Nýja testamentið 2023
27. febrúar–5. mars. Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7: „Trú þín hefur frelsað þig“


„27. febrúar–5. mars. Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7: ‚Trú þín hefur frelsað þig,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„27. febrúar–5. mars. Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús reisir mann upp frá dauðum

27. febrúar–5. mars

Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7

„Trú þín hefur frelsað þig“

Undirbúningur ykkar fyrir kennslu hefst með kostgæfnum lestri á Matteusi 8; Markúsi 2–4; Lúkasi 7. Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur getur gert nám ykkar áhrifaríkara og verið hvati fyrir kennsluhugmyndir, til viðbótar við þær sem hér eru kynntar.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjar ykkar gætu hafa öðlast kraftmikinn skilning í persónulegu námi sínu á kraftaverkum þessa kapítula (sjá lista yfir lækningar frelsarans í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla skilningi sínum með félaga eða öllum bekknum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 8; Markús 2; Lúkas 7

Kraftaverk gerast fyrir vilja Guðs og trú okkar á Jesú Krist.

  • Hvernig getið þið notað frásagnirnar um kraftaverk frelsarans til að stuðla að aukinni trú meðlima bekkjarins á hann? Þið gætuð beðið þá um að gera lista á töfluna með nokkrum undursamlegum lækningum í Matteusi 8; Markúsi 2; og Lúkasi 7. Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvernig fólkið sem læknaðist sýndi trú sína á Krist. Hvað kenna þessar sögur okkur um trú og kraftaverk? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað fleiri sannindum um trú og kraftaverk í Mormón 9:15–21; Eter 12:12–16; Moróní 7:27–37; og Kenningu og sáttmálum 35:8 (sjá einnig Leiðarvísir úr ritningunum, „Kraftaverk“). Hvenær höfum við séð kraftaverk þegar við höfum sýnt trú á Jesú Krist?

  • Frásögnin af kraftaverkinu í Markúsi 2:1–12 kennir meðal annars um gildi þess að vinna í sameiningu að því að hjálpa frelsaranum í þjónustu við þá sem eru andlega eða líkamlega þurfandi. Íhugið að bjóða meðlimum bekkjarins að lesa frásögnina í ritningunum og miðla frekari skilningi úr boðskap öldungs Chi Hong (Sam) Wong „Bjarga í einingu“ (aðalráðstefna, október 2014; sjá einnig „Fleiri heimildir“). Hvað getum við lært í Markúsi 2:1–12 um verðmæti þess að vinna í sameiningu að því að þjóna hinum þurfandi? (sjá einnig Markús 3:24:25).

Markús 4:35–41

Jesús Kristur hefur mátt til að veita frið mitt í stormum lífsins.

  • Þið gætuð vitað af einhverjum þeirra áskorana sem meðlimir bekkjarins standa andspænis. Þar sem við upplifum öll raunir einhvern tíma í lífinu, þá getur lestur frásagnarinnar í Markúsi 4;35–41 eflt trú á að frelsarinn geti fært þeim frið. Afhendið hverjum og einum blaðsnepil og biðjið þá að skrifa öðru megin á hann prófraun sem þeir hafa upplifað. Biðjið þá síðan að skrifa hinum megin á hann eitthvað í Markúsi 4:35–41 sem hvetur þau til að snúa sér að frelsaranum í raunum þeirra. Hvetjið meðlimi bekkjarins að segja frá því sem þeir skrifuðu, ef þeir eru fúsir til þess.

  • Sálmurinn „Herra, sjá bylgjurnar brotna“ (Sálmar, nr. 38) byggist á sögunni í Markúsi 4:35–41. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins fundið texta í sálminum sem tengist orðtökum ritninganna. Þið gætuð líka sýnt mynd sem sýnir sögusviðið (sjá Trúarmyndabók, nr. 40) og rætt hvaða augnablik listamaðurinn fangar. Á hvaða hátt getið þið annars komið meðlimum bekkjarins í skilning um þýðingu og mátt þessa kraftaverks?

Ljósmynd
Jesús lægir storm í báti

Frá ótta til trúar, eftir Howard Lyon

Lúkas 7:36–50

Þegar syndir okkar eru fyrirgefnar, dýpkar elska okkar til frelsarans.

  • Hvað getum við lært af dæmi konunnar og kenningu frelsarans í Lúkasi 7:36–50 þegar við biðjumst fyrirgefningar fyrir eigin syndir? Hvernig gerir iðrun okkur kleift að komast nær Jesú Kristi? Hvernig hefur þessi frásögn áhrif á viðhorf okkar til þeirra sem hafa syndgað?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

„Þá er Jesús sér trú þeirra.“

Öldungur Chi Hong (Sam) Wong miðlaði eftirfarandi skilningi á frásögninni í Markúsi 2:1–12:

„Má ég að lokum deila með ykkur einni hulinni gersemi til viðbótar sem er að finna í þessum versum? Það er í versi 5: ‚Þá er Jesús sér trú þeirra‘ (leturbreyting hér). Ég hafði ekki tekið eftir þessu áður – trú þeirra. …

Hvaða fólk var það sem Jesús nefndi? Það gætu hafa verið þeir fjórir sem báru lamaða manninn, maðurinn sjálfur, fólkið sem bað fyrir honum og allir þeir sem voru að hlusta á boðskap Jesú og fögnuðu í hjarta sér yfir kraftaverkinu sem var væntanlegt. Þar á meðal gætu einnig verið maki, foreldri, sonur eða dóttir, trúboði, sveitarforseti, Líknarfélagsforseti, biskup og fjarlægur vinur. Við getum öll hjálpað hvert öðru. Við ættum ætíð að starfa af kappi við að bjarga þeim sem eru í neyð“ („Bjarga í einingu,“ aðalráðstefna, október 2014).

Bæta kennslu okkar

Gefið oft vitnisburð. Einfaldur og einlægur vitnisburður ykkar um andlegan sannleika, getur haft máttug áhrif á þá sem þið kennið. Vitnisburður ykkar þarf ekki að vera orðskrúðugur eða langur. Þið getið t.d. gefið einfaldan vitnisburð um það kraftaverk að hafa fagnaðarerindið í lífi ykkar.

Prenta