Gamla testamentið 2022
14.–20. nóvember. Amos; Óbadía: „Leitið Drottins og þér munuð lifa“


„14.–20. nóvember. Amos; Óbadía: ‚Leitið Drottins og þér munuð lifa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„14.–20. nóvember. Amos; Óbadía,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
ásjóna Jesú upplýst af kertum í dimmu herbergi

Brauð lífsins, eftir Chris Young

14.–20. nóvember

Amos; Óbadía

„ Leitið Drottins og þér munuð lifa“

Heilagur andi getur lokið upp huga ykkar og hjarta að boðskap í orði Guðs sem er aðeins ykkur ætlaður. Hvað finnst ykkur að Drottinn vilji að þið lærið í þessari viku?

Skráið hughrif ykkar

Guð útvaldi afkomendur Abrahams sem sáttmálslýð sinn, svo að allir menn myndu af þeim „blessun hljóta“ (sjá 1. Mósebók 12:2–3). Þegar Amos hóf þjónustu sína voru þó margir af sáttmálslýðnum sem þjökuðu hina fátæku og hunsuðu spámennina, sem gerði tilbeiðslu þeirra innihalds- og maekingarlausa (sjá Amos 2:6–16). Þjóðirnar umhverfis þá voru vissulega líka sekar um miklar syndir (sjá Amos 1; 2:1–5), en það hefur aldrei verið fólki Guðs til afsökunar (sjá Amos 3:2). Guð sendi því hirði frá Júda, að nafni Amos, til að kalla Ísraelsríki til iðrunar. Síðar lýsti Guð líka yfir með spámanninum Óbadía, að þótt Júdaríki hefði verið tortímt, mundi Drottinn safna saman og blessa fólk sitt að nýju. Sáttmálslýðurinn hafði vikið frá Drottni, vitnuðu báðir þessir spámenn, en hann yrði ekki endanlega gerður útlægur. Þegar Guð opinberar þjónum sínum spámönnunum leyndardóma sína (sjá Amos 3:7), getum við tekið það sem merki um að hann vilji áfram hjálpa okkur að lifa eftir sáttmálunum sem við gerðum við hann.

Til að fá yfirlit Amosarbókar og Óbadíabókar, sjá þá „Amos“ og „Óbadía“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Amos 3:1–8; 7:10–15

Drottinn opinberar sannleika með spámönnum sínum.

Í Amos 3:3–6 nefndi spámaðurinn Amos nokkur dæmi um orsök og afleiðingu: Finni ljónið bráð, öskrar það; sé gildra lögð fyrir fugl, festist hann í henni. (Athugið að í þýðingu Josephs Smith á versi 6, var orðinu „done“ breytt í „known“ [í Amos 3:6, neðanmálstilvísun b], sjá ensku biblíuna.) Í versum 7–8, heimfærir Amos þessa röksemd upp á spámenn. Hvað veldur því að spámenn spá? Hvað annað lærið þið um spámenn við lestur Amos 7:10–15? Íhugið ástæðu þess að þið eruð þakklát fyrir að Drottinn „opinberar fyrirætlun sína fyrir þjónum sínum, spámönnunum“ (Amos 3:7). Hvað finnst ykkur þessi sannleikur segja um Guð?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 1:38; 21:4–8; 35:13–14.

Amos 4–5

„Leitið Drottins og þér munuð lifa.“

Þegar þið lesið Amos 4:6–13, gætið þá að dóminum sem Drottinn hafði látið koma yfir Ísraelsmenn. Hvað segja þessi vers um væntingar Drottins eftir þessar upplifanir? (sjá einnig Helaman 12:3). Hugsið um nýlega erfiðleika sem þið hafið upplifað. Íhugið hvernig þeir erfiðleikar fengu ykkur til að leita til hans, þótt hann hafi ef til vill ekki látið þá koma yfir ykkur.

Lesið Amos 5:4, 14–15, og íhugið hvernig Drottinn hefur verið ykkur „miskunnsamur“ (vers 15) er þið hafið leitað til hans, jafnvel á tímum erfiðleika.

Sjá einnig Donald L. Hallstrom, „Snúið til Drottins,“ aðalráðstefna, apríl 2010.

