Handbækur og kallanir
18. Framkvæma helgiathafnir og blessanir prestdæmisins


„18. Framkvæma helgiathafnir og blessanir prestdæmisins,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„18. Framkvæma helgiathafnir og blessanir prestdæmisins,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
fjölskylda á göngu í nálægð musteris

18.

Framkvæma helgiathafnir og blessanir prestdæmisins

18.0

Inngangur

Helgiathafnir og blessanir eru heilagar athafnir sem framkvæmdar eru með valdi prestdæmisins og í nafni Jesú Krists. Helgiathafnir og blessanir prestdæmisins veita aðgang að krafti Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 84:20).

Helgiathafnir og blessanir skulu framkvæmdar með trú á himneskan föður og Jesú Krist og samkvæmt leiðsögn heilags anda. Leiðtogar tryggja að þær séu framkvæmdar með réttu samþykki (þar sem nauðsyn krefur), með tilskildu prestdæmisvaldi, á réttan hátt og af verðugum þátttakendum (sjá 18.3).

18.1

Helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar

Prestdæmið felur í sér vald til að framkvæma helgiathafnir fagnaðarerindisins sem eru nauðsynlegar til sáluhjálpar og upphafningar. Fólk gerir helga sáttmála við Guð þegar það meðtekur þessar helgiathafnir. Helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar eru tilgreindar hér á eftir:

  • Skírn

  • Staðfesting og gjöf heilags anda

  • Veiting Melkísedeksprestdæmisins og vígsla til embættis (fyrir karla)

  • Musterisgjöf

  • Musterisinnsiglun

Ef barn sem fæddist í sáttmálanum deyr fyrir 8 ára aldur, er ekki þörf á helgiathöfnum eða framkvæmd þeirra. Ef barnið fæddist ekki í sáttmálanum, þarf einungis að framkvæma þá einu helgiathöfn að innsigla það foreldrum. Vegna friðþægingar frelsarans, eru öll börn sem deyja fyrir 8 ára aldur „hólpin í himneska ríkinu“ (Kenning og sáttmálar 137:10; sjá einnig Moróní 8:8–12).

18.3

Þátttaka í helgiathöfn eða blessun

Þeir sem framkvæma eða taka þátt í helgiathöfn eða blessun, verða að hafa nauðsynlegt prestdæmisvald og vera verðugir. Almennt séð felst sá verðugleikastaðall sem því tengist í því að hafa musterismeðmæli. Hins vegar, samkvæmt leiðsögn andans og leiðbeiningunum í þessum kafla, geta biskupar og stikuforsetar heimilað feðrum og eiginmönnum sem hafa nauðsynlegt prestdæmisembætti, að framkvæma eða taka þátt í sumum helgiathöfnum og blessunum, jafnvel þótt þeir séu ekki fyllilega musterisverðugir. Prestdæmishafi sem hefur óuppgerðar alvarlegar syndir, ætti ekki að taka þátt.

Til að framkvæma eða taka á móti sumum helgiathöfnum og blessunum, þarf að fá samþykki frá leiðtoga í forsæti sem hefur nauðsynlega prestdæmislykla (sjá 3.4.1). Eftir þörfum, þá getur samþykki verið veitt af ráðgjafa sem hann veitir umboð. Sjá eftirfarandi töflur. Tilvísanir í stikuforseta eiga líka við um trúboðsforseta. Tilvísanir í biskupa eiga líka við um greinarforseta.

Hvaða leiðtogar hafa lykla til að veita samþykki til að framkvæma eða meðtaka helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar?

Helgiathöfn

Hver hefur lykla

Helgiathöfn

Skírn

Hver hefur lykla

Biskup (fyrir 8 ára börn og fyrir skráða 9 ára meðlimi og eldri, hvers skírn var seinkað vegna þroskahömlunar)

Trúboðsforseti (fyrir trúskiptinga)

Helgiathöfn

Staðfesting og gjöf heilags anda

Hver hefur lykla

Biskup (fyrir 8 ára börn og fyrir skráða 9 ára meðlimi og eldri, hvers skírn var seinkað vegna þroskahömlunar)

Trúboðsforseti (fyrir trúskiptinga)

Helgiathöfn

Veiting Melkísedeksprestdæmisins og vígsla til embættis (fyrir karla)

Hver hefur lykla

Stikuforseti

Helgiathöfn

Musterisgjöf

Hver hefur lykla

Biskup og stikuforseti

Helgiathöfn

Musterisinnsiglun

Hver hefur lykla

Biskup og stikuforseti

Hvaða leiðtogar hafa lykla til að veita samþykki til að framkvæma eða meðtaka aðrar helgiathafnir og blessanir?

