Nýja testamentið 2023
16.–22. janúar. Jóhannes 1: Við höfum fundið Messías


„16.–22. janúar. Jóhannes 1: Við höfum fundið Messías,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„16.–22. janúar. Jóhannes 1,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

kona miðlar fagnaðarerindinu á lestarstöð

16.–22. janúar

Jóhannes 1

Við höfum fundið Messías

Þegar þið lesið og hugleiðið Jóhannes 1, biðjið þá um andlega leiðsögn vegna þeirrar ábyrgðar ykkar að kenna um vitnisburð Jóhannesar. Skráið hughrifin sem ykkur berast. Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og hugmyndirnar í þessum lexíudrögum, geta hjálpað ykkur að innblása þá sem eru í bekknum ykkar til að skilja og tileinka sér kenningarnar í þessum kapítula.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir læra, gætuð þið boðið þeim að skrifa spurningar, athugasemdir eða eigin skilning á efninu sem þeir lásu á blaðsnepla og setja í ílát. Dragið snepla úr ílátinu til að ræða sem bekkur.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jóhannes 1:1–5

Jesús Kristur var „í upphafi hjá Guði.“

  • Hvað kenndi Jóhannes um Krist fortilverunnar? Af hverju er mikilvægt að þekkja hlutverk Krists í fortilverunni? Það gæti verið gagnlegt að skrifa þessar spurningar á töfluna og biðja meðlimi bekkjarins að leita að svörum í Jóhannesi 1:1–5 (sjá einnig Þýðing Josephs Smith, Jóhannes 1:1–5 [á netinu]; HDP Móse 1:32–33; Leiðarvísi að ritningunum, „Jesús Kristur“). Meðlimir bekkjarins gætu einnig miðlað því sem þeir læra um hlutverk Krists í fortilverunni í „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna“ (KirkjaJesuKrists.is).

  • Ef þið viljið nota þessi vers til að ræða sköpunarverk Drottins, gætuð þið lesið Jóhannes 1:3 og sýnt myndir sem sýna fegurð jarðar. Þið gætuð líka sýnt myndbandið „Our Home [Heimili okkar]“ (ChurchofJesusChrist.org). Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla því hvernig sköpunarverk frelsarans hjálpar þeim að finna fyrir elsku hans.

Jóhannes 1:1–14

Jesús Kristur er ljósið.

  • Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að finna orðið ljós, hvar sem það fyrirfinnst í Jóhannesi 1:1–14. Af hverju er ljós gott orð til að lýsa Jesú Kristi? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig frelsarinn og fagnaðarerindi hans veita þeim andlegt ljós. Sem hluta af umræðunni, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að lesa meira um ljós Krists í Kenningu og sáttmálum 84:45–56; 88:11–13 eða þið gætuð vísað þeim á Ljós, ljós Krists í Leiðarvísi að ritningunum. Hvernig getum við miðlað ljósi frelsarans með öðrum?

    sólargeislar í gegnum steinkletta í fjöru

    Frelsarinn og fagnaðarerindi hans veita andlegt ljós.

  • Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins hugleiði það sem kennt er um frelsarann í Jóhannesi 1, gætuð þið sýnt nokkrar myndir (þar á meðal myndina í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur) sem sýna brot úr lífi og guðlegri þjónustu Jesú Krists. Meðlimir bekkjarins gætu leitað í Jóhannesi 1:1–14 og leitað að orðum eða orðtökum sem hægt væri að nota sem heiti fyrir myndirnar.

Jóhannes 1:35–51

Við getum hlotið eigin vitnisburð um frelsarann og boðið síðan öðrum að „koma og sjá.“

  • Í Jóhannesi 1 er boðið sett fram tvisvar um að „[koma og sjá]“ (sjá vers 39, 46). Okkur gefst kannski ekki kostur á að sjá frelsarann með eigin augum eins og Andrés og Natanael, en við getum brugðist við sama boði. Hver er merking þess að „koma og sjá“ á okkar tíma?

  • Meðlimir bekkjarins gætu lesið Jóhannes 1:35–51 og miðlað því sem þeir læra í þessum versum um að bjóða öðrum að læra um Krist (sjá einnig „Fleiri heimildir“ eða myndbandið „Inviting Others to ‚Come and See‘ [Bjóða öðrum að ‚koma og sjá‘]“ á ChurchofJesusChrist.org). Þeir gætu líka miðlað einföldum og eðlilegum leiðum, sem þeim hefur dottið í hug, til að bjóða öðrum að „koma og sjá.“

    1:17
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Við getum boðið öðrum að „koma og sjá.“

Öldungur Neil L. Andersen kenndi:

„Frelsarinn kenndi okkur hvernig deila á fagnaðarerindinu. Mér líkar vel sagan af Andrési, sem spurði: ‚[Meistari], hvar dvelst þú?‘ [Jóhannes 1:38]. Jesús hefði getað nefnt staðinn þar sem hann bjó. Þess í stað sagði hann við Andrés: ‚Komið og sjáið.‘ [Jóhannes 1:39]. Mér finnst frelsarinn hafa verið að segja: ‚Komið og sjáið, ekki bara hvar ég bý, heldur hvernig ég lifi. Komið og sjáið hver ég er. Komið og finnið andann.‘ Við vitum ekki allt um þann dag, en við vitum að þegar Andrés hitti bróður sinn Símon, sagði hann: ‚Við höfum fundið Messías!‘ [Jóhannes 1:41].

Þeim sem sýna áhuga á samtali við okkur getum við, að fordæmi frelsarans, boðið að ‚koma og sjá.‘ Sumir munu þiggja boð okkar, aðrir ekki. Öll þekkjum við einhvern sem hefur verið boðið nokkrum sinnum áður en hann þekktist boðið, að ‚koma og sjá‘“ („Það er kraftaverk,” aðalráðstefna, apríl 2013).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að tileinka sér ritningarnar. Sama boð og Kristur gaf lærisveinum sínum – að koma og sjá – getur hjálpað þeim sem þið kennið að þrá að fylgja frelsaranum. Hvetjið nemendur til að heimfæra reglurnar sem þeir finna í ritningunum upp á eigið líf og bjóða öðrum að gera slíkt hið sama. (Sjá 1. Nefí 19:23; Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]21.)