„8. Öldungasveit,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).
„8. Öldungasveit,“ Valið efni úr Almennri handbók
8.
Öldungasveit
8.1
Tilgangur og skipulag
8.1.1
Tilgangur
Verðugir karlmenn, 18 ára og eldri, geta hlotið Melkísedeksprestdæmið og verið vígðir til embættis öldungs. Karlmaður sem er vígður til þessa embættis, gerir helgan sáttmála um að aðstoða Guð við að framkvæma verk hans (sjá Kenning og sáttmálar 84:33–44).
8.1.2
Meðlimaaðild í öldungasveit
Í hverri deild er öldungasveit. Í henni eru eftirtaldir bræður:
-
Allir öldungar í deildinni.
-
Allir verðandi öldungar í deildinni (sjá 8.4).
-
Allir háprestar í deildinni, nema þeir sem þegar þjóna í stikuforsætisráði, í biskupsráði, í háráði eða sem patríarkar.
Piltur getur hafið að sækja öldungasveitarfundi þegar hann verður 18 ára, jafnvel þótt hann hafi ekki enn verið vígður öldungur. Við 19 ára aldur, eða þegar hann flytur að heiman, eins og til að fara í háskóla eða þjóna í trúboði, ætti hann að vera vígður öldungur, ef hann er þess verðugur.
Giftir karlmenn undir 18 ára eru verðandi öldungar og líka meðlimir öldungasveitar.
8.2
Þátttaka í starfi sáluhjálpar og upphafningar
8.2.1
Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists
8.2.1.2
Trúarnám á sveitarfundum
Fundir eru hafðir annan og fjórða sunnudag mánaðar. Þeir standa yfir í 50 mínútur. Forsætisráð öldungasveitar skipuleggur þessa fundi. Meðlimur forsætisráðsins stjórnar.
Sveitarfundir taka fyrir efni í einni eða fleiri ræðum frá síðustu aðalráðstefnu.
8.2.1.3
Athafnir
Forsætisráð öldungasveitar getur skipulagt athafnir. Flestar athafnir fara fram á öðrum tímum en sunnudags- eða mánudagskvöldum.
8.2.2
Annast hina nauðstöddu
8.2.2.1
Hirðisþjónusta
Meðlimir öldungasveitar fá úthlutað verkefnum í hirðisþjónustu frá forsætisráði öldungasveitar. Sjá kafla 21 fyrir frekari upplýsingar.
8.2.2.2
Skammtímaþarfir
Þjónandi bræður leitast við að skilja og bregðast við þörfum þeirra sem þeir þjóna. Meðlimir gætu þurft skammtímaaðstoð vegna veikinda, fæðingar, dauðsfalla, atvinnumissis og af öðrum ástæðum.
Þegar þörf er á, biðja þjónandi bræður forsætisráð öldungasveitar um hjálp.
8.2.2.3
Langtímaþarfir og sjálfsbjörg
Eins og biskup hefur samræmt, hjálpa forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags meðlimum varðandi langtímaþarfir og sjálfsbjargarviðleitni.
Öldungasveitarforseti, Líknarfélagsforseti eða annar leiðtogi, hjálpar einstaklingi eða fjölskyldu að þróa sjálfsbjargaráætlun. Þjónandi bræður eða systur geta líka hjálpað við áætlunina.
8.2.2.4
Þegar meðlimur deildar deyr
Þegar meðlimur deildar deyr, bjóða forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags fram huggun og aðstoð. Þau geta aðstoðað við útförina, undir handleiðslu biskups.
Sjá kafla 38.5.8 fyrir frekari upplýsingar.
8.2.3
Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu
Öldungasveitarforseti felur meðlim forsætisráðsins að aðstoða við að leiða trúboðsstarf meðlima í deild. Hann starfar með tilnefndum meðlim forsætisráðs Líknarfélags við að samræma þetta starf.