Helgiathöfn eða blessun

Hver hefur lykla

Helgiathöfn eða blessun

Nafngjöf og blessun barna

Hver hefur lykla

Biskup

Helgiathöfn eða blessun

Sakramentið

Hver hefur lykla

Biskup

Helgiathöfn eða blessun

Veiting Aronsprestdæmisins og vígsla til embættis (fyrir pilta og karla)

Hver hefur lykla

Biskup

Helgiathöfn eða blessun

Setja meðlimi í embætti til þjónustu í köllun

Hver hefur lykla

Sjá 30.8

Helgiathöfn eða blessun

Helgun olíu

Hver hefur lykla

Ekki er þörf á samþykki

Helgiathöfn eða blessun

Þjónusta sjúkra

Hver hefur lykla

Ekki er þörf á samþykki

Helgiathöfn eða blessun

Blessanir til hughreystingar og leiðsagnar, þar á meðal föðurblessanir

Hver hefur lykla

Ekki er þörf á samþykki

Helgiathöfn eða blessun

Helgun heimila

Hver hefur lykla

Ekki er þörf á samþykki

Helgiathöfn eða blessun

Helgun grafa

Hver hefur lykla

Prestdæmisleiðtoginn sem er í forsæti athafnarinnar

Helgiathöfn eða blessun

Patríarkablessanir

Hver hefur lykla

Biskup

18.4

Helgiathafnir fyrir ólögráða börn

Ólögráða barn má einungis blessa, skíra, staðfesta, vígja til prestdæmisembættis eða setja í embætti köllunar með samþykki (1) foreldra sem hafa lagalegan rétt til að taka þátt í ákvörðuninni eða (2) lögráðamanna.

18.6

Nafngjöf og blessun barna

Börn eru venjulega nefnd og blessuð á föstu- og vitnisburðarsamkomum í þeirri deild þar sem foreldrar þeirra búa.

18.6.1.

Hver veitir blessunina

Helgiathöfn nafngjafar og blessunar barns er framkvæmd af Melkísedeksprestdæmishöfum, í samræmi við Kenningu og sáttmála 20:70.

Einstaklingur eða fjölskylda sem óskar eftir því að barn hljóti nafn og blessun samræmir helgiathöfnina með biskupi. Hann hefur prestdæmislyklana til nafngjafar og blessunar barna í deildinni.

Biskup getur heimilað föður sem hefur Melkísedeksprestdæmið að gefa barni sínu nafn og blessa það, jafnvel þótt faðirinn sé ekki fyllilega musterisverðugur (sjá 18.3). Biskupar hvetja feður til að búa sig undir að blessa eigin börn.

18.6.2.

Leiðbeiningar

Undir handleiðslu biskupsráðsins, koma Melkísedeksprestdæmishafar saman í hring til nafngjafar og blessunar barns. Þeir setja hendur sínar undir barnið eða leggja hendur sínar létt á höfuð eldra barns. Sá sem mælir fram orðin, mun síðan:

  1. Ávarpa himneskan föður eins og gert er í bæn.

  2. Taka fram að blessunin sé framkvæmd með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Gefa barninu nafn.

  4. Ávarpa barnið.

  5. Veita barninu blessun samkvæmt leiðsögn andans.

  6. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.6.3.

Eyðublað fyrir skýrslu og blessun barns

Áður en barn er blessað, notar ritari Leader and Clerk Resources (LCR) [Úrræði leiðtoga og ritara] til að undirbúa Child Record Form [Barnsskýrslu]. Eftir blessunina, býr hann til meðlimaskýrsluna í sama kerfi og hefur til reiðu Blessing Certificate [Blessunarvottorð]. Þetta vottorð er undirritað af biskupi og afhent foreldrum eða forsjáraðilum barnsins.

Nafnið á meðlimaskýrslunni og vottorðinu ætti að vera hið sama og í fæðingarvottorði, borgaralegri fæðingarskrá eða gildandi löglegt nafn.

18.7

Skírn

Skírn með niðurdýfingu í vatni af þeim sem hefur til þess vald, er nauðsynleg til að einstaklingur geti orðið meðlimur kirkjunnar og meðtekið heilagan anda. Allir sem leita upphafningar, verða að fylgja fordæmi frelsarans með því að taka á móti þessum helgiathöfnum.

18.7.1.

Samþykki fyrir skírn og staðfestingu einstaklings

18.7.1.1

Börn sem eru meðlimir á skýrslum

Biskup hefur prestdæmislyklana til að skíra 8 ára meðlimi á skýrslum í deild. Þessi börn ættu að vera skírð og staðfest á 8 ára afmælisdegi sínum eða skömmu síðar, eins og skynsamlegt er (sjá Kenning og sáttmálar 68:27). Þetta eru börn sem þegar eru í meðlimaskýrslum kirkjunnar (sjá 33.6.2). Þegar þau ná 8 ára aldri, sér biskupinn um að þau hafi öll tækifæri til að meðtaka fagnaðarerindið og láta skírast og staðfestast.

