Nýja testamentið 2023
30. janúar–5. febrúar. Matteus 4; Lúkas 4–5: „Andi Drottins er yfir mér“


„30. janúar–5. febrúar. Matteus 4; Lúkas 4–5: ‚Andi Drottins er yfir mér,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„30. janúar–5. febrúar. Matteus 4; Lúkas 4–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús stendur í eyðimörkinni

Í eyðimörkinni, eftir Evu Koleva Timothy

30. janúar–5. febrúar

Matteus 4; Lúkas 4–5

„Andi Drottins er yfir mér“

Þegar þið lærið í Matteusi 4 og Lúkasi 4–5, skráið þá andleg hughrif ykkar. Það mun vekja hvatningu um hvernig þið getið best mætt þörfum bekkjarins. Þið gætuð íhugað að nota Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur auk þessara lexíudraga til að finna fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Í lesefni þessarar viku er þessa setningu að finna: „Urðu menn mjög snortnir af kenningu hans því að vald fylgdi orðum hans“ (Lúkas 4:32; sjá einnig Markús 1:22). Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla versum úr Matteusi 4 og Lúkasi 4–5 sem hjálpuðu þeim að finna sjálfir fyrir þessum krafti kenninganna.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 4:1–11; Lúkas 4:1–13

Himneskur faðir hefur veitt okkur kraft og úrræði til að standast freistingar.

  • Frásögnin um það þegar frelsarinn stóðst freistingar Satans, gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að koma auga á leiðir sem Satan notar til að freista þeirra. Meðlimir bekkjarins gætu valið eina af freistingunum í Matteusi 4:1–11 eða Lúkasi 4:1–13 og leitt hugann að viðeigandi nútíma freistingu (tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti hjálpað). Af hverju er gagnlegt að vita að frelsarinn hafi staðið frammi fyrir freistingum líkum þeim sem við upplifum á okkar tíma? Hvernig gat Kristur staðist freistingarnar? Til að fá fleiri dæmi í ritningunum um fólk sem stóðst Satan, sjá þá 1. Mósebók 39:7–20; 2. Nefí 4:16–35; og HDP Móse 1:10–22.

  • Hvað gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að standast freistingar? Þið gætuð beðið þá að lesa yfir Matteus 4:1–11 eða Lúkas 4:1–13 til að læra hvernig þekking frelsarans á ritningunum hjálpaði honum að bregðast við Satan, líkt og hann gerði þegar hann sagði: „Ritað er.“ Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að leita að ritningarversum í „Freista, freisting“ í Leiðarvísi að ritningunum, sem gætu styrkt þá þegar þeirra er freistað.

Lúkas 4:16–32

Jesús Kristur er hinn fyrirheitni Messías.

  • Til að stuðla að auknum skilningi meðlima bekkjarins á frásögninni í Lúkasi 4:16–32, gætuð þið útskýrt að nöfnin Messías og Kristur þýða hvort um sig „hinn smurði.“ Þegar meðlimir bekkjarins lesa Lúkas 4:18–21, skuluð þið biðja þá að hugleiða hvað það þýðir að segja að Jesús er Kristur, Messías eða hinn smurði. Þeim gæti einnig þótt gagnlegt að lesa „Hinn smurði“ í Leiðarvísi að ritningunum. Hvernig lýsir Jesús því yfir á okkar tíma að hann er Messías? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig þeir hafa komist að raun um að Jesús Kristur er frelsari þeirra.

  • Það gæti verið hægt að draga lærdóm af því að rannsaka hvers vegna fólkið í Nasaret tók ekki við Jesú sem hinum fyrirheitna Messíasi. Hvaða ástæður eru t.d. gefnar í Lúkasi 4:22–24? Meðlimir bekkjarins gætu síðan skoðað viðhorf þeirra í samanburði við viðhorf ekkjunnar í Sarepta og Naamans í Gamla testamentinu (sjá Lúkas 4:25–27). Þið gætuð beðið nokkra meðlimi bekkjarins fyrir fram um að mæta undirbúna til að gefa stuttan útdrátt úr þessum sögum (sjá 1. Konungabók 17:8–24; 2. Konungabók 5:1–17; Lúkas 4:16–30). Hvað kenna þessar sögur okkur um það að hafa trú á Jesú Krist? Sjáum við boðskap til okkar í orðum frelsarans til fólksins í Nasaret?

Matteus 4:18–22; Lúkas 5:1–11

Að fylgja Kristi, þýðir að hverfa frá vilja okkar og samræmast vilja hans.

  • Stundum er sú leiðsögn sem Drottinn veitir okkur ekki auðskilin í fyrstu. Meðlimir bekkjarins gætu skoðað Lúkas 5:1–11 og leitað að því sem frelsarinn bað Pétur að gera og af hverju Pétur gæti hafa efast um leiðsögn hans. Hvernig gæti þessi upplifun hafa haft áhrif á tilfinningar Péturs gagnvart frelsaranum og sjálfum sér? Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að segja frá upplifunum þar sem þeir sýndu trú á guðlega leiðsögn, þrátt fyrir ófullkominn skilning. Hver var útkoman af trúariðkun þeirra?

    Ljósmynd
    Jesús kallar til Péturs og Andrésar við vatnið

    „Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða“ (Matteus 4:19).

  • Á sama hátt og fiskimennirnir „yfirgáfu allt“ til að fylgja Jesús Kristi (Lúkas 5:11), þá eru líka til hlutir sem við þurfum að yfirgefa til að verða lærisveinar hans. Hvað lærum við í Matteusi 4:18–22 um viðhorf og trú Péturs, Andrésar, Jakobs og Jóhannesar? Það gæti verið gagnlegt að koma með fiskinet í bekkinn. Bjóðið meðlimum bekkjarins síðan að skrifa það niður sem þeir eru reiðubúnir að yfirgefa, eða hafa nú þegar yfirgefið til að fylgja Kristi og setja í netið. Íhugið að bjóða nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla því hvernig líf þeirra hefur breyst, þegar þeir völdu að yfirgefa allt til að fylgja frelsaranum.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Hinar ýmsu tegundir freistinga.

Eftir að hafa talað um þær freistingar sem frelsarinn stóð frammi fyrir í eyðimörkinni, nefndi David O. McKay forseti þrjár tegundir freistinga:

„(1) Freisting tengd ástríðum og löngunum;

(2) Að fyllast stolti, fylgja tískustraumum eða vera gjörn til hégóma;

(3) Að þrá ríkidæmi jarðar eða vald og yfirráð yfir löndum eða jarðneskum eigum manna“ (Teachings of Presidents of the Church: David O. McKay [2003], 82).

Bæta kennslu okkar

Þakkið nemendum ykkar. „Látið lexíuna ekki yfirtaka huga ykkar svo að þið gleymið að þakka nemendum fyrir framlag þeirra. Þeir þurfa að vita að þið metið fúsleika þeirra til að miðla eigin skilningi og vitnisburði“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]33).

Prenta