„25.–31. júlí. Esterarbók: ‚[Þú ert … komin … vegna þessara tíma],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)
„25.–31. júlí. Esterarbók,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022
25.–31. júlí
Esterarbók
„[Þú ert … komin … vegna þessara tíma]“
Þegar þið lesið Esterarbók, leitið þá innblásturs andans sem sniðinn er að ykkur og skráið hughrif ykkar.
Skráið hughrif ykkar
Margir atburðir í Esterarbók gætu virst sem heppni eða tilviljun. Hvernig útskýrið þið annars hvernig munaðarlaus gyðingastúlka varð drottning Persíu á réttum tíma, til að bjarga þjóð sinni frá blóðbaði? Hverjar eru líkurnar á því að Mordekaí, frændi Esterar, hafi heyrt út undan sér um samsæri að myrða konunginn? Voru þetta tilviljanir eða hluti af guðlegri áætlun? Öldungur Ronald A. Rasband útskýrði: „Það sem kann að virðast tilviljunarkennt, er í raun undir handleiðslu kærleiksríks föður á hinum. … Drottinn er í hinu smæsta í lífi okkar“ („Að guðlegri skipan,“ aðalráðstefna, október 2017). Við berum ekki alltaf kennsl á áhrif Drottins á þetta „smæsta.“ Við lærum þó af reynslu Esterar að hann getur leitt okkur og undirbúið „[vegna þessara tíma]“ (Esterarbók 4:14) til að verða verkfæri í höndum hans við að framfylgja tilgangi hans.
Til að fá yfirlit Esterarbókar, sjá þá Esterarbók í Leiðarvísi að ritningunum.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Drottinn getur gert mig að verkfæri öðrum til blessunar.
Systir Anne C. Pingree kenndi: „Það eru mikil forréttindi og helg ábyrgð að verða verkfæri í höndum Guðs. Hvar sem við búum, hverjar sem aðstæður okkar eru, hver sem [hjúskaparstaða] okkar kann að vera eða aldur, þá þarf Drottinn á því að halda að sérhver okkar leysi af höndum þann sérstaka þátt sem [hverju og einu] okkar er ætlað í að byggja upp ríki hans á þessari lokaráðstöfun“ („Þekkja vilja Drottins með sjálfa sig,“ aðalráðstefna, október 2005).
Þegar þið lesið frásögnina um Ester, íhugið þá hvernig þessi orð eiga við um hana. Gætið að því hvernig Drottinn gerði henni mögulegt að bjarga Gyðingum (sjá t.d. Esterarbók 2:21–23; 3:10–14; 4:14–16). Ígrundið síðan hvernig hann hefur blessað ykkur á þann hátt að þið getið blessað aðra. Hvaða aðstæður eða sambönd finnst ykkur hann hafa leitt ykkur í „[vegna þessara tíma]“? (Esterarbók 4:14). Ef þið hafið patríarkablessun, íhugið þá að lesa hana til að læra meira um það verk sem Drottinn ætlar ykkur að vinna.
Dramb og reiði geta valdið áföllum.
Í Esterarbók lærum við um trúfesti Esterar og Mordekaí og dramb og reiði Hamans. Þegar þið lesið Esterarbók 3; 5:9–14, íhugið þá að gæta að tifinningum, orðum og verkum Hamans. Hvað segja þau um hann sjálfan og ásetning hans? Hvaða afleiðingum stóð hann frammi fyrir? (sjá Esterarbók 7). Að lesa um Haman gæti fengið ykkur til að íhuga af hverju tilfinningar ykkar og verk stjórnast. Eruð þið hvött til að gera einhverjar breytingar? Hvernig getið þið sannlega snúið ykkur til himnesks föður eftir liðsinni?
Sjá einnig Orðskviðirnir 16:32; Alma 5:28.
Esterarbók 3–4; 5:2–3; 8:11–12
Að fasta sýnir hversu mikið ég þarf á Drottni að halda.