Biskupinn eða tilnefndur ráðgjafi tekur viðtöl við börn á skýrslum til skírnar og staðfestingar. Leiðbeiningar eru í 31.2.3.1.

Til að fá upplýsingar um útfyllingu Skírnar og staðfestingarskýrslu, sjá þá 18.8.3.

18.7.1.2

Trúskiptingar

Trúboðsforsetinn hefur prestdæmislyklana til að skíra trúskiptinga í trúboði. Af þessum sökum taka fastatrúboðar viðtöl við trúskiptinga fyrir skírn og staðfestingu.

18.7.2.

Skírnarathafnir

Skírnarathöfn ætti að vera einföld, stutt og andlega upphefjandi. Hún gæti verið eins og eftirfarandi:

  1. Forspil

  2. Bróðirinn sem stjórnar athöfninni býður fólk velkomið

  3. Inngangssálmur og bæn

  4. Ein ræða eða tvær um efni fagnaðarerindisins, líkt og skírn og gjöf heilags anda

  5. Valið tónlistaratriði

  6. Skírnin

  7. Kyrrlát stund meðan þeir eða þau sem tóku þátt í skírninni fara í þurran fatnað (spila eða syngja mætti sálma eða barnasöngva á þessum tíma)

  8. Staðfesting 8 ára skráðra meðlima; staðfesting trúskiptinga, ef biskup ákveður það (sjá 18.8)

  9. Vitnisburðargjöf nýrra trúskipta, ef þess er óskað

  10. Lokasálmur og bæn

  11. Eftirspil

Þegar skráð barn býr sig undir að láta skírast, á meðlimur biskupsráðs og forsætisráðs Barnafélags samráð við fjölskylduna við að skipuleggja og tímasetja skírnarathöfn. Meðlimur biskupsráðs stjórnar athöfninni. Ef börnin eru tvö eða fleiri sem skírast í sama mánuði, gætu þau sameinast um eina skírnarsamkomu.

Í stikum þar sem mörg börn eru á skrá, geta börn frá mörgum deildum sameinast um eina skírnarsamkomu. Meðlimur stikuforsætisráðs eða tilnefndur háráðsmaður stjórnar athöfninni.

Skírn fjölskyldumeðlims ætti ekki að fresta þar til faðir getur meðtekið prestdæmið til að framkvæma sjálfur skírnina.

Undir handleiðslu biskupsráðs, skipuleggur deildartrúboðsleiðtogi (ef einhver er kallaður), eða sá meðlimur forsætisráðs öldungasveitar sem leiðir trúboðsstarfið í deildinni, og stjórnar skírnarathöfn fyrir trúskiptinga. Þeir samræma athöfnina með fastatrúboðum.

18.7.3.

Sá sem framkvæmir helgiathöfnina

Helgiathöfn skírnar er framkvæmd af presti eða Melkísedeksprestdæmishafa. Sá sem framkvæmir skírnina verður að vera samþykktur af biskupi (eða trúboðsforseta, ef fastatrúboði framkvæmir skírnina).

Biskup getur heimilað föður sem er prestur eða Melkísedeksprestdæmishafi að skíra barnið sitt, jafnvel þótt faðirinn sé ekki fyllilega musterisverðugur (sjá 18.3). Biskupar hvetja feður til að búa sig undir að skíra eigin börn.

18.7.4.

Hvar framkvæma skal helgiathöfnina

Skírnir ættu að framkvæma í skírnarfonti, ef hann er tiltækur. Ef hann er ekki tiltækur, má nota öruggt vatnsból.

Af öryggisástæðum verður áreiðanlegur fullorðinn einstaklingur að vera til staðar á meðan verið er að fylla fontinn og á meðan hann er tæmdur, þrifinn og frá honum tryggilega gengið. Tæma skal fontinn strax eftir hverja skírnarathöfn. Hurðum að fontinum skal læsa þegar hann er ekki í notkun.

18.7.5.

Klæðnaður

Sá sem framkvæmir skírn og sá einstaklingur sem er skírður, klæðast hvítum fatnaði sem ekki er gegnsær þegar hann er blautur. Einstaklingur sem hefur musterisgjöf skal klæðast musterisklæðum undir þeim fatnaði meðan hann framkvæmir skírn. Staðareiningar kaupa skírnarfatnað með rekstrarsjóði og taka ekki gjald fyrir notkun hans.

18.7.6.

Vitni

Tvö vitni, samþykkt af leiðtoga í forsæti, fylgjast með hverri skírn, til að gæta þess að hún sé réttilega framkvæmd. Skírðir meðlimir kirkjunnar, þar á meðal börn og ungmenni, geta þjónað sem vitni.