8.2.4
Sameina fjölskyldur eilíflega
Öldungasveitarforseti felur meðlim forsætisráðsins að aðstoða við að leiða musteris- og ættarsögustarf í deild. Hann starfar með tilnefndum meðlim forsætisráðs Líknarfélags við að samræma þetta starf.
Sjá 25.2.2.
8.3
Leiðtogar öldungasveitar
8.3.1
Stikuforsætisráð og biskup
Öldungasveitarforseti er beint ábyrgur gagnvart stikuforsætisráði. Hann á reglubundið fund með fulltrúa þess forsætisráðs, til leiðsagnar og greinargerðar um skyldur sínar.
Öldungasveitarforseti fær líka leiðsögn frá biskupi, sem er ráðandi embættismaður deildar. Þeir funda saman reglubundið.
8.3.2
Háráðsmaður
Stikuforsætisráð tilnefnir háráðsmann í hverja öldungasveit sem fulltrúa sinn. Ábyrgðarskyldur hans eru tilgreindar í 6.5.
8.3.3
Forsætisráð öldungasveitar
8.3.3.1
Kalla forsætisráð öldungasveitar
Eftir að hafa ráðfært sig við biskup, kallar stikuforsetinn öldung eða háprest til að þjóna sem öldungasveitarforseti.
Ef einingin er nægilega fjölmenn, mælir öldungasveitarforseti með einum eða tveimur öldungum eða háprestum við stikuforseta til að þjóna sem ráðgjafar sínir.
8.3.3.2
Ábyrgðarskyldur
Öldungasveitarforseti hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur. Hann nýtur aðstoðar ráðgjafa sinna.
-
Þjónar í deildarráði.
-
Leiðir starf og þátttöku sveitarinnar í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá kafla 1).
-
Skipuleggur og hefur yfirumsjá með þjónustu bræðra í hirðisþjónustu.
-
Ráðgast við fullorðna meðlimi deildarinnar, undir handleiðslu biskups.
-
Samræmir það starf öldungasveitar að styrkja unga fullorðna bræður, bæði einhleypa og gifta.
-
Hefur viðtal við hvern sveitarmeðlim í einrúmi, hið minnsta einu sinni á ári.
-
Kennir sveitarmeðlimum prestdæmisskyldur þeirra (sjá Kenning og sáttmálar 107:89). Í því felst að kenna þeim hvernig nota á prestdæmið við framkvæmd helgiathafna og veitingu blessana.
-
Hefur yfirumsjá með skýrslum og fjármálum (sjá LCR.ChurchofJesusChrist.org).
8.3.3.3
Fundur forsætisráðs
Forsætisráð öldungasveitar og ritari funda saman reglubundið. Forsetinn stjórnar þessum fundum. Sá háráðsmaður sem tilnefndur er fyrir sveitina sækir hann annað veifið.
Dagskráin gæti verið eins og eftirfarandi:
-
Skipuleggja hvernig styrkja á meðlimi sveitarinnar (þar á meðal verðandi öldunga) og fjölskyldur þeirra.
-
Samræma trúboðsstarf og musteris- og ættarsögustarf.
-
Bregðast við verkefnum frá deildarráðsfundum.
-
Fara yfir upplýsingar frá þjónustuviðtölum.
-
Íhuga bræður til að þjóna í köllunum og verkefnum.
-
Skipuleggja sveitarfundi og athafnir.
8.3.4
Ritari
Með samþykki biskups, getur meðlimur í forsætisráði öldungasveitar kallað sveitarmeðlim til að vera ritari sveitarinnar.
8.4
Hjálpa verðandi öldungum að búa sig undir að taka á móti Melkísedeksprestdæminu
Verðandi öldungur er karlkyns kirkjumeðlimur sem ekki hefur hlotið Melkísedeksprestdæmið og (1) er 19 ára eða eldri eða (2) yngri en 19 ára og giftur.
Það er eitt af forgangsverkefnum sveitarforsætisráðsins að hjálpa verðandi öldungum að búa sig undir að hljóta Melkísedeksprestdæmið.