„13.–19. mars. Matteus 11–12; Lúkas 11: ‚Ég mun veita yður hvíld,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)
„13.–19. mars. Matteus 11–12; Lúkas 11,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
13.–19. mars
Matteus 11–12; Lúkas 11
„Ég mun veita yður hvíld“
Lesið Matteus 11–12 og Lúkas 11 í vikunni áður en þið kennið. Það mun gefa ykkur tíma til að ígrunda og hljóta opinberun um hvað skuli taka fyrir í kennslustundinni.
Hvetjið til miðlunar
Að tileinka okkur reglurnar sem við finnum í ritningunum, er mikilvæg leið til að upplifa mátt orðs Guðs. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir fundu í ritningarnámi þessarar viku, sem hægt er að nýta í daglegu lífi. Að miðla dæmi um hvernig þið tileinkuðuð ykkur ritningarnar, gæti hvatt meðlimi bekkjarins til miðla eigin reynslu.
Kennið kenninguna
Jesús Kristur mun veita okkur hvíld er við reiðum okkur á hann.
-
Í Matteusi 11:28–30 kenndi frelsarinn að hann muni hjálpa okkur að bera byrðar okkar, ef við fylgjum boði hans um að „[taka] á [okkur hans] ok“ (vers 29). Til að stuðla að auknum skilningi meðlima bekkjarins á þessu loforði, gætuð þið sýnt mynd af oki (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur) og sagt frá staðreyndum sem þessum: Ok eru hönnuð til að hjálpa dýrum að bera þungar byrðar eða til að sinna verkum og ok eru oft sérsniðin að hverju dýri. Hvernig auka þessi atriði skilning okkar á Matteusi 11:28–30? Hvaða boð finnum við í þessum versum? Hvaða blessunum er okkur lofað? Þeir gætu einnig miðlað loforði Russell M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir.“
-
Við berum öll byrðar sem máttur Jesú Krists getur gert léttari. Til að hvetja til umræðna um þetta, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að lesa og ræða Matteus 11:28–30 við einhvern annan í bekknum. Í umræðunum væri hægt að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvers konar byrðar gætu einstaklingar borið? Hvað verðum við að gera til að koma til Krists? Hver er merking þess að taka á sig ok Jesú Krists? Hvernig hafið þið fundið frelsarann létta byrðar ykkar, þegar þið hafið snúið ykkur til hans? Meðlimir bekkjarins gætu aukið við skilning sinn í boðskap öldungs Davids A. Bednar, „Bera byrðar þeirra léttilega“ (aðalráðstefna, apríl 2014).
Hvíldardagurinn er dagur fyrir góðverk.
-
Í ákafa yfir að halda hvíldardaginn heilagan, höfðu farísearnir sett fram strangar reglur og manngerðar hefðir, sem að lokum brenglaði skilning þeirra á sönnum tilgangi hvíldardagsins. Til að hefja samræður um það hvers vegna Drottinn gaf okkur hvíldardaginn, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að lesa Matteus 12:1–13 og Þýðingu Josephs Smith, Markús 2:26–27 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki). Hvað kenna þessar frásagnir um tilgang hvíldardagsins? Hvaða aukinn skilning um hvíldardaginn öðlumst við í 2. Mósebók 31:16–17; Jesaja 58:13–14; og Kenningu og sáttmálum 59:9–13? Á hvaða hátt hefur samband okkar við frelsarann breyst, þegar við höfum reynt að halda hvíldardag hans heilagan?
-
Á meðan farísearnir lögðu áherslu á fjölda ítarlegra reglna um hvíldardaginn, þá kenndi frelsarinn einföld lífsgildi: „Það er … leyfilegt að gera góðverk á hvíldardegi“ (Matteus 12:12). Hvaða lífsgildi til viðbótar hjálpa okkur að halda hvíldardaginn heilagan? (sjá orð Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“). Af hverju eru lífsgildi áhrifaríkari en listi af reglum, þegar við reynum að verða andlega sjálfbjarga?
-
Boðskapur Russells M. Nelson forseta, „Hvíldardagurinn er feginsdagur“ (aðalráðstefna, apríl 2015) og myndböndin með leiðsögn öldungs Jeffreys R. Holland í „Fleiri heimildir“ gætu auðgað umræðurnar um hvíldardaginn.
Fleiri heimildir
Tengja ok ykkar Jesú Kristi.
Russell M. Nelson forseti kenndi: „Þið komið til Krists til að tengja ok ykkar honum og mætti hans, svo þið dragið ekki byrðar lífsins einsömul. Þið dragið byrðar lífsins með ok ykkar tengt frelsara og lausnara heimsins og skyndileg verða vandamál ykkar léttari, sama hversu alvarleg þau eru“ („The Mission and Ministry of the Savior: A Discussion with Elder Russell M. Nelson,“ Ensign, júní 2005, 18).
„Hvaða teikn vil ég gefa Guði?“
Russell M. Nelson forseti kenndi: „Þegar ég þurfti að taka ákvörðun um hvort eitthvað væri viðeigandi eða ekki á hvíldardegi, þá spurði ég einfaldlega sjálfan mig: ‚Hvaða teikn vil ég gefa Guði?‘ Þessi spurning gerði mér kleift að greina glögglega á milli valkosta á hvíldardegi“ („Hvíldardagurinn er feginsdagur,“ aðalráðstefna, apríl 2015).
Blessanir þess að virða hvíldardaginn.
Í þriggja myndbanda syrpu, kenndi öldungur Jeffrey R. Holland um blessanir þess að virða hvíldardaginn: „Upon My Holy Day—Getting Closer to God,“ „Upon My Holy Day—Honoring the Sabbath,“ og „Upon My Holy Day—Rest and Renewal“ (ChurchofJesusChrist.org).