Gætið að skilyrðunum sem leiddu til þess að Ester og hinir Gyðingarnir föstuðu (sjá Esterarbók 3:13; 4:1–3, 10–17). Hvernig varð fastan þeim til blessunar? (sjá Esterarbók 5:2–3; 8:11–12). Af hverju býður Drottinn okkur að fasta? (sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Fasta,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Íhugið hvað þið getið gert til að gera föstu að aukinni blessun í lífi ykkar.
Sjá einnig Jesaja 58:6–12; Matteus 4:1–4; 17:14–21; „Fasting: Young Single Adult Ward, Amanda [Fasta: Deild ungra einhleypra, Amanda]” (myndband), ChurchofJesusChrist.org.
Esterarbók 3:1–11; 4:10–17; 5:1–4
Það krefst oft mikils hugrekkis að gera hið rétta.
Mordekaí og Ester settu sig í lífshættu með því að koma trú sinni til varnar. Ákvarðanir okkar hafa líklega ekki svo alvarlegar afleiðingar, en það getur þó krafist hugrekkis að gera það sem rétt er. Hvað lærum við í Esterarbók 3:1–4; 4:10–17 um að hafa hugrekki til að gera það sem rétt er? Gætið að hinum ólíku afleiðingum sem Mordekaí og Ester upplifðu eftir að hafa sýnt hugrekki (sjá Esterarbók 3:5–11; 5:1–4). Hvað þyrftu menn að vita um Guð til að taka þær ákvarðanir sem Ester og Mordekaí tóku – að gera hið rétta, hverjar sem afleiðingarnar yrðu.
Næst þegar þið íhugið afleiðingar þess að gera hið rétta, þá gætuð þið farið eftir hinum hugdjörfu orðum Esterar í Ester 4:16 í ykkar aðstæðum. Þið gætuð t.d. sagt við ykkur sjálf: „Ef ég [missi vini] þegar ég vel hið rétta, þá [missi ég vini].“
Thomas S. Monson, „Megið þið hafa hugrekki,“ aðalráðstefna, apríl 2009.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Esterarbók 1–10.Eftir að hafa lesið frásögnina um Ester (sjá „Ester drottning“ í Sögur úr Gamla testamentinu eða horft á myndbandið „For Such a Time as This [Vegna þessara tíma],“ ChurchofJesusChrist.org), gæti fjölskylda ykkar notið þess að búa til einfaldar brúður af sumum persónunum (sjá síðuna verkefni þessarar viku í Come, Follow Me—For Primary [Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið). Þau gætu síðan notað þær við að segja söguna. Þið gætuð líka sungið söng um að vera hugrakkur, t.d. „Gjör allt þitt rétt“ (Barnasöngbókin, 80) eða „Breytið nú rétt“ (Sálmar, nr. 97). Hvaða orð í söngnum minnir okkur á Ester?
-
Esterarbók 2:5–7.Hvað getum við lært af fordæmi Mordekaí um að liðsinna fjölskyldumeðlimum á erfiðum tímum? Hver í okkar fjölskyldu gæti þurft stuðning okkar? Gerið áætlun um að hjálpa þeim.
-
Esterarbók 4:15–17.Hugrekki Esterar gæti hvatt til umræðu um hvernig tileinka mætti sér hugrekki til varnar sannleikanum í aðstæðum þeirra. Hvað átti Ester við þegar hún sagði: „Ef ég dey þá dey ég“? Hvernig eiga orð hennar við um okkur þegar við þurfum að vera hugrökk? Myndbandið „Courage [Hugrekki]“ (ChurchofJesusChrist.org) sýnir nokkur dæmi.
-
Esterarbók 9:26–32.Púrímhátið Gyðinga var komið á til að minnast frásagnarinnar um Ester. Íhugið að segja sögu á matmálstíma í þessari viku um fjölskyldumeðlim eða skyldmenni sem hefur blessað aðra með því að gera það sem rétt er, eins og Ester gerði.
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Gjör allt þitt rétt,“ Barnasöngbókin, 80.