Handbækur og kallanir
1. Áætlun Guðs og hlutverk ykkar í starfi sáluhjálpar og upphafningar


„1. Áætlun Guðs og hlutverk ykkar í starfi sáluhjálpar og upphafningar,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„1. Starf sáluhjálpar og upphafningar,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
karlar byggja hús

1.

Áætlun Guðs og hlutverk ykkar í starfi sáluhjálpar og upphafningar

1.0

Inngangur

Þið hafið verið kölluð til að þjóna í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hafið þakkir fyrir þjónustu ykkar. Þið munuð blessa líf og upplifa gleði er þið þjónið trúfastlega.

Þessi handbók mun hjálpa ykkur að læra reglur kristilegrar þjónustu og skilja ábyrgðarskyldur ykkar. Þið náið bestum árangri með því að laga þjónustu ykkar í kirkjunni að verki Guðs föðurins og sonar hans, Jesú Krists.

1.1

Áætlun Guðs um hamingju

Himneskur faðir sá okkur fyrir hamingjuáætlun, til að gera okkur mögulegt að njóta allra sinna blessana. Verk hans og dýrð er að „gera ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“ (HDP Móse 1:39).

Jesús Kristur er þungamiðjan í áætlun Guðs. Vegna óendanlegs kærleika himnesks föður til okkar, sendi hann son sinn til að endurleysa okkur frá synd og dauða með friðþægingarfórn hans (sjá Jóhannes 3:16). Með friðþægingu sinni, tryggir Jesús Kristur að sérhvert okkar sem fæðist á jörðu muni rísa upp og hljóta ódauðleika. Friðþæging hans gerir okkur líka mögulegt að hreinsast af synd og hljóta breytingu hjartans, svo við getum hlotið eilíft líf og fyllingu gleði.

Til þess að öðlast eilíft líf, verðum við að „[koma til Krists og fullkomnast í honum]“ (Moróní 10:32).

1.2

Starf sáluhjálpar og upphafningar

Þegar við komum til Krists og hjálpum öðrum að gera slíkt hið sama, tökum við þátt í sáluhjálpar- og upphafningarstarfi Guðs. Æðstu boðorðin tvö, að elska Guð og elska náungann, eru undirstaða þessa starfs (sjá Matteus 22:37–39).

Sáluhjálpar- og upphafningarstarfið beinist að fjórum guðlega útnefndum ábyrgðarskyldum.

Þessi handbók mun hjálpa ykkur að skilja þessi fjögur svið í verki Guðs. Heilagur andi mun leiðbeina ykkur er þið gerið ykkar hlut í að framfylgja þeim (sjá 2. Nefí 32:5).

1.2.1

Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists

Að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, felur í sér að:

  • Iðka trú á Jesú Krist, iðrast daglega, gera sáttmála við Guð þegar við meðtökum helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar og stöndumst allt til enda með því að halda þá sáttmála (sjá 3.5.1).

  • Læra og kenna fagnaðarerindi Jesú Krists heima og í kirkju.

  • Verða sjálfbjarga í því að sjá fyrir okkur sjálfum og fjölskyldum okkar, bæði andlega og stundlega.

1.2.2

Annast hina nauðstöddu

Að annast hina nauðstöddu, felur í sér að:

  • Þjóna einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum.

  • Deila úrræðum, þar á meðal aðstoð kirkjunnar, með hinum þurfandi.

  • Hjálpa öðrum að verða sjálfbjarga.

1.2.3

Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu

Að bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu, felur í sér að:

  • Taka þátt í trúboðsstarfi og þjóna sem trúboðar.

  • Hjálpa nýjum og endurkomnum kirkjumeðlimum að vaxa á sáttmálsveginum.

1.2.4

Sameina fjölskyldur eilíflega

Að sameina fjölskyldur eilíflega, felur í sér að:

  • Gera sáttmála þegar við meðtökum eigin musterishelgiathafnir.

  • Uppgötva látna áa okkar og framkvæma helgiathafnir fyrir þá í musterinu, svo þeir geti gert sáttmála við Guð.

  • Fara reglulega í musterið, þar sem það er hægt, til að tilbiðja Guð og framkvæma helgiathafnir fyrir börn hans.

