Gamla testamentið 2022
Ábendingar til að hafa hugfastar: „Býður þá Jesús [Ísrael öllum]: ‚Ó, komið nú heim‘“


„Ábendingar til að hafa hugfastar: ‚Býður þá Jesús [Ísrael öllum]: „Ó, komið nú heim“‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„Ábendingar til að hafa hugfastar: ‚Býður þá Jesús [Ísrael öllum]: „Ó, komið nú heim“‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
ábendingatákn

Ábendingar til að hafa hugfastar

„Býður þá Jesús [Ísrael öllum]: ‚Ó, komið nú heim‘“

Í Sínaíeyðimörkinni safnaði Móse Ísraelsmönnum saman við rætur fjalls nokkurs. Þar lýsti Drottinn því yfir að hann vildi gera þessa nýlega frelsuðu þræla að máttugri þjóð. Hann sagði: „Þið skuluð verða mér konungsríki presta og heilög þjóð“ (2. Mósebók 19:6). Hann lofaði farsæld og velmegun á meðal fólksins, jafnvel þótt það yrði umkringt mun fjölmennari og voldugri óvinum (sjá 5. Mósebók 28:1–14).

Allt þetta myndi ekki gerast vegna þess að Ísraelsmenn voru fjölmennir eða öflugir eða hæfir. Það myndi gerast, útskýrði hann: „Ef þið nú hlýðið á mig af athygli og haldið sáttmála minn“ (2. Mósebók 19:5). Það var máttur Guðs, ekki þeirra eigin, sem gerði þá volduga.

Samt hlýddu Ísraelsmenn ekki alltaf rödd hans og með tímanum hættu þeir að halda sáttmála hans. Margir fóru að tilbiðja aðra guði og tileinkuðu sér venjur menningarheima umhverfis þá. Þeir höfnuðu því sem gerði þá að þjóð og aðgreindi þá frá öllum öðrum – sáttmálasambandi þeirra við Drottin. Án máttar Guðs þeim til verndar (sjá 2. Konungabók 17:6–7) var ekkert sem hélt aftur af óvinum þeirra (sjá 2. Kroníkubók 36:12–20).

Tvístrunin

Nokkrum sinnum frá um 735 til 720 f.Kr. réðust Assýríumenn inn í norðurríki Ísraels, heimkynni tíu hinna tólf ættkvísla, og fluttu þúsundir Ísraelsmanna í burtu í ánauð til ýmissa hluta Assýríuveldisins (sjá 2. Konungabók 17:1–7).1 Þessir Ísraelsmenn urðu þekktir sem „týndu ættkvíslirnar,“ að hluta vegna þess að þeir voru fluttir frá heimalandi sínu og þeim tvístrað meðal annarra þjóða. Þær týndust þó líka í dýpri skilningi, því með tímanum misstu þeir skilning á sjálfsmynd sinni sem sáttmálsþjóð Guðs.

Þar sem suðurríkið Júda, var um tíma réttlátara en norðurríkið, þá stóð það lengur.2 Að lokum sneri fólkið þar einnig frá Drottni. Assýríumenn réðust á og lögðu undir sig suðurríkið að mestu; aðeins Jerúsalem varðveittist á undraverðan hátt (sjá 2. Konungabók 19; Jesaja 10:12–13). Síðar, á árunum 597 til 580 f.Kr., eyddu Babýloníumenn Jerúsalem, þar á meðal musterinu, og fluttu marga íbúa borgarinnar í ánauð (sjá 2. Konungabók 24–25; 2. Kroníkubók 36; Jeremía 3952). Um það bil 70 árum síðar var leifum af Júda leyft að snúa aftur til Jerúsalem og endurreisa musterið. Margir dvöldu þó áfram í Babýlon.3

Þegar kynslóðir liðu, var Ísraelsmönnum úr öllum ættkvíslum „[feykt] … meðal allra þeirra þjóða sem þeir höfðu ekki áður kynnst“ (Sakaría 7:14; sjá einnig Amos 9:8–9). Sumir höfðu verið leiddir af Drottni til annarra landa (sjá 2. Nefí 1:1–5; Omní 1:15–16). Aðrir höfðu farið frá Ísrael til að sleppa við ánauð (sjá 2. Konungabók 25:22–26; Jeremía 42:13–19; 43:1–7) eða af stjórnmálalegum eða efnahagslegum ástæðum.4

Við köllum þessa atburðarás tvístrun Ísraels. Mikilvægt er að þekkja tvístrun Ísraels af nokkrum ástæðum. Fyrir það fyrsta, er það megin umræðuefni Gamla testamentisins: Margir spámenn í Gamla testamentinu voru vitni að hinni andlegu niðursveiflu og tvístrun Ísraels. Þeir sáu tvístrunina fyrir og vöruðu við henni og sumir lifðu þá atburðarás.5 Gagnlegt er að hafa þetta hugfast við lestur bóka Jesaja, Jeremía, Amosar og margra annarra bóka í síðari hluta Gamla testamentisins. Þegar þið lesið spádóma þeirra um Assýríu og Babýlon, skurðgoðadýrkun og útlegð, eyðileggingu og endanlega endurreisn með þetta samhengi í huga, þá vitið þið um hvað þeir eru að tala.

