Gamla testamentið 2022
7.–13. nóvember. Hósea 1–6; 10–14; Jóel: „Ég ætla að … elska þá af frjálsum og fúsum vilja“


„7.–13. nóvember. Hósea 1–6; 10–14; Jóel: ‚Ég ætla að … elska þá af frjálsum og fúsum vilja,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„7.–13. nóvember. Hósea 1–6; 10–14; Jóel,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
brúður og brúðgumi á musterislóð

7.–13. nóvember

Hósea 1–6; 10–14; Jóel

„Ég ætla að … elska þá af frjálsum og fúsum vilja“

Bjóðið andanum að vera með er þið lærið Hósea og Jóel. Skrifið athugasemdir við þann boðskap sem andinn innblæs ykkur í huga og hjarta.

Skráið hughrif ykkar

Sáttmála Ísraels við Drottin var ætlað að vera af slíku mikilvægi að Drottinn líkti honum við hjónaband. Í sáttmálanum fólst eilíf skuldbinding, eins og í hjónabandi, sameiginlegar upplifanir, að byggja upp líf saman, algjör tryggð og, mest um vert, elska af öllu hjarta. Slíkri hollustu fylgdu miklar væntingar – og hörmulegar afleiðingar fyrir ótryggð. Með spámanninum Hósea lýsti Guð sumum þeirra afleiðinga sem Ísraelsmenn stóðu frammi fyrir er þeir brutu sáttmála sinn. Samt var boðskapur hans ekki: „Ég mun hafna þér endanlega fyrir að vera ótrúr.“ Þess í stað var hann: „Ég býð þér að koma til baka“ (sjá Hósea 2:14–15). Drottinn lýsti yfir: „Ég festi þig mér í réttlæti“ (Hósea 2:21). „Ég ætla að lækna tryggðarof þeirra og elska þá af frjálsum og fúsum vilja“ (Hósea 14:5). Þetta er sami boðskapur hans til okkar, er við reynum að lifa eftir sáttmálum okkar af elsku og hollustu.

Jóel miðlaði álíka boðskap: „Snúið aftur til Drottins, Guðs yðar. Miskunnsamur er hann og líknsamur, seinn til reiði og gæskuríkur“ (Jóel 2:13). „En lýð sínum veitir Drottinn skjól og Ísraelsmönnum er hann athvarf“ (Jóel 4:16). Þegar þið lesið Hósea og Jóel, íhugið þá eigið samband við Guð. Hugleiðið hvernig trúfesti hans innblæs ykkur til að vera honum trúföst.

Til að fá yfirlit Hóseabókar og Jóelsbókar, sjá þá „Hósea“ og „Jóel“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Hósea 1–3; 14

Drottinn býður mér alltaf að koma aftur til sín.

Gómer, eiginkona Hósea, var honum ótrú og Guð tilgreindi þann dapurlega atburð til að kenna Ísraelsmönnum hvað honum fannst um þá og sáttmála þeirra við hann. Þegar þið lesið Hósea 1–3, íhugið þá hvaða augum Drottinn lítur samband sitt við sáttmálslýð sinn. Þið gætuð íhugað hvernig þið, eins og Ísraelsmenn, gætuð hafa verið ótrú Drottni og hvernig hann hefur liðsinnt ykkur. Dæmi: Hvað kenna Hósea 2:14–23 og Hósea 14 ykkur um elsku og miskunn Drottins? Hvernig sýnið þið honum elsku ykkar og hollustu?

Sjá einnig Dieter F. Uchtdorf, „Þegar aftur verður snúið,“ , apríl 2007.

Ljósmynd
kona situr og karl setur hendur á höfuð hennar

Hin synduga Gómer, sem er táknræn fyrir Ísrael, var boðin endurlausn af Drottni. Myndskreyting eftir Deb Minnard, með leyfi frá goodsalt.com

Hósea 6:4–7; Jóel 2:12–13

Hollusta við Guð þarf að finnast hið innra, ekki aðeins með útvortis tjáningu.

Drottinn hafði boðið fólki sínu að færa dýrafórnir. Þótt fólkið á tíma Hósea hefði hlítt því lögmáli, þá braut það mikilvægari boðorð (sjá Hósea 6:4–7). Hverja teljið þið vera merkingu þessara orða Drottins: „Því að á miskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn, og á guðsþekking fremur en á brennifórnum“? (Hósea 6:6). Hverja teljið þið vera merkingu þess að vera eins og ský eða dögg í tengslum við réttlæti? Hvernig ætti réttlæti okkar að vera? (sjá Jesaja 48:18; 1. Nefí 2:9–10).

