„10. Aronsprestdæmissveitir,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).
„10. Aronsprestdæmissveitir,“ Valið efni úr Almennri handbók
10.
Aronsprestdæmissveitir
10.1
Tilgangur og skipulag
10.1.1
Tilgangur
Tilgangur sveitar er að hjálpa prestdæmishöfum að starfa saman við að framfylgja starfi sáluhjálpar og upphafningar.
10.1.2
Þema Aronsprestdæmissveitar
„Ég er ástkær sonur Guðs og hann ætlar mér verk að vinna.
Ég mun elska Guð af öllu hjarta, mætti, huga og styrk, halda sáttmála mína og nota prestdæmið til að þjóna öðrum, fyrst á eigin heimili.
Ég mun þjóna, iðka trú, iðrast og bæta mig dag hvern og gera mig hæfan til að hljóta blessanir musterisins og varanlega gleði fagnaðarerindisins.
Ég mun keppa að því að verða kostgæfinn trúboði, tryggur eiginmaður og ástríkur faðir, með því að vera sannur lærisveinn Jesú Krists.
Ég mun gera mitt til að búa heiminn undir Síðari komu frelsarans, bjóða öllum að koma til Krists og hljóta blessanir friðþægingar hans.“
10.1.3
Sveitir
10.1.3.1
Djáknasveit
Piltar fara í djáknasveit í byrjun janúar á því ári sem þeir verða 12 ára. Á þeim tíma eru þeir líka hæfir til að verða vígðir sem djáknar, ef þeir eru undirbúnir og verðugir.
Skyldur djákna eru tilgreindar í Kenningu og sáttmálum 20:57–59; 84:111. Aðrar skyldur eru að útdeila sakramentinu og aðstoða biskup við að „[starfa] að stundlegum málum“ (Kenning og sáttmálar 107:68).
10.1.3.2
Kennarasveit
Piltar fara í kennarasveit í byrjun janúar á því ári sem þeir verða 14 ára. Á þeim tíma eru þeir líka hæfir til að verða vígðir sem kennarar, ef þeir eru undirbúnir og verðugir.
Kennarar hafa sömu skyldur og djáknar. Þeir undirbúa líka sakramentið og þjóna við hirðisþjónustu. Fleiri skyldur eru tilgreindar í Kenningu og sáttmálum 20:53–59; 84:111.
10.1.3.3
Prestasveit
Piltar fara í prestasveit í byrjun janúar á því ári sem þeir verða 16 ára. Á þeim tíma eru þeir líka hæfir til að verða vígðir sem prestar, ef þeir eru undirbúnir og verðugir.
Prestar hafa sömu skyldur og djáknar og kennarar. Fleiri skyldur eru tilgreindar í Kenningu og sáttmálum 20:46–52, 73–79.
10.1.4
Prestdæmislyklar
Sjá 3.4.1 fyrir frekari upplýsingar um þessa lykla.
10.1.5
Laga sveitir að staðarþörfum
Í deild eða grein þar sem piltar eru fáir, geta Aronsprestdæmissveitir komið saman til kennslu og athafna.
10.2
Þátttaka í starfi sáluhjálpar og upphafningar
10.2.1
Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists
10.2.1.2
Trúarnám
Sveitarfundir eru hafðir annan og fjórða sunnudag mánaðar. Þeir standa yfir í 50 mínútur. Meðlimur sveitarforsætisráðs (eða einn af aðstoðarmönnum biskups í prestasveitinni) stjórnar. Hann leiðir sveitina við að þylja upp þemað og umræðu um verkefni, skyldur og önnur mál.
Sveitarmeðlimur eða fullorðinn leiðtogi leiðir síðan trúarkennslu.
10.2.1.3
Þjónusta og athafnir
Þjónusta og athafnir ættu að styrkja vitnisburði, efla fjölskyldur, stuðla að einingu sveitarinnar og veita tækifæri til að blessa aðra.
Sum þjónusta og athafnir ættu að vera bæði fyrir pilta og stúlkur, einkum fyrir eldri ungmenni.
Árlegar athafnir. Auk venjubundins ungmennastarfs, geta piltar líka tekið þátt í eftirfarandi á hverju ári:
-
Búðum Aronsprestdæmissveitar (sjá Aaronic Priesthood Quorum Camp Guide).
-
Ungmennaráðstefnu deildar eða stiku eða ráðstefnunni Til styrktar ungmennum (FSY).
10.2.1.4
Eigin framþróun
Í viðleitni sinni til að líkjast frelsaranum, er ungmennum boðið að setja sér markmið um að vaxa andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega (sjá Lúkas 2:52).
Sjá frekari upplýsingar ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org.
10.2.2
Annast hina nauðstöddu
Aronsprestdæmishafar aðstoða biskup við að „[starfa] að stundlegum málum“ (Kenning og sáttmálar 107:68). Þeim ætti að gefast reglubundið tækfæri til að þjóna öðrum í og með fjölskyldu sinni, á ungmennaathöfnum og á eigin spýtur.