Skírn verður að endurtaka ef orðin eru ekki sögð nákvæmlega eins og þau koma fram í Kenningu og sáttmálum 20:73. Hana verður líka að endurtaka ef hluti af líkama, hári eða fatnaði viðkomandi er ekki algjörlega hulið vatni.

18.7.7

Leiðbeiningar

Við framkvæmd helgiathafnar skírnar, skal prestur eða Melkísedeksprestdæmishafi:

  1. Standa í vatninu með þeim sem verið er að skíra.

  2. Halda um hægri úlnlið viðkomandi með vinstri hendi (til þæginda og öryggis). Skírnþegi heldur um vinstri úlnlið prestdæmishafa með vinstri hendi.

  3. Lyfta hægri handlegg í vinkil.

  4. Nefna fullt nafn einstaklingsins og segja: „Með umboði frá Jesú Kristi, skíri ég þig í nafni föðurins, og sonarins, og hins heilaga anda. Amen“ (Kenning og sáttmálar 20:73).

  5. Láta viðkomandi halda um nef sér með hægri hendi (til hægðarauka); leggja síðan hægri hönd ofarlega á bak viðkomandi og dýfa honum eða henni alveg ofan í vatnið, ásamt fatnaði.

  6. Hjálpa viðkomandi upp úr vatninu.

18.8

Staðfesting og gjöf heilags anda

Eftir að einstaklingur er skírður, er hann staðfestur sem meðlimur kirkjunnar og honum veittur heilagur andi með handayfirlagningu (sjá Kenning og sáttmálar 20:41; Postulasagan 19:1–6). Einstaklingurinn verður meðlimur kirkjunnar eftir að báðum þessum helgiathöfnum er lokið og þær réttilega skráðar (sjá Jóhannes 3:5; Kenning og sáttmálar 33:11; 3. Nefí 27:20).

Biskup hefur yfirumsjá með framkvæmd staðfestingar. Átta ára börn eru venjulega staðfest sama dag og þau eru skírð. Trúskiptingar eru venjulega staðfestir á hvaða sakramentissamkomu sem er í þeirri deild sem þeir búa, helst þó sunnudaginn eftir skírn.

Meðlimur í biskupsráði fylgir leiðbeiningunum í 29.2.1.1 við kynningu nýs meðlims.

18.8.1

Sá sem framkvæmir helgiathöfnina

Einungis Melkísedeksprestdæmishafi sem er musterisverðugur getur ljáð rödd sína við staðfestingu. Biskup getur heimilað föður sem hefur Melkísedeksprestdæmið að vera í hringnum við staðfestingu barns síns, jafnvel þótt faðirinn sé ekki fyllilega musterisverðugur (sjá 18.3).

Hið minnsta einn meðlimur biskupsráðs tekur þátt í þessari helgiathöfn. Þegar trúboðsöldungar hafa kennt trúskiptingum, býður biskup þeim að taka þátt.

18.8.2

Leiðbeiningar

Undir handleiðslu biskupsráðs, geta einn eða fleiri Melkísedeksprestdæmishafar tekið þátt í staðfestingu. Þeir leggja hendur sínar létt á höfuð einstaklingsins. Sá sem mælir fram orðin, mun síðan:

  1. Ávarpa einstaklinginn með fullu nafni.

  2. Tilgreina að blessunin sé framkvæmd með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Staðfesta einstaklinginn sem meðlim Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

  4. Segja: „Meðtak hinn heilaga anda“ (ekki meðtak „gjöf heilags anda“).

  5. Segja blessunarorð eins og andinn leiðbeinir.

  6. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.8.3

Skýrsla og vottorð fyrir skírn og staðfestingu

Áður en haft er viðtal við barn sem er skráður meðlimur, notar ritari LCR til að undirbúa Baptism and Confirmation Form [eyðublaðið Skírn og staðfesting]. Biskup eða tilnefndur ráðgjafi sér um viðtalið og undirritar eyðublaðið. Eftir skírn og staðfestingu, notar ritari þetta eyðublað til að uppfæra meðlimaskýrslu barnsins í LCR.

Þegar fastatrúboði tekur viðtal við trúskipting fyrir skírn, fyllir hann út Skírnar- og staðfestingarskýrsluna, með því að nota smáforritið Area Book Planner (ABP). Eftir skírn og staðfestingu, skrá trúboðarnir upplýsingarnar í ABP-smáforritið og senda þær rafrænt til deildarritara. Deildarritari fer yfir upplýsingarnar í LCR og býr til meðlimaskýrslu.

Eftir að meðlimaskýrsla hefur verið búin til, fyllir ritarinn út Skírnar- og staðfestingarvottorð. Þetta vottorð er undirritað af biskupi og afhent einstaklingnum.

Nafnið á meðlimaskýrslunni og vottorðinu ætti að vera hið sama og í fæðingarvottorði, borgaralegri fæðingarskrá eða gildandi löglegt nafn.

