parley P. Pratt og Ziba Peterson lögðu af stað til að kenna amerísku indíánunum vestur af Missouri, trúðu þeir að þeir væru að uppfylla spádóma Mormónsbókar um að Lamanítar myndu meðtaka fagnaðarerindið á síðari dögum (sjá t.d. 1. Nefí 13:34–41; Enos 1:11–18). Þó þeir hafi átt vinsamleg samskipti við nokkra hópa, höfðu þeir ekki skírt einn einasta ameríska indíána í lok trúboðs síns. Þeir höfðu hins vegar skírt rúmlega hundrað manns nærri Kirtland, Ohio, þar sem þeir höfðu staldrað við á leiðinni til Missouri. Meðal þessara trúskiptinga voru áhrifamiklir framtíðarleiðtogar kirkjunnar, þar á meðal Sidney Rigdon, og Kirtland varð svo síðar mikilvægur staður fyrir samansöfnun kirkjunnar. Hvað kennir þessi reynsla ykkur um hvernig Drottinn kemur verki sínu til leiðar.

Sjá einnig „A Mission to the Lamanites [Trúboð til Lamanítanna],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 45–49.

Kenning og sáttmálar 33:12–18

Ef ég byggi líf mitt á fagnaðarerindi frelsarans, mun ég ekki falla.

Kenning og sáttmálar 33. Þessum kafla var beint til Northrop Sweet og Ezra Thayer, tveggja nýlegra trúskiptinga. Northrop yfirgaf kirkjuna fljótlega eftir að þessi opinberun var gefin. Ezra þjónaði trúfastlega í einhvern tíma, en yfirgaf líka kirkjuna fljótlega. Þetta gæti verið gott tækifæri til að meta hve staðfastlega þið byggið „á [þessu] bjargi“ (vers 13) fagnaðarerindisins. Hvaða sannleikur í þessum versum getur hjálpað ykkur að vera trúföst frelsaranum?

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 30:2.Hvernig gengur okkur sem fjölskyldu að einbeita okkur að því sem Guðs er, „meir [en að] hinu jarðneska“?

Kenning og sáttmálar 31.Er þið lesið loforð Drottins til Thomas B. Marsh varðandi fjölskyldu hans, gætuð þið rætt um þær blessanir sem fjölskylda ykkar hefur hlotið fyrir tilstilli trúboðsstarfs. Þið gætuð einnig sungið viðeigandi sálm, eins og „Ég fer hvert sem vill að ég fari“ (Sálmar, nr. 104). Hvernig hefur það blessað fjölskyldu ykkar að deila fagnaðarerindinu með öðrum?

Kenning og sáttmálar 33:7–10.Hvaða myndmál notaði Drottinn í þessum versum til að lýsa því hvernig deila mætti fagnaðarerindinu? Hvað annað myndmál eða myndlíkingar getur fjölskylda ykkar komið fram með? Kannski geta þessar táknmyndir hjálpað fjölskyldu ykkar við að hugsa upp skapandi leiðir til að deila fagnaðarerindinu. Þessi umræða gæti leitt til áætlunar um að deila fagnaðarerindinu. Íhugið hlutverkaleiki fyrir mögulegar aðstæður.

Kenning og sáttmálar 34:10.Veljið orðtak úr versi 10 og bjóðið fjölskyldumeðlim að mæla það fram hvíslandi. Aðrir fjölskyldumeðlimir gætu reynt að geta upp á því sem sagt var. Biðjið fjölskyldumeðlim að segja orðtakið upphátt. Hvernig getur þessi leikur hjálpað okkur að skilja hvers vegna Drottinn býður okkur að „[hefja] upp raust [okkar]?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Kristniboði strax,“ Barnasöngbókin, 90.

Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Fyrri trúskiptingar

Jafnvel áður en kirkjan var skipulögð, lýsti Drottinn þessu yfir: „Akurinn er þegar hvítur til uppskeru“ (Kenning og sáttmálar 4:4). Þessi yfirlýsing uppfylltist næstu mánuði á eftir, er margir sem leituðu sannleikans voru leiddir af anda Guðs til að finna hina endurreistu kirkju Jesú Krists.

Margir þessara fyrri trúskiptinga áttu mikinn þátt í að leggja grunn að endurreisninni og trúarsögur þeirra eru okkur dýrmætar í dag. Sú trú sem þeir sýndu er sú sama og við þörfnumst til að snúast til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists.

Abigail Calkins Leonard

Þegar Abigail Calkins Leonard var á fertugsaldri þráði hún að hljóta fyrirgefningu synda sinna. Hún las Biblíuna öðru hverju og fulltrúar kristinna kirkna heimsóttu hana, en hún var ráðvillt þegar kom að því að sjá mismuninn milli þeirra. „Dag einn,“ sagði hún, „tók ég Biblíuna mína og fór út í skóg og féll á hnén.“ Hún bað heitt til Drottins. „Samstundist birtist mér sýn,“ sagði hún, „og hin ólíku trúfélög runnu framhjá mér, eitt af öðru, og rödd kallaði til mín og sagði: ‚Þessi eru byggð fyrir ágóða.‘ Aðeins lengra gat ég séð mikið ljós og rödd að ofan kallaði: ‚Ég mun reisa upp eignalýð, sem ég mun elska og blessa.‘“ Skömmu síðar heyrði Abigail um Mormónsbók. Jafnvel þó að hún ætti ekki eintak, leitaðist hún við að „þekkja sannleika þessarar bókar, með gjöf og krafti heilags anda,“ og hún „skynjaði strax nærveru hans.“ Þegar hún svo náði að lesa Mormónsbók, var hún „tilbúin til að meðtaka hana.“ Hún og eiginmaður hennar, Lyman, voru skírð árið 1831.1