10.2.2.1
Hirðisþjónusta
Aronsprestdæmishafar fá verkefni í hirðisþjónustu í byrjun janúar á því ári sem þeir verða 14 ára. Sjá kafla 21 fyrir frekari upplýsingar.
10.2.3
Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu
Aronsprestdæmishafar hafa þá skyldu að „bjóða öllum að koma til Krists“ (Kenning og sáttmálar 20:59).
Foreldrar og leiðtogar hvetja pilta til að búa sig undir að þjóna í fastatrúboði og miðla fagnaðarerindinu allt sitt líf.
10.2.4
Sameina fjölskyldur eilíflega
Aronsprestdæmishafar geta á ýmsa vegu hjálpað við að sameina fjölskyldur að eilífu.
-
Heiðrað foreldra sína og verið fordæmi um kristilegt líf á heimili sínu.
-
Búið sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins, þar á meðal eilífu hjónabandi.
-
Borið kennsl á áa sem þurfa musterishelgiathafnir (sjá FamilySearch.org).
-
Tekið þátt í skírnum og staðfestingum fyrir látna, eins oft og aðstæður leyfa.
10.3
Biskupsráð
Meginábyrgð biskups er að annast piltana og stúlkurnar í deildinni hans. Hann lærir nöfn þeirra og skilur heimilisaðstæður þeirra. Hann sækir athafnir þeirra og sunnudagssamkomur reglulega.
Biskup er forseti prestasveitar.
Kennarasveit er ábyrgð fyrsta ráðgjafa í biskupsráði. Djáknasveit er ábyrgð annars ráðgjafa.
Biskupsráð hefur auk þess eftirfarandi ábyrgðarskyldur varðandi Aronsprestdæmissveitir:
-
Á fund með hverjum pilti hið minnsta tvisvar á ári (sjá 31.3.1).
-
Hjálpar piltum að búa sig undir að taka á móti Melkísedeksprestdæminu.
-
Hefur umsjón með greinargerðum, skýrslum og fjármálum Aronsprestdæmissveita.
Leiðbeinendur sveitar og sérfræðingar aðstoða við þessar skyldur, eins og óskað er eftir.
10.4
Sveitarleiðtogar ungmenna
10.4.1
Kalla, styðja og setja í embætti
Biskup kallar einn eða tvo presta sem aðstoðarmenn sína við að leiða prestasveitina.
Meðlimur biskupsráðs kallar forseta djáknasveitar og kennarasveitar. Þegar nægilega margir Aronsprestdæmishafar eru til staðar til að þjóna, íhuga þessir piltar í bænaranda sveitarmeðlimi sem mæla skal með sem ráðgjafa og ritara.
Eftir að hafa veitt þessar kallanir, kynnir meðlimur biskupsráðs leiðtoga ungmennasveitar til stuðnings á sveitarfundi sínum. Biskup setur aðstoðarmenn sína og forseta djáknasveitar og kennarasveitar í embætti. Hann veitir sveitarforsetum prestdæmislykla. Hann getur falið ráðgjöfum sínum að setja aðra meðlimi forsætisráðs og ritara í embætti.
10.4.2
Ábyrgðarskyldur
-
Leiðir starf og þátttöku sveitarinnar í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá kafla 1).
-
Þekkir og þjónar hverjum sveitarmeðlim, líka þeim sem ekki sækja sveitarfundi.
-
Þjónar í ungmennanefnd deildar (sjá 10.4.4).
-
Kennir sveitarmeðlimum prestdæmisskyldur þeirra (sjá Kenning og sáttmálar 107:85–88).
-
Skipuleggur og stjórnar sveitarfundum (sjá 10.2.1.2).
-
Skipuleggur og framfylgir þjónustu og athöfnum sveitar (sjá 10.2.1.3).
10.4.3
Fundir sveitarforsætisráðs
Forsætisráð Aronsprestdæmissveitar á fundi reglubundið. Sveitarforseti stjórnar þessum fundum. Hið minnsta tveir fullorðnir sækja fundinn – meðlimur í biskupsráði og leiðbeinandi eða sérfræðingur.
10.4.4
Ungmennaráð deildar
Sjá 29.2.6 fyrir upplýsingar um ungmennaráð deildar.
10.8
Fleiri leiðbeiningar og reglur
10.8.1
Verndun ungmenna
Þegar fullorðnir eru í samskiptum við börn á kirkjuvettvangi, ættu hið minnsta tveir ábyrgir fullorðnir að vera viðstaddir.
Allir fullorðnir sem vinna með börnum verða að ljúka þjálfun í barna- og ungmennavernd innan eins mánaðar frá því að þau eru studd (ProtectingChildren.ChurchofJesusChrist.org).