Nýja testamentið 2023
20.–26. mars. Matteus 13; Lúkas 8; 13: „Hver sem eyru hefur hann heyri“


„20.–26. mars. Matteus 13; Lúkas 8; 13: ‚Hver sem eyru hefur hann heyri,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„20.–26. mars. Matteus 13; Lúkas 8; 13,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

korn tilbúið til uppskeru

20.–26. mars

Matteus 13; Lúkas 813

„Hver sem eyru hefur hann heyri“

Þegar þið lesið, hugsið ykkur þá hvaða spurningar meðlimir bekkjarins gætu haft þegar þeir reyna að skilja boðskap dæmisagnanna. Hvað gæti verið torskilið? Hvernig getur nám ykkar búið ykkur undir að svara spurningum þeirra?

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Lesið með bekknum „Hugmyndir til að bæta persónulegt ritningarnám“ í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla aðferðum sem þeir beittu við nám sitt á Matteusi 13 og Lúkasi 813.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 13:1–23

Við verðum að vera fús í hjarta til að taka á móti orði Guðs.

  • Hvernig getið þið notað dæmisöguna um sáðmanninn til að hvetja meðlimi bekkjarins til að búa hjörtu sín undir að meðtaka orð Guðs? Þið gætuð skrifað lærisveinar og aðrir á töfluna. Biðjið meðlimi bekkjarins að lesa Matteus 13:10–17 og leita að því hvernig frelsarinn lýsir muninum á lærisveinum sínum og öðrum sem heyrðu dæmisögur hans. Biðjið meðlimi bekkjarins síðan að skoða vers 18–23 og leita að því sem gæti valdið því að eyru okkar „heyra illa“ eða augu okkar eru lokuð fyrir andlegum hlutum. Hvaða leiðsögn hljótum við á okkar tíma frá Guði og þjónum hans? Hvernig getum við undirbúið „góða jörð“ til að taka við leiðsögn þeirra? (vers 23).

  • Þið gætuð boðið nokkrum meðlimum bekkjarins að koma undir það búna að kenna hluta úr boðskap Dallin H. Oaks forseta, „Dæmisagan um sáðmanninn“ (aðalráðstefna, apríl 2015). Hverju bætir þessi boðskapur við skilning okkar á dæmisögunni?

Matteus 13:24–35, 44–53

Dæmisögur Jesú hjálpa okkur að skilja vöxt, hlutskipti og gildi kirkju hans.

  • Hvernig getið þið stuðlað að því að meðlimir bekkjarins skilji sannindin um kirkjuna sem kennd eru í dæmisögum Jesú í Matteusi 13? Þið gætuð skráð nokkrar dæmisögur á töfluna (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 291–302). Meðlimir bekkjarins gætu lesið eina eða fleiri dæmisögur, sjálfir eða í fámennum hópum og miðlað því sem þeir læra um vöxt og hlutskipti kirkju Krists.

maður veiðir í net

Himnaríki er eins og net fiskimannsins.

  • Hvað lærum við af dæmisögunni um fjársjóðinn í jörðunni og hina dýrmætu perlu í Matteusi 13:44–46, um gildi þess að tilheyra kirkjunni? Sumir meðlimir bekkjarins (eða fólk sem þeir þekkja) hafa fært fórnir – stórar sem smáar – til að gerast meðlimir kirkjunnar. Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla þeim fórnum sem þeir hafa fært eða séð aðra færa, til að tilheyra kirkjunni. Hvaða blessanir bárust fyrir vikið? Biðjið meðlimi bekkjarins að íhuga hvaða fórnir þeir eru hvattir til að færa fyrir frelsarann.

Matteus 13:24–30, 36–43

Við endalok veraldar mun Drottinn safna saman hinum réttlátu og tortíma hinum ranglátu.

  • Hvernig getið þið hjálpað bekknum að draga lærdóm af dæmisögunni um hveitið og hafrana, sem mun stuðla að trúfesti þeirra sem Síðari daga heilagir? Byrjið á því að biðja meðlim bekkjarins að segja stuttlega frá dæmisögunni og túlkun hennar. Hvaða lexíur fyrir okkar tíma má læra af þessari dæmisögu? Af hverju er mikilvægt að vita að Drottinn leyfir sínum heilögu að „vaxa saman“ (Matteus 13:30) með hinum ranglátu fram að uppskerutímanum? Hvernig getum við haldið trú okkar á Jesú Krist sterkri, þegar illskan er allt um kring? Hvernig getur Kristur liðsinnt okkur? Kenning og sáttmálar 86:1–7 og kennsla öldungs L. Tom Perry í „Fleiri heimildir“ geta veitt aukinn skilning á notkun þessarar dæmisögu á síðari dögum.

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Við ættum að næra það sem gott er.

Öldungur L. Tom Perry kenndi: „Hinn forni óvinur alls mannkyns hefur notað jafn margar blekkingar og hann fær tölu á komið, til að dreifa illgresi út og suður. Hann hefur fundið leiðir til að rjúfa jafnvel friðhelgi heimila okkar. Ranglætið og veraldarhyggjan eru orðin svo útbreidd að ekkert virðist vera hægt að gera til að reita það allt saman í burtu. Það berst með leiðurum og lofti í þau tæki sem við höfum þróað okkur til fræðslu og skemmtunar. Illgresið og hveitið hefur vaxið þéttar saman. Sá ráðsmaður sem heldur við akrinum, verður að leggja sig allan fram við að næra það sem gott er og gera það svo fagurt, að illgresið nái hvorki til auga, né eyra“ („Finna varanlegan frið og þróa eilífar fjölskyldur,“ aðalráðstefna, október 2014).

Bæta kennslu okkar

Hafið kenninguna að þungamiðju kennslunnar. Gætið þess að umræður í námsbekk ykkar einskorðist við grundvallarkenningar í ritningunum. Þið getið gert það með því að biðja nemendur að lesa ritningarnar fyrir fram, gera ritningarnar að þungamiðju í samræðum bekkjarins og biðja meðlimi bekkjarins að gefa vitnisburð sinn um sannar kenningar. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]20–21.)