Gamla testamentið 2022
21.–27. nóvember. Jónas; Míka: „Hann hefur unun af að sýna mildi“


„21.–27. nóvember. Jónas; Míka: ‚Hann hefur unun af að sýna mildi,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„21.–27. nóvember. Jónas; Míka,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
maður skríðandi á ströndu með hval í sjó í bakgrunni

Jónas á ströndu við Níníve, eftir Daniel A. Lewis

21.–27. nóvember

Jónas; Míka

„Hann hefur unun af að sýna mildi“

Þegar þið skráið hughrif ykkar, íhugið þá hvernig reglurnar í Jónas og Míka tengjast því sem þið hafið lært í ritningunum.

Skráið hughrif ykkar

Jónas var í skipi á leið til Tarsis. Það er ekkert að því að sigla til Tarsis, nema að sá staður er langt í burtu frá Níníve, þangað sem Jónas átti að fara til aðflytja boðskap Guðs. Þegar skipið lenti síðan í miklum stormi, vissi Jónas að það væri vegna óhlýðni hans. Að kröfu Jónasar, köstuðu skipsfélagar hans honum út í hafdjúpið til að stöðva storminn. Það leit út fyrir endalok Jónasar og þjónustu hans. Drottinn hafði þó ekki gefist upp á Jónasi – rétt eins og hann hafði ekki gefist upp á íbúum Níníve og rétt eins og hann gefst ekki upp á neinu okkar. Eins og Míka kenndi, þá hefur Drottinn enga ánægju af því að fordæma okkur, heldur hefur „hefur [hann] unun af að sýna mildi.“ Þegar við snúum til hans, mun „[hann enn sýna] oss miskunnsemi, hann fótumtreður sök vora. Já, [hann] varpar öllum syndum vorum í djúp hafsins“ (Míka 7:18–19).

Til að fá yfirlit Jónasarbókar og Míkabókar, sjá þá „Jónas“ og „Míka“ í Leiðarvísi að ritningunum.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jónas 1–4; Míka 7:18–19

Drottinn er öllum þeim miskunnsamur sem koma til hans.

Bók Jónasar sýnir meðal annars hversu miskunnsamur Drottinn er þegar við iðrumst. Þegar þið lesið Jónas, skuluð þið leita að dæmum um miskunn hans. Íhugið á hvaða hátt þið hafið upplifað þessa miskunn í lífi ykkar. Hvað lærið þið sem getur hjálpað ykkur að vera miskunnsamari við aðra?

Að verða vitni að miskunn Drottins, vekur oft tilfinningar elsku og þakklætis. Jónas fylltist þó „gremju“ og honum „brann reiðin“ (Jónas 4:1) þegar Drottinn sýndi íbúum Níníve miskunn, sem voru óvinir Ísraels. Af hverju ætli Jónasi hafi liðið þannig? Hafið þið einhvern tíma upplifað álíka tilfinningar? Hvað haldið þið að Drottinn hafi verið að reyna að hjálpa Jónasi að skilja í kapítula 4?

Íhugið kenningarnar í Míka 7:18–19. Hvernig gæti þessi sannleikur hafa hjálpað Jónasi að breyta viðhorfi sínu varðandi Drottin og íbúa Níníve?

Sjá einnig Lúkas 15:11–32; Jeffrey R. Holland, „The Justice and Mercy of God,“ Ensign, sept. 2013, 16–21.

Ljósmynd
tvær manneskjur tala saman við á

Við getum miðlað börnum Guðs fagnaðarerindinu.

Jónas 1; 3–4

Öll börn Guðs þurfa að hlýða á fagnaðarerindið.

Níníve var hluti af heimsveldi Assyríu, óvinur Ísraels sem þekktur var fyrir ofbeldi og grimmd. Jónasi fannst sennilega óraunhæft að íbúar Níníve væru fúsir til að taka á móti orði Guðs og iðrast. Þó kenndi Dallin H. Oaks: „Við ættum aldrei að dæma sjálf um það hvort fólk sé tilbúið eða ekki. Drottinn þekkir hjörtu allra sinna barna og ef við biðjum um innblástur, þá mun hann hjálpa okkur að finna þá sem hann veit að eru ‚undir það búnir að heyra orðið‘ (Alma 32:6)“ („Miðla hinu endurreista fagnaðarerindi,“ aðalráðstefna , október 2016). Hvað lærið þið af Jónasi 3 sem innblæs ykkur til að miðla fagnaðarerindinu, jafnvel þeim sem ekki virðast reiðubúnir til að breytast?