1.3

Tilgangur kirkjunnar

Jesús Kristur stofnaði kirkju sína til að gera einstaklingum og fjölskyldum mögulegt að taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá Efesusbréfið 4:11–13; sjá einnig 2.2 í þessari handbók). Til að hjálpa við að framfylgja þessum guðlega tilgangi, veita kirkjan og leiðtogar hennar:

  • Vald og lykla prestdæmisins.

  • Sáttmála og helgiathafnir.

  • Spámannlega leiðsögn.

  • Ritningarnar.

  • Stuðning við trúarnám og kennslu.

  • Tækifæri til þjónustu og leiðtogastarfs.

  • Samfélag heilagra.

1.3.1

Vald og lyklar prestdæmisins

Guð framkvæmir starf sáluhjálpar og upphafningar með prestdæminu. Prestdæmisvaldið og lyklarnir sem þarf til að stjórna verki Guðs á jörðu, voru endurreist spámanninum Joseph Smith (sjá Kenning og sáttmálar 110:11–16; 112:30). Kirkjuleiðtogar okkar tíma hafa þessa lykla. Þeir kalla og veita öðrum umboð til að aðstoða í verki Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 107:8, 65–67).

1.3.2

Sáttmálar og helgiathafnir

Í áætlun himnesks föður, gerum við sáttmála þegar við meðtökum helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar, til að mynda skírn (sjá Jóhannes 3:5; sjá einnig kafla 18 í þessari handbók). Þessir sáttmálar og helgiathafnir eru okkur nauðsynleg til að verða líkari Guði og snúa til dvalar í návist hans (sjá Kenning og sáttmálar 84:19–22).

1.3.3

Spámannleg leiðsögn

Guð opinberar sannleika með spámanni sínum og veitir innblásna leiðsögn og aðvaranir (sjá Amos 3:7; Kenning og sáttmálar 1:4). Sú leiðsögn hjálpar okkur að fara inn á og vera áfram á veginum sem leiðir til eilífs lífs.

1.3.4

Ritningarnar

Undir handleiðslu spámanna og postula Drottins, sér kirkjan okkur fyrir orði Guðs og varðveitir það, eins og það er sett fram í heilögum ritningum. Ritningarnar bera vitni um Krist, kenna fagnaðarerindi hans og hjálpa okkur að iðka trú á hann (sjá Jakob 7:10–11; Helaman 15:7).

1.3.5

Stuðningur við trúarnám og kennslu

Kirkjan styður einstaklinga og fjölskyldur í þeirri ábyrgð þeirra að læra sannleika fagnaðarerindisins og kenna fjölskyldumeðlimum og öðrum þann sannleika (sjá Kenning og sáttmálar 88:77–78, 118; sjá einnig 2.2.3 í þessari handbók).

1.3.6

Tækifæri til þjónustu og leiðtogastarfs

Guð veitir meðlimum tækifæri til að þjóna og leiða með köllunum og verkefnum í kirkjunni. Kirkjan býr yfir skipulagi til að hjálpa nauðstöddum meðlimum og veita öðrum mannúðaraðstoð (sjá Mósía 18:27–29).

1.3.7

Samfélag heilagra

Sem samfélag heilagra, koma kirkjumeðlimir reglubundið saman til að tilbiðja Guð og minnast frelsarans, með því að meðtaka sakramentið (sjá Moróní 6:4–6; Kenning og sáttmálar 20:77). Meðlimir annast líka hver annan og þjóna hver öðrum (sjá Efesusbréfið 2:19).

1.4

Hlutverk ykkar í verki Guðs

Þið, sem leiðtogar í kirkjunni, eru kölluð til að kenna og styðja þá sem þið þjónið, er þau taka þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá 1.2). Þið berið þá ábyrgð að framfylgja köllun ykkar og „[kenna] … orð Guðs af fullri kostgæfni“ (Jakob 1:19). Að starfa með Drottni í víngarði hans, mun veita ykkur mikla gleði (sjá Jakob 5:70–72).

Að hafa skýran skilning á verki Guðs, á því sem hann býður ykkur að gera og á tilgangi kirkju hans, mun gera ykkur einbeittari í því að leiða sálir til Krists.

Kynnið ykkur oft reglurnar í þessum kafla. Leitist við að vita í bænaranda hvernig þið getið hjálpað við að koma tilgangi Guðs til leiðar í lífi þeirra sem þið þjónið. Guð mun leiða ykkur með hvatningu heilags anda.

Prenta