18.9

Sakramentið

Kirkjumeðlimir koma saman á hvíldardegi til að tilbiðja Guð og meðtaka sakramentið (sjá Kenning og sáttmálar 20:75; 59:9; Moróní 6:5–6). Í þessari helgiathöfn, meðtaka þeir af brauðinu og vatninu, til að minnast holds- og blóðsfórnar frelsarans og endurnýja helga sáttmála sína (sjá Matteus 26:26–28; Þýðing Josephs Smith, Markús 14:20–25; Lúkas 22:15–20; 3. Nefí 18; Moróní 6:6).

18.9.1

Samþykki til að þjónusta sakramentið

Biskup hefur prestdæmislyklana að þjónustu sakramentis í deildinni. Allir sem taka þátt í að undirbúa, blessa og útdeila sakramentinu, verða að fá samþykki frá honum eða einhverjum undir hans stjórn.

18.9.2

Sá sem framkvæmir helgiathöfnina

  • Kennarar, prestar og Melkísedeksprestdæmishafar geta undirbúið sakramentið.

  • Prestar og Melkísedeksprestdæmishafar mega blessa sakramentið.

  • Djáknar, kennarar, prestar og Melkísedeksprestdæmishafar mega útdeila sakramentinu.

18.9.3

Leiðbeiningar fyrir sakramentið

Prestdæmisleiðtogar ættu að undirbúa sig vandlega vegna hins heilaga eðlis sakramentisins, svo það fari fram með reglu og virðingu.

Þeir sem þjónusta sakramentið, ættu að gera það á virðulegan hátt og vera meðvitaðir um að þeir eru fulltrúar Drottins.

Útdeiling sakramentisins ætti að vera eðlileg og ekki óhóflega formföst.

Þótt sakramentið sé fyrir meðlimi kirkjunnar, ætti ekkert að aðhafast til að koma í veg fyrir að aðrir fái neytt þess.

18.9.4

Leiðbeiningar

  1. Þeir sem undirbúa, blessa eða útdeila sakramentinu þvo sér fyrst um hendurnar með sápu eða öðru hreinsiefni.

  2. Kennarar, prestar eða Melkísedeksprestdæmishafar sjá til þess að brauðbakkar með óbrotnu brauði, vatnsbakkar með bollum af hreinu vatni og hreinir dúkar séu á sínum stað fyrir samkomuna.

  3. Þegar deildarmeðlimir syngja sakramentissálm, standa þeir lotningarfullt upp sem blessa sakramentið, fjarlægja dúkinn sem hylur brauðbakkana og brjóta brauðið í hæfilega stóra bita.

  4. Eftir sálminn krýpur sá sem blessar brauðið og flytur sakramentisbænina fyrir brauðið (sjá Kenning og sáttmálar 20:77).

  5. Biskup sér til þess að sakramentisbænirnar séu fluttar skýrt, nákvæmlega og með virðuleika. Ef einhver gerir mistök í orðalagi og leiðréttir sjálfan sig, þarf ekki frekari leiðréttingu. Ef viðkomandi leiðréttir ekki mistök sín, biður biskup hann með vinsemd að endurtaka bænina.

  6. Eftir bænina, útdeila prestdæmishafar brauðinu til meðlima af lotningu. Sá leiðtogi sem er í forsæti meðtekur það fyrst og eftir það er engin ákveðin röð. Þegar bakki hefur verið færður meðlimum, geta þeir látið hann ganga sín á milli.

  7. Meðlimir meðtaka með hægri hendi, sé það mögulegt.

  8. Þegar brauðið hefur verið útdeilt til allra meðlima, fara þeir sem útdeila sakramentinu aftur með bakkana að sakramentisborðinu. Þeir sem blessa sakramentið setja dúkinn yfir brauðbakkana og afhjúpa vatnsbakkana.

  9. Sá sem blessar vatnið krýpur og flytur sakramentisbænina fyrir vatnið (sjá Kenning og sáttmálar 20:79). Hann skiptir út orðinu vín fyrir vatn.

  10. Eftir bænina, útdeila prestdæmishafar vatninu til meðlima af lotningu. Sá leiðtogi sem er í forsæti meðtekur það fyrst og eftir það er engin ákveðin röð.

  11. Þegar vatninu hefur verið útdeilt til allra meðlima, fara þeir sem útdeila sakramentinu aftur með bakkana að sakramentisborðinu. Þeir sem blessuðu sakramentið, leggja dúkinn yfir bakkana og þeir sem blessuðu og útdeildu sakramentinu taka sér sæti.