Gagnlegt gæti verið að bera saman viðhorf Jónasar (sjá Jónas 1; 3–4) og tilfinningar Alma og sona Mósía (sjá Mósía 28:1–5; Alma 17:23–25).

Sjá einnig 3. Nefí 18:32.

Míka 4:11–13; 5:8–15; 7:5–7

Jesús Kristur vitnaði í ritmál Míka.

Það er vel þekkt að frelsarinn vitnaði í Jesaja og Sálmana. Vissuð þið að hann vitnaði líka nokkrum sinnum í Míka? Hugleiðið eftirfarandi dæmi og hvers vegna þessir kapítular gætu hafa verið mikilvægir fyrir frelsarann. Af hverju eru þeir ykkur mikilvægir?

Míka 4:11–13 (sjá 3. Nefí 20:18–20). Drottinn líkti samansöfnun síðari daga við hveitiuppskeru (sjá einnig Alma 26:5–7; Kenning og sáttmálar 11:3–4). Hvað finnst ykkur þessi samanburður segja um samansöfnun Ísraels?

Míka 5:8–15 (sjá 3. Nefí 21:12–21). Hvað finnst ykkur þessi vers segja um fólk Guðs („leifar Jakobs“) á síðustu dögum?

Míka 7:5–7 (sjá Matteus 10:35–36). Af hverju er mikilvægt að „mæna í von til Drottins“ fyrst? Af hverju er þessi leiðsögn mikilvæg á okkar tíma?

Míka 6:1–8

„Hvers væntir [Drottinn] af þér?“

Míka býður að við ímyndum okkur hvernig það væri að „koma fram fyrir Drottin, … fram fyrir Guð á hæðum“ (Míka 6:6). Hvað finnst ykkur sagt í versum 6–8 um hvað sé Drottni mikilvægt er hann leggur mat á líf ykkar?

Sjá einnig Matteus 7:21–23; 25:31–40; Dale G. Renlund, „Gjörið rétt, hafið dálæti á miskunn og fram gangið í lítillæti fyrir Guði,” aðalráðstefna, október 2020.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jónas 1–4.Börn ykkar gætu haft gaman af því að leika frásögnina um Jónas, eins og að látast hlaupa í burtu, búa til hljóð líkt stormi og stórsjó eða leika að stór fiskur gleypi þau (sjá „Spámaðurinn Jónas“ í Sögur úr Gamla testamentinu). Spyrjið fjölskyldumeðlimi hvað þeir lærðu af upplifun Jónasar. Fyrir eitt dæmi um lexíu í Jónasi, sjá þá vers 7 í „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbókin 58).

Jónas 3.Hvað lærði Jónas um að miðla fagnaðarerindinu? Hverja þekkjum við sem gætu notið blessunar af því að hlýða á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists?

Míka 4:1–5.Hvað mun færa fólki Drottins frið og farsæld, samkvæmt þessum versum? Hvað getum við gert til hjálpar við að uppfylla þennan spádóm á heimili okkar?

Míka 5:2.Þið gætuð sýnt mynd af Jesú sem barni með móður sinni (sjá Listaverkabók fagnaðarerindisins, nr. 33) öðru megin í herberginu og hinu megin mynd af vitringunum. Lesið saman Míka 5:2 og Matteus 2:1–6. Hvernig hjálpaði spádómur Míka vitringunum að finna Jesú? Fjölskyldumeðlimir gætu tekið myndina af vitringunum og sett hana við hlið myndarinnar af Jesú. Fjölskylda ykkar gæti líka notið þess að horfa á myndbandið „The Christ Child: A Nativity Story [Barnið Kristur; Jólasagan]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ég fer hvert sem vilt að ég fari,“ Sálmar, nr. 104.

Bæta persónulegt nám

Finnið elsku Guðs. Þegar þið lesið ritningarnar, íhugið þá að gæta að vísbendingum um elsku Guðs, sem vekja áhuga ykkar. Dæmi: Gætið að því hvernig Guð sýndi börnum sínum elsku í frásögninni um Jónas.

Ljósmynd
manni kastað úr báti í sjóinn

Myndskreyting eftir Kevin Carden

Prenta