Handbækur og kallanir
9. Líknarfélagið


„9. Líknarfélagið,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„9. Líknarfélagið,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
konur læra í ritningum

9.

Líknarfélagið

9.1

Tilgangur og skipulag

9.1.1

Tilgangur

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi að tilgangur Líknarfélagsins væri að frelsa sálir og líkna þjáðum.

Kjörorð Líknarfélagsins eru „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ (1. Korintubréf 13:8).

9.1.2

Meðlimaaðild í Líknarfélaginu

Stúlka getur byrjað að sækja Líknarfélagið þegar hún verður 18 ára. Við 19 ára aldur eða þegar hún flytur að heiman, eins og til að fara í háskóla eða þjóna í trúboði, ætti hún að taka þátt í Líknarfélaginu.

Giftar konur undir 18 ára eru líka meðlimir Líknarfélagsins.

9.2

Þátttaka í starfi sáluhjálpar og upphafningar

9.2.1

Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists

9.2.1.2

Trúarnám á Líknarfélagsfundum

Fundir eru hafðir annan og fjórða sunnudag mánaðar. Þeir standa yfir í 50 mínútur. Forsætisráð Líknarfélags skipuleggur þessa fundi. Meðlimur forsætisráðsins stjórnar.

Líknarfélagsfundir taka fyrir efni í einni eða fleiri ræðum frá síðustu aðalráðstefnu.

9.2.1.3

Athafnir

Forsætisráð Líknarfélags getur skipulagt athafnir. Flestar athafnir fara fram á öðrum tímum en sunnudags- eða mánudagskvöldum.

9.2.2

Annast hina nauðstöddu

9.2.2.1

Hirðisþjónusta

Systrum er úthlutað verkefnum í hirðisþjónustu frá forsætisráði Líknarfélags. Sjá kafla 21 fyrir frekari upplýsingar.

9.2.2.2

Skammtímaþarfir

Þjónandi systur leitast við að skilja og bregðast við þörfum þeirra sem þær þjóna. Meðlimir gætu þurft skammtímaaðstoð vegna veikinda, fæðingar, dauðsfalla, atvinnumissis og af öðrum ástæðum.

Þegar þörf er á, biðja þjónandi systur forsætisráð Líknarfélags um hjálp.

9.2.2.3

Langtímaþarfir og sjálfsbjörg

Eins og biskup hefur samræmt, hjálpa forsætisráð Líknarfélags og öldungasveitar meðlimum varðandi langtímaþarfir og sjálfsbjargarviðleitni.

Líknarfélagsforseti, öldungasveitarforseti eða annar leiðtogi, hjálpar einstaklingi eða fjölskyldu að þróa sjálfsbjargaráætlun.

9.2.2.4

Þegar meðlimur deildar deyr

Þegar meðlimur deildar deyr, bjóða forsætisráð Líknarfélags og öldungasveitar fram huggun og aðstoð. Þau geta aðstoðað við útförina, undir handleiðslu biskups.

Sjá kafla 38.5.8 fyrir frekari upplýsingar.

9.2.3

Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu

Líknarfélagsforseti felur meðlim forsætisráðsins að aðstoða við að leiða trúboðsstarf meðlima í deild. Hún starfar með tilnefndum meðlim forsætisráðs öldungasveitar við að samræma þetta starf (sjá 23.5.1).

9.2.4

Sameina fjölskyldur eilíflega

Líknarfélagsforseti felur meðlim forsætisráðsins að aðstoða við að leiða musteris- og ættarsögustarf í deild. Hún starfar með tilnefndum meðlim forsætisráðs öldungasveitar við að samræma þetta starf (sjá 25.2.2).

9.3

Leiðtogar Líknarfélagsins

9.3.1

Biskup

Biskup fundar venjulega með Líknarfélagsforseta mánaðarlega. Þau ræða starf sáluhjálpar og upphafningar, þar á meðal þjónustu systra í hirðisþjónustu.

9.3.2

Forsætisráð Líknarfélagsins

9.3.2.1

Kalla forsætisráð Líknarfélagsins

Biskupinn kallar konu til að þjóna sem Líknarfélagsforseti deildar. Ef einingin er nægilega fjölmenn, mælir hún með einni eða tveimur konum til að vera ráðgjafar hennar.

Sumar fámennar einingar hafa ef til vill ekki forseta Stúlknafélags eða Barnafélags. Í slíkum einingum, getur Líknarfélagsforseti hjálpað foreldrum að skipuleggja kennslu fyrir ungmenni og börn.

9.3.2.2

Ábyrgðarskyldur

Líknarfélagsforseti hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur. Hún nýtur aðstoðar ráðgjafa sinna.

  • Þjónar í deildarráði.

  • Leiðir starf og þátttöku Líknarfélags í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá kafla 1).

  • Skipuleggur og hefur yfirumsjá með þjónustu systra í hirðisþjónustu.

  • Ráðgast við fullorðna meðlimi deildar, undir handleiðslu biskups.

  • Samræmir það starf Líknarfélags að styrkja ungar fullorðnar systur, bæði einhleypar og giftar.

  • Hefur viðtal við hvern meðlim Líknarfélagsins í einrúmi, hið minnsta einu sinni á ári.

  • Hefur yfirumsjá með skýrslum, greinargerðum og fjármálum (sjá LCR.ChurchofJesusChrist.org).

9.3.2.3

Fundur forsætisráðs

Forsætisráð Líknarfélags og ritari funda saman reglubundið. Forsetinn stjórnar þessum fundum. Dagskráin gæti verið eins og eftirfarandi:

  • Skipuleggja hvernig styrkja á systur og fjölskyldur þeirra.

  • Samræma trúboðsstarf og musteris- og ættarsögustarf.

  • Bregðast við verkefnum frá deildarráðsfundum.

  • Fara yfir upplýsingar frá þjónustuviðtölum.

  • Íhuga systur til að þjóna í köllunum og verkefnum Líknarfélagsins.

  • Skipuleggja Líknarfélagsfundi og athafnir.

9.3.3

Ritari

Forsætisráð Líknarfélagsins getur mælt með systur til að þjóna sem Líknarfélagsritari.

9.4

Hjálpa stúlkum að búa sig undir þátttöku í Líknarfélaginu

Forsætisráð Líknarfélagsins starfar með stúlkum, foreldrum þeirra og Stúlknafélagsleiðtogum við að hjálpa stúlkum að búa sig undir þátttöku í Líknarfélaginu.

Leiðtogar veita líka stúlkum og Líknarfélagssystrum viðvarandi tækifæri til að þróa samband sín á milli. Að þjóna saman sem þjónandi systur, er ein dýrmæt leið til að mynda samband.

9.6

Fleiri leiðbeiningar og reglur

9.6.2

Læsi

Líknarfélagið starfar eftir þörfum með biskupi, forsætisráði öldungasveitar og deildarráði við að hjálpa meðlimum að læra að lesa og skrifa.

Prenta