  12. Eftir samkomuna, ganga þeir frá sem undirbjuggu sakramentið, brjóta saman dúkana og taka burtu allt ónotað brauð.

18.10

Veita prestdæmið og vígja til embættis

Prestdæmið skiptist í tvo hluta: Arons og Melkísedeks (sjá 3.3; Kenning og sáttmálar 107:1, 6). Þegar prestdæmið er veitt einstaklingi er hann líka vígður til embættis í því prestdæmi. Eftir að annað hvort þessara prestdæma hefur verið veitt, þarf karlmaður aðeins að vera vígður til annarra embætta í því prestdæmi.

18.10.1

Melkísedeksprestdæmið

Stikuforseti hefur prestdæmislyklana að veitingu Melkísedeksprestdæmisins og vígslu í embætti öldungs og háprests. Biskup veitir þó venjulega meðmæli varðandi þessar vígslur.

18.10.1.1

Öldungar

Verðugir bræður geta hlotið Melkísedeksprestdæmið og verið vígðir öldungar þegar þeir eru 18 ára eða eldri. Byggt á einstaklingsbundnum aðstæðum, ákveður biskup hvort mæla skuli með því að ungur maður verði vígður öldungur fljótlega eftir 18 ára afmælið hans eða að hann verði lengur í prestasveitinni.

Við þessa ákvörðun, ráðfærir biskup sig fyrst við unga manninn og foreldra hans eða forsjáraðila. Verðugir karlmenn ættu að vera vígðir sem öldungar við 19 ára aldur eða áður en þeir fara að heiman í háskóla, þjóna í fastatrúboði, þjóna í hernum eða fara í fullt starf.

Nýlega skírðir karlmenn, 18 ára og eldri, eru vígðir öldungar eftir að hafa:

  • Meðtekið Aronsprestdæmið og þjónað sem prestar.

  • Hlotið nægilegan skilning á fagnaðarerindinu.

  • Sýnt eigin verðugleika.

Enginn ákveðinn tími sem kirkjumeðlimur er nauðsynlegur.

18.10.1.2

Háprestar

Karlmenn eru vígðir háprestar þegar þeir eru kallaðir í stikuforsætisráð, háráð eða biskupsráð.

18.10.1.3

Viðtal og stuðningur

Að fengnu samþykki stikuforsætisráðs, tekur biskup viðtal við bróðurinn, samkvæmt leiðbeiningunum í Vígsluskýrslu fyrir Melkísedeksprestdæmið. Síðan hefur meðlimur stikuforsætisráðs líka viðtal við hann. Með samþykki trúboðsforseta, getur umdæmisforseti haft viðtal við bróður sem vígja á sem öldung (sjá 6.3).

18.10.2

Aronsprestdæmið

Biskup hefur prestdæmislyklana að veitingu Aronsprestdæmisins og vígslu í embætti djákna, kennara og prests. Verðugir bræður eru venjulega vígðir til þessara embætta á eftirfarandi aldri, en ekki fyrr:

  • Djákni í upphafi þess árs er þeir verða 12 ára

  • Kennari í upphafi þess árs er þeir verða 14 ára

  • Prestur í upphafi þess árs er þeir verða 16 ára

Biskup eða tilnefndur ráðgjafi hefur viðtöl við þá sem eiga að vígjast sem djáknar eða kennarar, til að ákveða hvort þeir séu andlega undirbúnir. Biskup tekur viðtal við bræður sem eiga að vígjast sem prestar.

Áður en meðlimur biskupsráðs hefur viðtal við pilt vegna prestdæmisvígslu, fær hann leyfi frá foreldrum eða forsjáraðilum piltsins. Ef foreldrar eru fráskildir, fær hann leyfi hjá því foreldri sem fer með lögræðið.

18.10.3

Kynna meðlim til stuðnings áður en hann er vígður

Eftir að haft hefur verið viðtal við bróður og hann er verðugur þess að verða vígður til prestdæmisembættis, er hann kynntur til stuðnings (sjá Kenning og sáttmálar 20:65, 67). Þá bræður sem vígja á sem öldunga eða hápresta, skal meðlimur í stikuforsætisráði kynna á aðalhluta stikuráðstefnunnar (sjá 6.3 fyrir leiðbeiningar fyrir umdæmisforseta). Þá bræður sem vígja á sem djákna, kennara eða presta, skal meðlimur í biskupsráði kynna á sakramentissamkomu.

Sá sem stjórnar stuðningnum, biður bróðurinn að standa upp. Hann tilkynnir tillöguna um að veita skuli bróðurnum Aronsprestdæmið eða Melkísedeksprestdæmið (ef þörf krefur) og vígja hann til viðeigandi embættis prestdæmisins. Hann býður síðan meðlimum að styðja tillöguna. Við að kynna bróður til vígslu öldungs, gæti hann til að mynda sagt:

„Við leggjum til að [nafn] hljóti Melkísedeksprestdæmið og verði vígður sem öldungur. Þeir sem eru því hlynntir, geta sýnt það með því að rétt upp hönd. [Staldrar aðeins við.] Þeir sem eru á móti, ef einhverjir, mega líka sýna það. [Staldrar aðeins við.]“

Ef meðlimur í góðu standi er á móti vígslunni, á leiðtoginn í forsæti eða annar tilnefndur prestdæmisleiðtogi viðtal við hann eða hana í einrúmi að samkomu lokinni. Leiðtoginn leitast við að skilja hvers vegna meðlimurinn er á móti vígslunni. Hann kemst að því hvort meðlimurinn veit af breytni sem gæti gert viðkomandi vanhæfan til að verða vígður í prestdæmisembættið.

