Nýja testamentið 2023
9.–15. janúar. Matteus 2; Lúkas 2: Við erum komnir að veita honum lotningu


„9.–15. janúar. Matteus 2; Lúkas 2: Við erum komnir að veita honum lotningu,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„9.–15. janúar. Matteus 2; Lúkas 2,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
þrír menn ferðast á úlföldum

Veitum honum lotningu, eftir Dana Mario Wood

9.–15. janúar

Matteus 2; Lúkas 2

Við erum komnir að veita honum lotningu

Áður en þið lesið ábendingarnar í þessum lexíudrögum, lærið þá Matteus 2 og Lúkas 2 og skráið andleg hughrif sem þið hljótið. Þetta mun stuðla að því að þið hljótið opinberun um hvernig best megi mæta þörfum bekkjar ykkar.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Hvernig getið þið hvatt meðlimi bekkjarins til að miðla þeim skilningi og upplifunum sem tengdist námi þeirra, þegar þeir lærðu ritningarnar sjálfir og með fjölskyldu sinni? Þrátt fyrir að þeir þekki líklegast frásögnina af fæðingu frelsarans í Matteusi 2 og Lúkasi 2, þá geta þeir ávallt öðlast nýjan andlegan skilning. Íhugið að bjóða nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla boðskap sem hafði áhrif á þá á nýja vegu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 2:1–12; Lúkas 2:1–38

Það eru mörg vitni að fæðingu Krists.

  • Frásagnir tilbiðjendanna í Matteusi 2:1–12 og Lúkasi 2:1–38 geta stuðlað að því að meðlimir bekkjar ykkar íhugi á hvaða hátt þeir geti sýnt elsku til frelsarans. Skoðið töfluna yfir vitni að fæðingu Krists í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Mögulega hefur fólk í bekknum skilning sem það vill miðla úr þessu verkefni eða þið gætuð gert verkefnið saman sem bekkur. Hvers vegna er það þýðingarmikið að þessi vitni Krists hafi verið úr ýmsum samfélagsstöðum? Hvernig getum við fylgt fordæmi þeirra?

    Ljósmynd
    hirðir með sauði

    Hirðarnir urðu sumir hinna fyrstu vitna að fæðingu Krists.

  • Áður en þessi vitni tilbáðu Jesúbarnið, leituðu þeir að honum. Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins læri af fordæmi þeirra, gætuð þið skrifað eftirfarandi fyrirsagnir á töfluna: Hirðar, Anna, Símeon og Vitringar. Meðlimir bekkjarins gætu því næst leitað í Matteusi 2 og Lúkasi 2 og skrifað á töfluna það sem þetta fólk gerði til að leita frelsarans. Hvað er lagt til í þessum frásögnum um það hvernig við getum leitað Krists?

Matteus 2:13–23

Foreldrar geta hlotið opinberun fjölskyldu sinni til verndar.

  • Til að hefja umræður um það hvernig himneskur faðir leiðbeindi Jósef og Maríu í hlutverki þeirra sem foreldrar frelsarans, íhugið þá að biðja meðlimi bekkjarins að skrá á töfluna einhverjar þær hættur sem við stöndum andspænis á okkar tíma. Hvað lærum við í Matteusi 2:13–23 um það hvernig finna skuli skjól frá þessum hættum? Hvernig hefur persónuleg opinberun hjálpað okkur að vernda fjölskyldu okkar eða aðra ástvini frá hættu? Hvaða leiðsögn hafa spámenn og postular veitt okkur til að finna andlegt öryggi?

Lúkas 2:40–52

Allt frá unga aldri einblíndi Jesús á að gera vilja föður síns.

  • Sagan um það þegar Jesús kenndi í musterinu, aðeins tólf ára gamall, getur verið einstaklega áhrifamikil fyrir ungmenni sem velta fyrir sér hvað þau hafi fram á að færa í verki Guðs. Þið getið parað meðlimi bekkjarins og lesið saman Lúkas 2:40–52 (sjá skilninginn sem Þýðing Josephs Smith veitir í Lúkasi 2:46, neðanmálstilvísun c ). Hvert lestrarpar gæti nýtt nokkrar mínútur til að miðla hvort öðru því sem veitir þeim hvatningu í þessari frásögn. Hvaða tækifæri höfum við til að miðla því sem við vitum um fagnaðarerindið? Hvaða upplifunum getum við miðlað?

  • Hvað kennir boðskapurinn í Lúkasi 2:40–52 um það hvernig Jesús hafi verið sem unglingur? Sú forskrift að persónulegum vexti sem nefnd er í Lúkasi 2:52, gæti leitt til umræðu um hvað við gerum til að verða líkari Kristi. Þið gætuð lagt til að meðlimir bekkjarins íhugi á hvaða hátt þeir hafi þroskast að visku (vitsmunalega), vexti (líkamlega), náð hjá Guði (andlega) og mönnum (félagslega). Þeir gætu jafnvel sett sér markmið á einu eða fleirum þessara sviða. Ef þið viljið ræða enn frekar hvernig líkjast má Kristi á þessum sviðum, sérstaklega ef þið kennið unglingum, íhugið þá að nota tilvitnunina í „Fleiri heimildir.“

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Hjálpa börnum og unglingum að vaxa „að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.“

Steven J. Lund forseti lýsti Áætlun barna og unglinga, sem byggist að hluta til á Lúkasi 2:52, á þennan hátt:

„Áætlun barna og unglinga hjálpar öllum Barnafélagsbörnum og ungmennum að vaxa í lærisveinshlutverki sínu og fyllast trúarlegri sýn á leið hamingju. Þau geta vænst og þráð þá stiklusteina og vegvísa á sáttmálsveginum, þar sem þau verða skírð og staðfest með gjöf heilags anda og munu brátt tilheyra sveitum og Stúlknafélagsbekkjum og finna gleði í því að hjálpa öðrum með kristilegri breytni og þjónustu. Þau setja sér markmið, stór og smá, sem veita þeim jafnvægi í lífinu er þau líkjast meira frelsaranum“ („Finna gleði í Kristi,” aðalráðstefna, október 2020).

Bæta kennslu okkar

Fáið þá nemendur til að vera með sem ekki lærðu ritningarnar heima. Þótt sumir meðlima bekkjarins hafi ekki getað lesið Matteus 2 og Lúkas 2 fyrir kennslustund, geta þeir samt sem áður miðlað þýðingarmiklum skilningi. Sjáið til þess að öllum gefist tækifæri til að taka þátt og leggja sitt af mörkum í umræðunni.

Prenta