„26. desember–1. janúar. Við berum ábyrgð á eigin lærdómi,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)
„26. desember–1. janúar. Við berum ábyrgð á eigin lærdómi,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
26. desember–1. janúar
Við berum ábyrgð á eigin lærdómi
Skráið andleg hughrif sem berast ykkur við lestur og íhugun ritningarversana í þessum lexíudrögum. Það mun bjóða andanum að vera með í undirbúningi ykkar. Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og hugmyndirnar hér á eftir geta hjálpað ykkur að hvetja námsbekk ykkar til að læra í Nýja testamentinu á þessu ári.
Hvetjið til miðlunar
Eitt af markmiðum ykkar sem kennarar er að hvetja meðlimi bekkjarins til að læra úr ritningunum, bæði út af fyrir sig og með fjölskyldu sinni. Að heyra upplifun annarra, getur hvatt þá til að sækjast eftir eigin reynslu. Hefjið því hverja kennslustund með því að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla ritningum úr námi þeirra, sem veitti þeim hvatningu eða innblástur.
Kennið kenninguna
Lærdómur krefst þess að breytt sé í trú.
-
Hvernig getið þið hvatt meðlimi bekkjarins til að verða virkari í eigin námi, frekar en að leggja einungis ábyrgðina á herðar kennarans? Hér er hugmynd. Kastið mjúkum hlut til meðlims bekkjarins, sem þið hafið áður beðið um að gera enga tilraun til að grípa hlutinn. Notið þessa uppákomu til að hefja umræður um hlutverk nemenda og kennara í trúarnáminu. Hvernig getum við sem nemendur „gripið“ það sem kennt er í bekkjunum? Tilvitnanirnar í „Fleiri heimildir“ gætu komið að gagni í þessum umræðum.
-
Allir meðlimir bekkjarins bera ábyrgð á því að bjóða andanum til þátttöku í bekknum. Til að koma meðlimum bekkjarins í skilning um þetta, skuluð þið biðja þá að lesa Alma 1:26 og Kenningu og sáttmála 50:13–22; 88:122–23 og miðla því sem kennarar og meðlimir bekkjarins geta gert til að laða að andann. Það gæti gagnast að skrifa niður svör þeirra á töfluna, undir fyrirsögnum eins og: Hvað getur kennarinn gert og Hvað getur nemandinn gert. Meðlimir bekkjarins gætu búið til veggspjald með svörum sínum, sem gæti verið til sýnis næstu vikurnar.
Við þurfum að þekkja sannleikann af eigin raun.
-
Mörg ritningarvers í Nýja testamentinu kenna reglur sem geta verið leiðandi í sannleiksleit okkar. Dæmi um þau eru Lúkas 11:9–13; Jóhannes 5:39; 7:14–17; og 1. Korintubréf 2:9–11. Þið gætuð boðið þeim meðlimum bekkjarins sem lásu þessi ritningarvers í eigin námi að miðla því sem þeir lærðu. Þið gætuð einnig lesið þessi ritningarvers í bekknum og boðið meðlimum bekkjarins að miðla því hvernig þeir öðluðust vitnisburð sinn.
-
Postulasagan 17:10–12 lýsir heilögum sem leituðu í ritningunum og öðluðust eigin vitni um sannleikann. Til að hvetja meðlimi bekkjarins að fylgja eigin fordæmi, lesið þá þessi vers saman og bjóðið þeim að miðla ritningarversum sem styrkt hafa vitnisburð þeirra um fagnaðarerindið.
Hvernig getum við gert ritningarnám okkar innihaldsríkara?
-
Að byggja upp þann sið að nema ritningarnar, getur verið áskorun fyrir þá meðlimi bekkjarins sem finnast þeir skorta tíma, skilning eða hæfni. Hvað getið þið gert til að hjálpa þeim að ná árangri? Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins öðlist sjálfstraust til að nema ritningarnar, þá gætuð þið miðlað upplýsingum úr „Hugmyndir til að bæta persónulegt ritningarnám“ í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Ef til vill gætuð þið eða einhverjir meðlimir bekkjarins miðlað upplifunum með því að nýta þessar hugmyndir eða aðrar þýðingarmiklar upplifanir við ritningarnámið. Þið gætuð einnig valið kapítula í Nýja testamentinu og reynt að nema hann í bekknum með þessar hugmyndir til hliðsjónar.
Fleiri heimildir
Gera tilkall til andlegrar þekkingar fyrir okkur sjálf.
Spámaðurinn Joseph Smith kenndi: „Það sem er Guðs er afar mikilvægt, og þú getur aðeins komist að því með tíma, reynslu og vandlegri og djúpri íhugun. Hugur þinn, ó maður! Ef þú hyggst leiða sál til hjálpræðis, verður þú að ná til æðstu himna og kanna og íhuga myrkvasta hyldýpið og hina yfirgripsmiklu víðáttu eilífðarinnar – þú verður að ræða við Guð. Hversu miklu göfugri og lofsverðari eru hugsanir Guðs, en hinar hégómlegu ímyndanir mannshjartans!“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 265).
Öldungur David A. Bednar sagði: „Ef allt sem við vitum um Jesú Krist og hið endurreista fagnaðarerindi hans er það sem aðrir hafa kennt eða sagt, þá byggjum við vitnisburð okkar um hann og hans dýrðlega síðari daga verk á sandi. Við getum ekki einungis reitt okkur á aðra eða fengið að láni trúarljós eða þekkingu annarra – jafnvel þeirra sem við elskum og treystum“ („Undir það búin að öðlast allt sem gagnlegt er,“ aðalráðstefna, apríl 2019).