Nýja testamentið 2023
23.–29. janúar. Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3: „Greiðið veg Drottins“


„23.–29. janúar. Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3: ‚Greiðið veg Drottins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„23.–29. janúar. Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jóhannes skírari skírir Jesú

Steindir gluggar í Nauvoo-musterinu í Illinois, eftir Tom Holdman

23.–29. janúar

Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3

„Greiðið veg Drottins.“

Þegar þið lesið og íhugið Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3, skráið þá hughrifin sem ykkur berast. Það mun bjóða andanum að vera með í undirbúningi kennslu ykkar. Auk kennsluhugmyndanna í þessum lexíudrögum, er hægt að laga hugmyndirnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur að ykkar námsbekk.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að miðla því hvernig nám í Nýja testamentinu blessar líf þeirra, gætuð þið skrifað eftirfarandi spurningar á töfluna: Hvað gerðuð þið í vikunni vegna þess sem þið lásuð í Nýja testamentinu? Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla svörum sínum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 3:1–12; Lúkas 3:2–18

Lærisveinar búa sig sjálfa og aðra undir að taka á móti Jesú Kristi.

  • Hvernig búum við okkur undir heimsókn mikilvægs gests? Spurning sem þessi getur hjálpað ykkur við að koma á umræðum um það hvernig Jóhannes skírari bjó fólkið undir að taka á móti Jesú Kristi. Þið getið síðan skipt bekknum upp í þrjá hópa. Allir hópar gætu lesið í Matteusi 3:1–6; Matteusi 3:7–12; eða Lúkasi 3:10–15 og leitað að því hvernig Jóhannes skírari bjó fólkið undir að taka á móti Jesú Kristi í lífi sínu. Leyfið öllum hópum að skiptast á að segja frá því sem þeir fundu.

Ljósmynd
Jóhannes skírari prédikar

Jóhannes skírari prédikar í óbyggðunum, eftir Robert T. Barrett

Lúkas 3:2–14

Við þurfum að sýna ávexti þess að „[hafa] tekið sinnaskiptum.“

  • Í Lúkasi 3:8 kenndi Jóhannes skírari fólkinu að það þurfti að sýna „ávexti“ eða ummerki iðrunar áður en það gat skírst. Hvernig getið þið stuðlað að því að meðlimir bekkjarins beri kennsl á ummerki eigin iðrunar? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að leita að því sem Jóhannes sagði vera „ávexti“ iðrunar, í Lúkasi 3:8–14. Þeir gætu einnig rifjað upp Moróní 6:1–3 og Kenningu og sáttmála 20:37. Þið gætuð teiknað ávaxtatré á töfluna og látið meðlimi bekkjarins merkja ávexti trésins með þeim „ávöxtum“ iðrunar sem þeir finna. Þetta gæti verið góð tímasetning til að ræða hvað það þýðir að iðrast einlæglega.

Matteus 3:13–17

Við fylgjum Jesú Kristi með því að skírast og meðtaka heilagan anda.

  • Reynið þetta til að rifja upp söguna um skírn Jesú Krists: Spyrjið meðlimi bekkjarins hvernig þeir geti notað Matteus 3:13–17 til að kenna einhverjum um skírn, t.d. barni eða einhverjum sem er annarar trúar. (Þeir gætu líka notað myndina í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur.) Hvaða mikilvægu þætti skírnarinnar myndu þeir leggja áherslu á? Þeir gætu æft hugmyndir sínar með því að kenna hver öðrum.

  • Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins ígrundi mikilvægi þess að lifa eftir skírnarsáttmála sínum, gætuð þið beðið einhvern að lesa orð öldungs Bednars í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu notið þess að miðla tilfinningum sínum um eigin skírn og skírnarsáttmála. Þeir gætu einnig sungið sálm um að fylgja frelsaranum, t.d. „Fylg þú mér“ (Sálmar, nr. 55).

  • Jóhannes skírari kenndi að frelsarinn myndi skíra „með heilögum anda og eldi“ (Matteus 3:11). Eldskírn á sér stað þegar við erum staðfest og hljótum gjöf heilags anda. Hvers vegna þurfum við að hafa hlotið gjöf heilags anda til framþróunar í ríki Guðs? Hvaða áhrif hafa eldskírn og heilagur andi á okkur? (sjá Alma 5:14). Myndbandið „Baptism of the Holy Ghost [Skírn með heilögum anda]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti auðgað umræðurnar.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Skírnarsáttmáli okkar.

Öldungur David A. Bednar kenndi: „Skírnarsáttmálinn inniheldur þrjár grundvallar skuldbindingar: (1) vera fús til að taka á okkur nafn Jesú Krists, (2) að hafa hann ávallt í huga og (3) halda boðorð hans. Hin lofaða blessun fyrir að heiðra þennan sáttmála er ‚að andi hans sé ætíð með okkur‘ [Kenning og sáttmálar 20:77]. Þar með er skírnin hinn nauðsynlegi undirbúningur við að veita okkur heimild til að njóta stöðugs samfélags þriðja aðila guðdómsins“ („Ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2016).

Til að lesa dæmi um ungan dreng sem hélt skírnarsáttmála sinn, sjáið þá söguna í upphafi ræðu systur Carole M. Stephens: „Vitum við hvað við höfum?“ (aðalráðstefna, október 2013).

Bæta kennslu okkar

Kennið grundvallarkenningar. Hyrum Smith kenndi: „Prédikið frumreglur fagnaðarerindisins – prédikið þær stöðugt og endurtekið: Þið munið finna að dag fyrir dag munu nýjar hugmyndir og frekara ljós varðandi þær opinberast ykkur. Þið getið útvíkkað þær þannig að þið skiljið þær greinilega. Þið munið síðan getað gert þær skiljanlegri þeim er þið kennið“ (í History, 1838–1856 [Handrit um sögu kirkjunnar], bindi E-1, 1994, josephsmithpapers.org).

Prenta