Handbækur og kallanir
6. Stikuleiðtogar


„6. Stikuleiðtogar,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„6. Stikuleiðtogar,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
leiðtogi ræðir við fjölskyldu

6.

Stikuleiðtogar

6.1

Tilgangur stiku

Jesaja lýsti Síon á síðari dögum sem tjaldi eða tjaldbúð sem fest væri niður með stikum (sjá Jesaja 33:20; 54:2).

Drottinn stofnar stikur fyrir „[samansöfnun]“ fólks síns og svo þær megi verða „vörn og athvarf“ frá heiminum (Kenning og sáttmálar 115:6).

6.2

Stikuforsætisráð

Stikuforseti hefur prestdæmislyklana til að leiða starf kirkjunnar í stiku (sjá 3.4.1). Hann og ráðgjafar hans skipa stikuforsætisráð. Þeir annast stikumeðlimi af kærleika og hjálpa þeim að verða sannir fylgjendur Jesú Krists.

Stikuforsetinn hefur fjórar meginskyldur:

  1. Hann er ráðandi háprestur í stikunni.

  2. Hann leiðir starf sáluhjálpar og upphafningar í stiku.

  3. Hann er almennur dómari.

  4. Hann hefur yfirumsjá með skýrslum, fjármálum og eignum.

6.3

Munurinn á valdi umdæmisforseta og stikuforseta

Í hverju umdæmi meðlima er Melkísedeksprestdæmishafi kallaður sem umdæmisforseti. Hann þjónar líkt og stikuforseti en eftirfarandi munur er þar á:

  • Hann er ekki forseti háprestasveitar. Slíkar sveitir eru einungis skipulagðar í stikum.

  • Með samþykki trúboðsforseta, getur umdæmisforseti haft viðtal við bróður til vígslu öldungs. Umdæmisforseti, eða einhver undir hans handleiðslu, getur líka (1) kynnt bróður til stuðnings og (2) framkvæmt vígsluna (sjá 18.10.1.3, 18.10.3, and 18.10.4). Umdæmisforseti getur þó ekki vígt patríarka, hápresta eða biskupa.

  • Með samþykki trúboðsforseta, getur umdæmisforseti sett greinarforseta í embætti (sjá 18.11).

  • Hann leysir ekki af fastatrúboða.

  • Hann hefur ekki musterismeðmælaviðtöl eða undirritar musterismeðmæli (sjá 26.3.1).

  • Hann tekur ekki þátt í aðildarráði, nema hann sé tilnefndur til þess af trúboðsforseta.

6.5

Háráð

Stikuforsætisráð kallar tólf hápresta til að skipa stikuháráð (sjá Kenning og sáttmálar 102:1; 124:131).

6.5.1

Fulltrúi stikuforsætisráðs

Stikuforsætisráð tilnefnir háráðsmann fyrir hverja deild í stiku.

Stikuforsætisráð tilnefnir líka háráðsmann fyrir hverja öldungasveit í stiku.

Stikuforsætisráð getur tilnefnt háráðsmenn til að kenna eftirfarandi leiðtogum ábyrgðarskyldur þeirra varðandi musteris- og ættarsögustarf og trúboðsstarf:

  • Forsætisráðum öldungasveita

  • Deildartrúboðsleiðtogum

  • Deildarleiðtogum musteris- og ættarsögustarfs

6.7

Stikusamtök

Líknarfélagið, Stúlknafélagið, Barnafélagið, sunnudagaskólinn og Piltafélagið er hvert um sig leitt af forseta. Þessir forsetar þjóna undir handleiðslu stikuforsætisráðs.

Meginskyldur þessara leiðtoga eru að aðstoða stikuforsætisráð og leiðbeina og styðja forsætisráð deildarsamtaka.

6.7.1

Forsætisráð Líknarfélags, Stúlknafélags, Barnafélags og sunnudagaskóla í stiku

Meðlimir þessara forsætisráða hafa eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Þjóna í stikuráði (aðeins forsetar).

  • Kenna nýkölluðum forsætisráðum deildarsamtaka.

  • Bjóða áframhaldandi stuðning og fræðslu. Eiga reglubundið samskipti við forsætisráð deildarsamtaka til að þekkja þarfir þeirra, ræða þarfir meðlimanna sem þeir þjóna og miðla upplýsingum frá stikuforsætisráði.

  • Leiðbeina forsætisráðum deildarsamtaka á stikuleiðtogafundum (sjá 29.3.4).

6.7.2

Forsætisráð Piltafélags í stiku

Forsætisráð Piltafélags í stiku hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Þjónar sem úrræði fyrir biskupsráð í ábyrgðarskyldum þess varðandi Aronsprestdæmisbræður.

  • Þjónar í ungmennaleiðtoganefnd stiku (sjá 29.3.10).

  • Skipuleggur og samræmir athafnir og búðir Aronsprestdæmisins í stiku, undir handleiðslu stikuforsætisráðs.

Prenta