Amos 8:11–12

Orð Drottins megnar að seðja andlegt hungur og þorsta.

Öll upplifum við tímabil andlegs hungurs og þorsta, en við þurfum ekki að „reika frá einu hafi til annars“ (Amos 8:12) í leit að einhverju sem seður okkur. Við vitum hvað seður þetta andlega hungur og erum blessuð með orði Drottins í fullri gnægð. Þegar þið lesið Amos 8:11–12, íhugið þá ástæðu þess að hungursneyð er góð samlíking þess að lifa án orðs Guðs. Hvað fleira eykur skilning ykkar í Matteus 5:6; Jóhannes 6:26–35; 2. Nefí 9:50–51; 32:3; Enos 1:4–8?

Sjá einnig Jeffrey R. Holland, „He Hath Filled the Hungry with Good Things,“ Ensign, nóv. 1997, 64–66; Leiðarvísir að ritningunum, „Fráhvarf,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Ljósmynd
hópur ungmenna fyrir framan musteri

Við getum orðið frelsarar á Síonarfjalli með því að gera musteris- og ættarsöguverk.

Óbadía 1:21

Hverjir eru „bjargvættir … [á Síonarfjalli]?

Gordon B. Hinckley forseti setti fram eina mögulega túlkun á orðtakinu „frelsarar á Síonarfjalli,“ með því að tengja það musteris- og ættarsöguverki: „[Í musterinu gerumst] við beinlínis … frelsarar á Síonarfjalli. Hvað táknar þetta? Alveg eins og frelsari okkar gaf líf sitt sem staðgengilsfórn fyrir alla menn, og varð þannig frelsari okkar, þá getum jafnvel við, í litlum mæli, þegar við tökum þátt í staðgengilsverki í musterinu, gerst frelsarar þeirra sem eru hinum megin og hafa enga möguleika á að komast áfram nema eitthvað sé gert þeirra vegna af þeim sem eru á jörðu“ („Lokaorð,“ aðalráðstefna, október 2004).

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Amos 3:7.Þið gætuð rifjað upp einhverjar nýlegar ræður forseta kirkjunnar og rætt hvað Drottinn er að opinbera ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir hans tilstilli. Af hverju er mikilvægt að hafa spámann sem leiðir kirkjuna? Hvernig höfum við komist að því að hann er sannur spámaður? Hvað gerum við til að fylgja leiðsögn hans?

Amos 5:4.Fjölskylda ykkar gæti búið til veggspjald með þessum versum til að hengja upp á heimili ykkar. Hver er merking þess að leita Drottins? Hvernig leitum við hans? Hvaða blessanir hljótum við þegar við gerum það? Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að miðla og ræða önnur vers þar sem okkur er boðið að leita Drottins, t.d. Matteus 7:7–8; Eter 12:41; og Kenning og sáttmálar 88:63.

Amos 8:11–12.Börnin gætu notið þess að gera sér upp hegðun sem á við um orðtökin í þessum versum. Hvað gerum við þegar líkama okkar hungrar og þyrstir? Hvað gerum við þegar anda okkar hungrar og þyrstir? Þið gætuð líka horft á myndbandið „The Great Apostasy [Fráhvarfið mikla]” (ChurchofJesusChrist.org) og rætt hvernig endurreisn fagnaðarerindisins seður andlegt hungur okkar.

Óbadía 1:21.Hver gæti verið merking orðtaksins „bjargvættir … [á Síonarfjalli]? (Fyrir eina mögulega skýringu, sjá þá orð Gordons B. Hinckley forseta í „Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi.“) Hvaða áar okkar þurfa endurleysandi helgiathafnir? Hvað gerum við til að hjálpa þeim?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn,“ Sálmar, nr. 7.

Bæta persónulegt nám

Notið tónlist til að laða að andann og læra kenningu. Hlustið á eða lesið sálm sem getur hjálpað ykkur að læra trúarreglu. Þið gætuð t.d. hlutað á eða lesið „Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn“ (Sálmar, nr. 7) til að vekja aukna trú á spámönnum. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 22.)

Ljósmynd
Santo Domingo-musterið, Dóminíska lýðveldinu

Santo Domingo-musterið, Dóminíska lýðveldinu

Prenta