Thomas B. Marsh

Þegar Thomas B. Marsh var ungur maður lærði hann Biblíuna og gekk í kristna kirkju. Hann var þó ósáttur og sagði loks skilið við allar kirkjur. „Ég hafði með mér anda spádóms upp að vissu marki,“ sagði hann, „og sagði [trúarleiðtoga] að ég ætti von á að ný kirkja myndi rísa, sem fæli í sér sannleikann í öllum sínum hreinleika.“ Ekki löngu eftir það, fann Thomas sig andlega knúinn til að yfirgefa heimili sitt í Boston, Massachusetts, og ferðast vestur. Eftir að hafa eytt þremur mánuðum í vesturhluta New York, án þess að finna það sem hann leitaði að, hélt hann heim á leið. Á leiðinni spurði kona Thomas hvort hann hefði heyrt um „gullnu bókina sem ungmennið Joseph Smith hefði fundið.“ Heillaður af þessari hugmynd, ferðaðist Thomas samstundis til Palmyra og hitti Martin Harris í prentsmiðjunni, í þann mund sem fyrstu 16 blaðsíður Mormónsbókar komu úr prentun. Thomas fékk að taka eintak af þessum 16 blaðsíðum og fór með þær heim til Elizabeth, eiginkonu sinnar. „Hún var mjög ánægð“ með bókina, sagði hann, „og trúði að hún væri verk Guðs.“ Thomas og Elizabeth fluttu seinna til New York með börn sín og voru skírð.2 (Ef þið viljið vita meira um Thomas B. Marsh, sjá þá Kenning og sáttmálar 31.)

Parley og Thankful Pratt

Svipað og var með Thomas Marsh, þá brugðust Parley og Thankful Pratt við andlegri hvatningu um að yfirgefa blómstrandi bæ sinn í Ohio í þeim tilgangi að boða fagnaðarerindið, eins og þau skildu það úr Biblíunni. Samkvæmt því sem Parley sagði við bróður sinn: „Andi þessara hluta hafði hamrað svo kröftuglega á huga minn undanfarið að ég fékk ekki frið.“3 Þegar þau komu til austurhluta New York, fannst Parley hann vera hvattur til að dvelja um stund á svæðinu. Þau ákváðu að Thankful myndi halda áfram án hans. „Ég hef verk að vinna á þessu landsvæði,“ sagði Parley við hana, „og ég veit ekki hvað það er eða hve langan tíma það mun taka, en ég kem þegar því er lokið.“4 Það var þarna sem Parley heyrði fyrst minnst á Mormónsbók. „Ég skynjaði óvenjulegan áhuga á bókinni,“ sagði hann.5 Hann bað um eintak og las hana í gegnum nóttina. Er dagur reis vissi hann að bókin var sönn og mat hana „meira en alla fjársjóði heimsins.“6 Nokkrum dögum seinna skírðist Parley. Hann snéri svo tilbaka til Thankful, sem skírðist einnig. (Ef þið viljið vita meira um Parley P. Pratt, sjá þá Kenning og sáttmálar 32.)

Parley P. Pratt

Málverk af Parley P. Pratt eftir Jeffrey Hein

Sidney og Phebe Rigdon

Á leið sinni frá New York til trúboðs í Missouri, áðu Parley og samverkamenn hans, í Mentor, Ohio, á heimili Sidney og Phebe Rigdon – gömlum vinum Parley frá dögum hans í Ohio. Sidney var kristinn prestur og Parley hafði eitt sinn verið meðlimur í söfnuði hans og leit á hann sem andlegan ráðgjafa sinn. Ákafur sagði Parley vinum sínum frá Mormónsbók og endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists. Sidney hafði sjálfur verið að leita að endurreisn hinnar sönnu kirkju sem hann hafði fundið lýsingu á í Nýja testamentinu, þó hann væri í fyrstu vantrúaður á Mormónsbók. „Ég mun samt lesa bók þína,“ sagði hann vini sínum Parley, „og reyna að komast að því hvort hún sé opinberun frá Guði eða ekki.“7 Eftir lestur og bænir í tvær vikur, voru bæði hann og Phebe sannfærð um að bókin væri sönn. Sidney vissi hins vegar einnig að það myndi vera mikil fórn fyrir fjölskyldu hans ef hann gengi í kirkjuna. Hann myndi að sjálfsögðu missa starf sitt sem prestur, ásamt félagslegri stöðu sinni í samfélaginu. Phebe lýsti því yfir, er þau ræddu þennan möguleika: „Ég hef metið fórnarkostnaðinn … og það er þrá mín að gera vilja Guðs, komi það sem koma má.“ 8

Menn á gangi í snjó

Far út í óbyggðirnar, eftir Robert T. Barrett