Handbækur og kallanir
11. Stúlknafélagið


„11. Stúlknafélagið,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„11. Stúlknafélagið,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
stúlkur utandyra

11.

Stúlknafélagið

11.1

Tilgangur og skipulag

11.1.1

Tilgangur

Stúlknafélagið hjálpar stúlkum að gera og halda helga sáttmála og efla trúarlegan viðsnúning þeirra til Jesú Krists og fagnaðarerindis hans.

11.1.2

Þema Stúlknafélagsins

„Ég er ástkær dóttir himneskra foreldra, með guðlegt eðli og eilíf örlög.

Ég, sem lærisveinn Jesú Krists, leitast við að líkjast honum. Ég leita persónulegrar opinberunar og bregst við henni og þjóna öðrum í helgu nafni hans.

Ég mun standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allsstaðar.

Ég keppi að upphafningu, virði gjöf iðrunar og reyni dag hvern að verða betri. Ég mun, fyrir trú, styrkja heimili mitt og fjölskyldu, gera og halda helga sáttmála og meðtaka helgiathafnir og blessanir hins heilaga musteris.“

11.1.3

Námsbekkir

Stúlkur verða meðlimir í námsbekk Stúlknafélagsins í byrjun janúar á því ári sem þær verða 12 ára.

Biskupsráð og fullorðnir leiðtogar Stúlknafélagsins ákveða í bænarhug hvernig skipuleggja skal kennslustundir eftir aldri. Hver námsbekkur, óháð stærð, ætti að hafa forseta og einn eða tvo ráðgjafa og ritara, þar sem hægt er.

11.2

Þátttaka í starfi sáluhjálpar og upphafningar

11.2.1

Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists

11.2.1.2

Trúarnám

Námsbekkir eru hafðir annan og fjórða sunnudag mánaðar. Þeir standa yfir í 50 mínútur. Meðlimur bekkjarforsætisráðs stjórnar. Hún leiðir námsbekkinn við að þylja upp þemað og umræðu um verkefni, skyldur og önnur mál.

Bekkjarmeðlimur eða fullorðinn leiðtogi leiðir síðan trúarkennslu.

11.2.1.3

Þjónusta og athafnir

Þjónusta og athafnir ættu að styrkja vitnisburði, efla fjölskyldur, stuðla að einingu námsbekkjarins og veita tækifæri til að blessa aðra.

Sum þjónusta og athafnir ættu að vera bæði fyrir pilta og stúlkur, einkum fyrir eldri ungmenni.

Árlegar athafnir. Auk venjubundins ungmennastarfs, geta stúlkur líka tekið þátt í eftirfarandi á hverju ári:

  • Stúlknabúðum (sjá Young Women Camp Guide).

  • Ungmennaráðstefnu deildar eða stiku eða ráðstefnunni Til styrktar ungmennum (FSY).

11.2.1.4

Eigin framþróun

Í viðleitni sinni til að líkjast frelsaranum, er ungmennum boðið að setja sér markmið um að vaxa andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega (sjá Lúkas 2:52).

Sjá frekari upplýsingar ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org.

11.2.2

Annast hina nauðstöddu

Stúlkum ætti reglubundið að gefast tækfæri til að þjóna öðrum í og með fjölskyldu sinni, á ungmennaathöfnum og á eigin spýtur.

11.2.2.1

Hirðisþjónusta

Stúlkur fá verkefni í hirðisþjónustu í byrjun janúar á því ári sem þær verða 14 ára. Sjá kafla 21 fyrir frekari upplýsingar.

11.2.3

Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu

Stúlkurnar bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu, er þær „standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allsstaðar“ (Mósía 18:9).

Foreldrar og leiðtogar geta hjálpað stúlkum að búa sig undir að miðla fagnaðarerindinu allt sitt líf.

11.2.4

Sameina fjölskyldur eilíflega

Stúlkur geta á ýmsa vegu hjálpað við að sameina fjölskyldur að eilífu.

  • Heiðrað foreldra sína og verið fordæmi um kristilegt líf á heimili sínu.

  • Búið sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins, þar á meðal eilífu hjónabandi.

  • Borið kennsl á áa sem þurfa musterishelgiathafnir (sjá FamilySearch.org).

  • Tekið þátt í skírnum og staðfestingum fyrir látna, eins oft og aðstæður leyfa.