Að skilja tvístrun Ísraels mun líka hjálpa ykkur að skilja Mormónsbók betur, því Mormónsbók er heimild um grein hins tvístraða Ísraels (sjá 1. Nefí 15:12). Þessi heimild hefst á því að fjölskylda Lehís flýr Jerúsalem um 600 f.Kr., rétt áður en Babýloníumenn réðust á borgina. Lehí var einn af þeim spámönnum sem spáðu fyrir um tvístrun Ísraels.6 Fjölskylda hans átti þátt í því að uppfylla þennan spádóm, með því að fara með grein sína af Ísraelsætt og gróðursetja hana hinumegin í heiminum, í Ameríku.

Ljósmynd
fólk yfirgefur brennandi borg

Nebúsaradan eyðir Jerúsalem, eftir William Brassey Hole, © Providence Collection/með leyfi goodsalt.com

Samansöfnunin

Tvístrun Ísraels er þó ekki nema hálf sagan. Drottinn gleymir ekki fólki sínu og yfirgefur það ekki að fullu, jafnvel þótt það hafi yfirgefið hann. Hinum mörgu spádómum um að Ísrael yrði tvístrað fylgdu mörg loforð um að Guð myndi dag einn safna honum saman.7

Sá dagur er nú uppi – okkar dagur. Samansöfnunin er þegar hafin. Árið 1836, þúsundum ára eftir að Móse safnaði Ísraelsmönnum saman við rætur Sínaífjalls, birtist Móse í Kirtland musterinu til að veita Joseph Smith „lyklana að samansöfnun Ísraels frá hinum fjórum heimshlutum“ (Kenning og sáttmálar 110:11). Nú, undir stjórn þeirra sem hafa þessa lykla, er ættkvíslum Ísraels safnað saman frá hverri þeirri þjóð sem þjónar Drottins geta farið til.

Russell M. Nelson forseti hefur sagt þessa samansöfnun „mikilvægasta verk á jörðinni í dag. Ekkert annað [sé] sambærilegt að umfangi, mikilvægi og mikilfengleika. Þið getið tekið aukinn þátt í henni, ef við viljið og kjósið.“8

Hvernig getið þið gert það? Hvað merkir að safna saman Ísrael? Merkir það að endurheimta ættkvíslirnar tólf til þess lands sem þær bjuggu í á sínum tíma? Reyndar merkir það eitthvað miklu meira, miklu meira sem tengist eilífðinni. Líkt og Nelson forseti útskýrði:

„Þegar við tölum um samansöfnunina, þá erum við einfaldlega að staðhæfa þennan sannleika: Öll börn okkar himneska föður, báðum megin hulunnar, verðskulda að hlýða á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists. …

Alltaf þegar þið gerið eitthvað til hjálpar einhverjum – hinumegin hulunnar – að taka skref í átt að því að gera sáttmála við Guð og taka á móti hinum mikilvægu helgiathöfnum skírnar og musteris, eruð þið að hjálpa við samansöfnun Ísraels. Svo einfalt er það.“9

Þetta gerist, líkt og Jesaja sagði, „einn og einn“ (Jesaja 27:12) eða, líkt og Jeremía spáði, „einn úr hverri borg, [tveir] úr hverri ætt“ (Jeremía 3:14).

Að safna saman Ísrael merkir að leiða börn Guðs aftur til hans. Það merkir að koma þeim aftur í sáttmálssamband við hann. Það merkir að endurreisa hina „[heilögu] þjóð“ sem hann hugðist stofna fyrir svo löngu (2. Mósebók 19:6).

Heimkoma

Þið, sem haldið sáttmála, eruð hluti af Ísraelsætt.10 Ykkur hefur verið safnað saman og þið safnið saman. Hin aldagamla, mikilfenglega saga, sem hófst með sáttmála milli Guðs og Abrahams er nú í hápunkti og þið eruð í aðalhlutverki. Á þessum tíma „býður þá Jesús [Ísrael öllum]: ‚Ó, komið nú heim.‘“11

Þetta eru skilaboð safnaranna: Komið heim í sáttmálann. Komið heim til Síonar. Komið heim til Jesú Krists, hins heilaga Ísraels, og hann mun leiða ykkur heim til Guðs, föður ykkar.

Prenta