Í sumum tilfellum gæti þurft að vígja bróður sem öldung eða háprest áður en mögulegt er að kynna hann á stikuráðstefnu. Þegar það gerist, er hann kynntur á sakramentissamkomu eigin deildar til stuðnings. Hann er síðan kynntur á næstu stikuráðstefnu, til að staðfesta vígsluna (aðlögun þessa stuðningsferlis er lýst hér að ofan).

18.10.4

Sá sem framkvæmir helgiathöfnina

Stikuforsetinn, eða Melkísedeksprestdæmishafi undir hans handleiðslu, getur vígt karlmann til embættis öldungs. Með samþykki trúboðsforseta, getur umdæmisforseti eða einhver undir hans stjórn framkvæmt vígsluna (sjá 6.3). Aðeins Melkísedeksprestdæmishafar mega vera í hringnum.

Stikuforseti, eða háprestur undir hans handleiðslu, getur vígt karlmann til embættis háprests. Aðeins háprestar mega vera í hringnum.

Sá sem vígir mann til embættis í Melkísedeksprestdæminu, ætti að vera musterisverðugur. Stikuforseti eða einhver sem hann tilnefnir, verður að vera viðstaddur.

Prestur eða Melkísedeksprestdæmishafi getur vígt bróður í embætti djákna, kennara eða prests. Hann verður að hafa umboð biskups. Biskup eða einhver sem hann tilnefnir, verður að vera viðstaddur.

Til að taka þátt í Aronsprestdæmisvígslu, verður einstaklingur að vera prestur eða Melkísedeksprestdæmishafi.

Biskup getur heimilað föður sem er prestur eða Melkísedeksprestdæmishafi að vígja son sinn til embættis djákna, kennara eða prests, jafnvel þótt faðirinn sé ekki fyllilega musterisverðugur (sjá 18.3). Biskupar hvetja feður til að búa sig undir að vígja eigin syni.

18.10.5

Leiðbeiningar

Til að veita einstaklingi prestdæmið og vígja hann til prestdæmisembættis, leggja einn eða fleiri viðurkenndir prestdæmishafar hendur sínar létt á höfuð viðkomandi. Sá sem mælir fram orðin, mun síðan:

  1. Ávarpa einstaklinginn með fullu nafni.

  2. Tilgreina valdið sem hann persónulega hefur og framkvæmir helgiathöfnina með (annaðhvort Aronsprestdæmið eða Melkísedeksprestdæmið).

  3. Veita Aronsprestdæmið eða Melkísedeksprestdæmið, nema það hafi þegar verið veitt.

  4. Vígja viðkomandi til embættis í Aronsprestdæminu eða Melkísedeksprestdæminu og veita réttindi, kraft og vald þess embættis.

  5. Segja blessunarorð eins og andinn leiðbeinir.

  6. Ljúka í nafni Jesú Krists.

Við vígslu einstaklings í prestdæmisembætti, eftir að honum hefur þegar verið veitt viðeigandi prestdæmi, skal sá sem framkvæmir vígsluna sleppa skrefi 3.

18.10.6

Skýrsla og vottorð fyrir helgiathöfn

Áður en haft er viðtal við bróður til vígslu í embætti í Aronsprestdæminu, notar ritari LCR til að undirbúa Aaronic Priesthood Ordination Record [Vígsluskýrslu Aronsprestdæmisins]. Biskup eða tilnefndur ráðgjafi sér um viðtalið og undirritar eyðublaðið, ef lifað er eftir öllum verðugleikastöðlum.

Að vígslu lokinni, fyllir biskup eða tilnefndur ráðgjafi út eyðublaðið og afhendir það ritara. Hann skráir vígsluna í LCR og hefur til reiðu vígsluvottorð.

Nota skal gildandi löglegt nafn einstaklings á vígsluskýrslu og vígsluvottorð.

18.11

Setja meðlimi í embætti til þjónustu í köllun

Setja ætti meðlimi í embætti í flestallar þjónustustöður í kirkjunni, eftir að þeir hafa verið kallaðir og studdir í þá stöðu (sjá Jóhannes 15:16; Kenning og sáttmálar 42:11; sjá einnig 3.4.3.1 í þessari handbók). Við embættisísetningu er einstaklingnum veitt (1) vald til að starfa í kölluninni og (2) blessunarorð með leiðsögn andans.