11.3

Leiðtogastarf Stúlknafélags í deild

11.3.1

Biskupsráð

Meginábyrgð biskups er að annast stúlkurnar og piltana í deildinni hans. Hann og ráðgjafar hans læra nöfn þeirra og skilja heimilisaðstæður þeirra. Þeir eiga fund með hverri stúlku hið minnsta tvisvar á ári (sjá 31.3.1).

Biskup ber ábyrgð á Stúlknafélaginu í deildinni. Hann á reglubundið fund með forseta Stúlknafélagsins.

Biskup og ráðgjafar hans taka reglulega þátt í fundum Stúlknafélagsins, þjónustu og athöfnum.

11.3.2

Forsætisráð Stúlknafélagsins með fullorðnum

Biskup kallar og setur í embætti fullorðna konu til að þjóna sem Stúlknafélagsforseti deildar. Ef einingin er nógu stór, mælir hún með að ein eða tvær fullorðnar konur verði kallaðar sem ráðgjafar hennar (sjá kafla 30).

Í fámennri einingu getur Stúlknaforseti verið eini kallaði fullorðni leiðtoginn í Stúlknafélaginu. Í slíku tilviki starfar hún með foreldrum við að skipuleggja kennslu og athafnir fyrir stúlkurnar.

Ef deild hefur ekki Stúlknaforseta, getur Líknarfélagsforseti skipulagt kennslu fyrir stúlkurnar, þar til Stúlknaforseti er kallaður til.

Stúlknafélagsforseti hefur eftirfarandi ábyrgðarskyldur. Hún nýtur aðstoðar ráðgjafa sinna.

  • Þjónar í deildarráði.

  • Þjónar sem meðlimur í ungmennaráði deildar (sjá 29.2.6).

  • Veitir hverri stúlku hirðisþjónustu.

  • Kennir öðrum stúlknaleiðtogum og forsætisráðum námsbekkja ábyrgðarskyldur sínar.

  • Ræðir við stúlkur um áskoranir sem ekki krefjast aðkomu biskups eða fela í sér misbeitingu (sjá 32.3, 31.3.1 og 38.6.2).

11.3.4

Forsætisráð og ritari námsbekkjar

11.3.4.1

Kalla, styðja og setja í embætti

Hver námsbekkur Stúlknafélagsins ætti að hafa bekkjarforsætisráð.

Meðlimur biskupsráðs kallar stúlku til að þjóna sem bekkjarforseti. Þegar nægilega margar stúlkur eru til staðar til að þjóna, íhugar hún í bænaranda bekkjarmeðlimi sem mæla skal með sem ráðgjafa og ritara.

Eftir að hafa veitt þessar kallanir, kynnir biskupsráð stúlkurnar fyrir námsbekk þeirra til stuðnings. Biskup eða tilnefndur ráðgjafi setur stúlkurnar í embætti.

11.3.4.2

Ábyrgðarskyldur

Bekkjarforsetar þjóna í ungmennanefnd deildar (sjá 11.3.4.4). Bekkjarforsætisráð hafa líka eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Leiðir starf og þátttöku námsbekkjarins í starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá kafla 1).

  • Þekkir og þjónar hverri stúlku, líka þeim sem ekki sækja námsbekki.

  • Skipuleggur og stjórnar námsbekkjum (sjá 11.2.1.2).

  • Skipuleggur og framfylgir þjónustu og athöfnum námsbekkjar (sjá 11.2.1.3).

11.3.4.3

Fundur bekkjarforsætisráðs

Bekkjarforsætisráð Stúlknafélagsins fundar reglubundið. Bekkjarforseti stjórnar þessum fundum. Hinn fullorðni leiðtogi Stúlknafélagsins sem tilnefndur er til að styðja bekkjarforsætisráðið sækir líka fundinn.

11.3.4.4

Ungmennaráð deildar

Sjá 29.2.6 fyrir upplýsingar um ungmennaráð deildar.

11.6

Fleiri leiðbeiningar og reglur

11.6.1

Verndun ungmenna

Þegar fullorðnir eru í samskiptum við ungmenni á kirkjuvettvangi, ættu hið minnsta tveir ábyrgir fullorðnir að vera viðstaddir. Nauðsynlegt gæti verið að sameina námsbekki til að þetta sé mögulegt.

Allir fullorðnir sem vinna með ungmennum verða að ljúka þjálfun í barna- og ungmennavernd innan eins mánaðar frá því að þau eru studd (ProtectingChildren.ChurchofJesusChrist.org).

Prenta