Handbækur og kallanir
7. Biskupsráð


„7. Biskupsráð,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„7. Biskupsráð,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
karlmaður talar í ræðustól

7.

7. Biskupsráð

7.1

Biskup og ráðgjafar hans

Biskup hefur prestdæmislyklana til að leiða starf kirkjunnar í deild (sjá 3.4.1). Hann og ráðgjafar hans skipa biskupsráð.

Biskup hefur fimm meginábyrgðarskyldur:

  • Hann er ráðandi háprestur í deild.

  • Hann er forseti Aronsprestdæmisins.

  • Hann er almennur dómari.

  • Hann samræmir starf sáluhjálpar og upphafningar, þar með talið að annast hina þurfandi.

  • Hann hefur yfirumsjá með skýrslum, fjármálum og notkun samkomuhússins.

Mikilvægasta ábyrgð biskups er hin upprennandi kynslóð í deild (börnin, ungmennin og einhleypa unga fólkið). Hann úthlutar mörgum verkefnum til að geta helgað sig þessari ábyrgð (sjá 4.2.5).

7.1.1

Ráðandi háprestur

Biskup er andlegur aðalleiðtogi deildar.

7.1.1.1

Deildarsamtök og prestdæmissveitir

Biskup ber ábyrgð á Líknarfélagi og Stúlknafélagi. Hann felur ráðgjöfum sínum að bera ábyrgð á sunnudagaskóla, Barnafélagi og annarri dagskrá deildar.

Ábyrgðarskyldur biskups gagnvart Aronsprestdæmissveitum eru tilgreindar í 7.1.2. Ábyrgðarskyldur biskups gagnvart öldungasveitum eru tilgreindar í 8.3.1.

7.1.1.2

Helgiathafnir og blessanir

Biskup hefur yfirumsjá með þjónustu eftirfarandi helgiathafna og blessana í deild:

  • Sakramenti

  • Nafngjöf og blessun barna

  • Skírn og staðfestingu 8 ára barna á skrá (sjá 31.2.3.2 fyrir trúskiptinga)

  • Veitingu Aronsprestdæmisins og vígslu til embætta djákna, kennara og prests

7.1.1.3

Ráð, fundir og samkomur

Biskup leiðir deildarráð og ungmennaráð deildar (sjá 29.2.5 og 29.2.6).

Biskupsráð skipuleggur sakramentissamkomu og aðra deildarfundi sem tilgreindir eru í kafla 29.

7.1.1.4

Kallanir og afleysingar

Ábyrgðarskyldur biskups gagnvart köllunum og aflausnum eru tilgreindar í kafla 30.

7.1.2

Forseti Aronsprestdæmisins

Biskup hefur eftirfarandi ábyrgð sem forseti Aronsprestdæmisins í deild. Hann nýtur aðstoðar ráðgjafa sinna.

  • Styður foreldra við kennslu ungmenna.

  • Hefur yfirumsjá með Aronsprestdæmissveitum og námsbekkjum Stúlknafélagsins. Biskup er forseti prestasveitar (sjá Kenning og sáttmálar 107:87–88). Kennarasveit er ábyrgð fyrsta ráðgjafa hans. Djáknasveit er ábyrgð annars ráðgjafa hans.

  • Á samráð við Stúlknafélagsforseta.

  • Á reglubundið viðtöl við öll ungmenni.

7.1.3

Almennur dómari

Biskup er almennur dómari í deildinni (sjá Kenning og sáttmálar 107:71–74). Hann hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Hjálpar ungmennum og fullorðnum að verða hæf og verðug musterismeðmæla.

  • Hefur viðtöl eins og tilgreint er í 31.2.

  • Hefur viðtöl við meðlimi sem leita andlegrar leiðsagnar, eru íþyngdir persónulegum vanda eða hafa drýgt alvarlegar syndir og hjálpar þeim að nota hinn læknandi mátt Jesú Krists.

  • Hefur aðildarráðsfundi eftir þörfum, undir handleiðslu stikuforseta. Sjá kafla 32 fyrir leiðbeiningar.

7.1.4

Samræma starf sáluhjálpar og upphafningar

Biskup samræmir starf sáluhjálpar og upphafningar í deild (sjá kafla 1). Hann nýtur aðstoðar ráðgjafa sinna og annarra deildarleiðtoga.

7.1.4.1

Leiðandi starf við umönnun þeirra sem hafa stundlegar þarfir

Sjá 22.6.1 fyrir frekari upplýsingar um hvernig biskup annast hina þurfandi.

7.1.5

Skýrslur, fjármál og samkomuhús

Sjá kafla 33 fyrir upplýsingar um skýrslur. Sjá kafla 34 fyrir upplýsingar um fjármál, þar með talið tíund. Sjá kafla 35 fyrir upplýsingar um samkomuhús.

7.3

Framkvæmdarritari deildar og aðstoðarframkvæmdarritari deildar

Biskupsráð mælir með Melkísedeksprestdæmishafa til þjónustu sem framkvæmdarritari deildar.

Hann hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Á fund með biskupsráði og undirbýr dagskrá eins og mælt er fyrir.

  • Þjónar sem meðlimur í deildarráði og sækir deildarráðsfundi.

  • Tímasetur viðtalsfundi fyrir biskupsráð.

7.4

Ritari deildar og aðstoðarritari deildar

Ábyrgðarskyldur ritara deildar og aðstoðarritara deildar eru tilgreindar í 33.4.2.

Prenta