Þið gætuð líka lesið Matteus 9:10–13; 12:1–8 til að sjá hvernig frelsarinn notaði Hósea 6:6 í þjónustutíð hans. Hvernig hjálpa þessi vers ykkur að skilja orð Hósea?

Þegar þið lesið Jóel 2:12–13, gæti verið gagnlegt að vita að hefðbundið var að rífa eigin klæði til tákns um ytri sorg eða eftirsjá (sjá t.d. 2. Kroníkubók 34:14–21,27). Hvaða munur er á því að hryggjast í hjarta og að rífa klæði sín?

Sjá einnig Jesaja 1:11–17; Matteus 23:23; 1. Jóhannesarbréf 3:17–18.

Jóel 2

„Ég [mun] úthella anda mínum yfir alla menn.“

Þegar Jóel spáði um „dag Drottins“ og lýsti honum sem „degi myrkurs og drunga“ og „miklum og ógurlegum“ (Jóel 2:1–2,11). Ísrael hefur tekist á við mörg góð og slæm tímabil í gegnum söguna og sáttmálslýður Guðs mun takast á við fleiri í framtíð. Hvað vekur athygli ykkar við leiðsögn Drottins í Jóel 2:12–17? Gætið líka að þeim blessunum sem hann lofaði í Jóel 2:18–32. Af hverju gætu hinar fyrirheitnu blessanir í versum 27–32 verið einkar dýrmætar á tíma eins og þeim sem lýst er í Jóel 2, þar á meðal á okkar tíma?

Hverja teljið þið vera merkingu þess að Drottinn muni „úthella anda [sínum] yfir alla menn“? (Jóel 3:1). Hvernig eru spádómarnir í Jóel 3:1–2 að uppfyllast? (Sjá Postulasagan 2:1–21; Joseph Smith – Saga 1:41.)

Þið gætuð íhugað þessi orð frá Russell M. Nelson forseta: „Á komandi tíð verður ekki mögulegt að komast af andlega, án þess að njóta stöðugrar handleiðslu, huggunar og áhrifa heilags anda“ („Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ , apríl 2018). Af hverju er opinberun svo nauðsynleg til að komast af andlega? Hvernig getið þið aukið hæfni ykkar til að hljóta persónulega opinberun?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Hósea 2:19–20.Drottinn notaði samlíkingu hjónabands til að lýsa sáttmálssambandi hans við Ísrael (sjá einnig Leiðarvísir að ritningunum, „Brúðgumi,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Fjölskylda ykkar gæti rætt ástæðu þess að hjónaband geti verið góð samlíking fyrir sáttmála okkar við Guð. Hvernig hjálpar Hósea 2:19–20 okkur að skilja hvað Guði finnst um okkur? Hvernig getum við verið trúföst sáttmálunum við hann?

Hósea 10:12.Börn gætu notið þess að teikna klukku og ráðgert hvernig þau geta leitað til Drottins á hinum ýmsu stundum dagsins.

Jóel 2:12–13.Til að auðvelda fjölskyldu ykkar að ræða Jóel 2:12–13, gætuð þið sett mynd af frelsaranum öðru megin í herbergi og hinu megin skilti með orðinu synd. Biðjið fjölskyldumeðlimi að skiptast á við að snúa sér að skiltinu og síðan að frelsaranum, er þeir miðla einhverju sem getur hjálpað okkur að snúa til hans „af öllu hjarta.“ Hvetjið fjölskyldumeðlimi til að hugsa um alla þætti lífs þeirra, þar með talið vinnu, skóla og sambönd.

Jóel 3:1–2.Hver gæti merking þess verið að „úthella“ andanum yfir okkur? Ef til vill gætuð þið sýnt þetta með því að hella vökva og láta hann síðan vætla eða dreypa.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Kom þú til Jesú,“ Sálmar, nr. 40.

Bæta kennslu okkar

Kennið kenningarnar. „Látið aldrei það tækifæri fara forgörðum að safna saman börnum ykkar til að læra um kenningu Krists. Slíkar stundir eru svo sjaldgæfar í samanburði við verk óvinarins“ (Henry B. Eyring, „The Power of Teaching Doctrine,” Ensign, maí 1999,74).

Ljósmynd
Jesús stendur í dyragátt

Komið til mín, eftir Kelly Pugh

Prenta