Nýja testamentið 2023
20.–26. febrúar. Matteus 6–7: „Hann kenndi eins og sá er vald hefur“


„20.–26. febrúar. Matteus 6–7: ‚Hann kenndi eins og sá er vald hefur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„20.–26. febrúar. Matteus 6–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús kennir á ströndu

Jesús kennir fólkinu á ströndu, eftir James Tissot

20.–26. febrúar

Matteus 6–7

„Hann kenndi eins og sá er vald hefur“

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, byrjið þá á því að undirbúa ykkur sjálf. Lesið Matteus 6–7 og skráið andleg hughrif ykkar. Þetta mun stuðla að því að þið hljótið opinberun um hvernig best megi mæta þörfum bekkjar ykkar. Leitið síðan í þessum lexíudrögum til að finna kennsluhugmyndir.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla hvaða versum fjallræðunnar þeim finnist brýnust á okkar tíma. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að auka skilning hvers annars.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 6–7

Ef við hlýðum á og breytum eftir kenningum Drottins, verður líf okkar byggt á traustri undirstöðu.

  • Hvaða boðskapur í Matteusi 6–7 verður nemendum ykkar gagnlegastur? Íhugið að skrifa á töfluna nokkrar tilvísanir í Matteus 6–7 sem hafa að geyma þessar kenningar. Meðlimir bekkjarins gætu valið eina af þessum tilvísunum til að læra í hljóði og skrifa síðan á töfluna þau andlegu sannindi sem þeir læra. Hvernig hafa þessar kenningar haft áhrif á líf okkar?

  • Frelsarinn lauk ræðu sinni með dæmisögu sem gæti stuðlað að því að bekkurinn skilji betur mikilvægi þess að lifa eftir kenningum frelsarans (sjá Matteus 7:24–27; sjá einnig Helaman 5:12). Til að sjá dæmisöguna fyrir sér, gætu meðlimir bekkjarins unnið saman að því að byggja sterka undirstöðu með því að nota kubba, bolla eða annars konar efnivið og prófað styrk undirstöðu sinnar. Þeir gætu kannski líka merkt efniviðinn með því sem þeir gætu gert til að tileinka sér kenningar frelsarans. Hvernig gætum við staðist storma lífsins með því að gera þetta?

Matteus 6:5–13

Frelsarinn kenndi okkur hvernig biðjast á fyrir.

  • Að læra bæn Drottins, gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að komast að því hvernig þeir geta bætt eigin bænir með því að fylgja fordæmi Drottins. Þið gætuð boðið þeim að skrifa á töfluna þau orðtök í Matteusi 6:9–13 (eða Lúkasi 11:1–4) sem þeim finnst standa upp úr. Hvað lærum við um bænina með því að ígrunda orð frelsarans? Það gæti verið lærdómsríkt fyrir meðlimi bekkjarins að umorða orð frelsarans í eitthvað sem þeir gætu sagt í eigin bænum. Dæmi: „Gef oss í dag vort daglegt brauð“ gæti verið umorðað í „hjálpaðu mér í þeirri viðleitni að sjá fyrir fjölskyldu minni.“

  • Eftir að hafa lesið Matteus 6:5–13 sem bekkur, gætuð þið rætt spurningar sem þessar: Hvernig hefur bænin styrkt samband ykkar við himneskan föður? Hvernig hefur bænin hjálpað ykkur að þekkja vilja Guðs?

Matteus 7:7–11

Himneskur faðir svarar bænum.

  • Til að stuðla að aukinni trú þeirra á að Guð heyri og svari bænum þeirra, gætuð þið skrifað á töfluna biðja, leita og knýja á. Meðlimir bekkjarins gætu leitað að dæmum í ritningunum um fólk sem „bað,“ „leitaði“ og „knúði á“ (sjá sem dæmi 1. Nefí 11:1; Eter 2:183:6; Joseph Smith – Saga 1:11–17). Hvað lærum við af þessum dæmum um bænheyrslu?

  • Mikilvægt samhengi fyrir Matteus 7:7–11 er hægt að finna í Þýðingu Josephs Smith á Matteusi 7:12–17 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki). Í þessum versum gefa lærisveinar Jesú upp mögulegar ástæður þess að fólk leiti ekki sannleika frá himneskum föður. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir eigi vin sem væri tregur til að leita leiðsagnar eða blessana frá Drottni. Hvað gætu meðlimir bekkjarins sagt til að hvetja þennan vin? Hvernig gætu þeir notað orð frelsarans í Matteusi 7:7–11?

Matteus 7:15–20

Við getum þekkt sanna og falska spámenn af ávöxtum þeirra.

  • Meðlimir bekkjar ykkar hafa líklega rekist á falskar kenningar og aðrar blekkingar andstæðingsins, hvort heldur á netinu eða annars staðar. Þeir gætu líka hafa heyrt aðra gagnrýna þjóna Drottins. Hvernig getið þið hjálpað þeim að skilja hvernig greina má falsspámenn og ósannar kenningar frá sönnum? Þið gætuð sýnt nokkra ávexti og spurt hvað við getum áætlað um trén sem hafa borið þá fram. Hvernig hjálpar þetta verkefni okkur að skilja Matteus 7:15–20? Þið gætuð líka lesið saman nýlegan boðskap frá lifandi spámönnum. Hvaða „ávexti“ eða niðurstöður leiðir það af sér að fylgja leiðsögn þeirra?

    Ljósmynd
    ávöxtur

    Við getum þekkt sanna spámenn af ávöxtum þeirra.

  • Matteus 7:15–20 gæti stuðlað að eflingu trúar meðlima bekkjarins á guðlegri þjónustu spámannsins Josephs Smith. Hverjir eru ávextir þess verks sem Joseph Smith áorkaði? Til að fá hugmyndir, sjá þá boðskap öldungs Neil L. Andersen „Joseph Smith“ (aðalráðstefna, október 2014.) Hvernig getum við notað samlíkingu frelsarans í Matteusi 7:15–20 til að gefa vinum og fjölskyldu vitnisburð um spámanninn Joseph?

Bæta kennslu okkar

Ekki hræðast þögn. „Það tekur tíma að svara góðum spurningum. Þær krefjast ígrundunar, könnunar og innblásturs. Sá tími sem þið verjið í að bíða eftir svari við spurningu, getur verið helgur tími ígrundunar. Forðist þá freistingu að ljúka þessum tíma of snemma með því að svara eigin spurningu eða halda áfram í eitthvað annað“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]31).

Prenta