Stikuforsetar, biskupar og sveitarforsetar fá lykla að forsætisráðinu þegar þeir eru settir í embætti (sjá 3.4.1.1). Þó ætti ekki að nota orðið lyklar þegar meðlimir eru settir í embætti til að þjóna í öðrum köllun, þar á meðal sem ráðgjafar í forsætisráðum.

18.11.1

Sá sem framkvæmir embættisísetningu

Embættisísetning er framkvæmd af Melkísedeksprestdæmishafa. Hann verður að fá samþykki leiðtogans sem hefur viðeigandi prestdæmislykla. Þeir sem heimilað er að framkvæma embættisísetningu eru tilgreindir í 30.8. Öldungur ætti ekki að vera sá sem mælir fram orðin eða vera í hringnum þegar karlmaður er settur í embætti og krafa er gerð um að hann sé háprestur.

Undir handleiðslu leiðtoga í forsæti, geta einn eða fleiri Melkísedeksprestdæmishafar tekið þátt í embættisísetningu. Forsetar eru settir í embætti á undan ráðgjöfum sínum.

Leiðtogi í forsæti getur leyft eiginmanni eða föður sem hefur Melkísedeksprestdæmið að vera í hringnum fyrir embættisísetningu eiginkonu sinnar eða barna, jafnvel þótt hann sé ekki fyllilega musterisverðugur (sjá 18.3).

18.11.2

Leiðbeiningar

Einn eða fleiri Melkísedeksprestdæmishafar með umboð leggja hendur sínar létt á höfuð viðkomandi. Sá sem mælir fram orðin, mun síðan:

  1. Ávarpa einstaklinginn með fullu nafni.

  2. Tilgreinir að hann framkvæmi með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Setja einstaklinginn í embætti í köllunina í stikunni, deildinni, sveitinni eða námsbekknum.

  4. Veita lykla, ef viðkomandi ætti að fá þá.

  5. Segja blessunarorð eins og andinn leiðbeinir.

  6. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.12

Helgun olíu

Melkísedeksprestdæmishafar verða að helga olíu áður en hún er notuð til að smyrja hina sjúku eða aðþrengdu (sjá Jakobsbréfið 5:14). Enga aðra olíu má nota.

Meðlimir ættu ekki að neyta helgaðrar olíu eða bera hana á sára hluta líkamans.

18.12.1

Sá sem framkvæmir helgiathöfnina

Einn eða fleiri Melkísedeksprestdæmishafar mega helga olíu. Þeir þurfa ekki að fá samþykki til þess frá prestdæmisleiðtoga.

18.12.2

Leiðbeiningar

Við helgun olíu skal Melkísedeksprestdæmishafi:

  1. Halda á opnu íláti með olíu í.

  2. Ávarpa himneskan föður eins og gert er í bæn.

  3. Tilgreinir að hann framkvæmi með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  4. Helga olíuna (ekki ílátið) til smurningar og blessunar hinum sjúku og aðþrengdu.

  5. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.13

Þjónusta sjúkra

Þjónusta við sjúka „með handayfirlagningu“ er tvíþætt: smurning með olíu og innsiglun smurningar með blessun. Ef helguð olía er ekki tiltæk, má veita blessun með valdi Melkísedeksprestdæmisins án smurningar.

18.13.1

Hver veitir blessunina

Aðeins verðugir Melkísedeksprestdæmishafar mega þjónusta hina sjúku og aðþrengdu. Þeir þurfa ekki að fá samþykki til þess frá prestdæmisleiðtoga. Ef mögulegt er, þjónustar faðir sem hefur Melkísedeksprestdæmið sjúka fjölskyldumeðlimi sína.

Venjulega þjónusta tveir eða fleiri Melkísedeksprestdæmishafar hinum sjúku. Þó getur einn framkvæmt bæði smurningu og innsiglun.

18.13.2

Leiðbeiningar

Smurning olíu er gerð af einum Melkísedeksprestdæmishafa. Hann:

  1. Setur dropa af helgaðri olíu á höfuð einstaklingsins.

  2. Leggur hendur létt á höfuð einstaklingsins og ávarpar hann eða hana með fullu nafni.

  3. Tilgreinir að hann framkvæmi með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  4. Tilgreinir að hann sé að smyrja með olíu sem hefur verið helguð til smurningar og blessunar hinum sjúku og aðþrengdu.

  5. Ljúka í nafni Jesú Krists.

Til að innsigla smurninguna, leggur einn eða fleiri Melkísedeksprestdæmishafar hendur sínar létt á höfuð viðkomandi. Sá sem innsiglar smurninguna, skal síðan:

  1. Ávarpa einstaklinginn með fullu nafni.

  2. Tilgreina að hann innsigli smurninguna með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Segja blessunarorð eins og andinn leiðbeinir.

  4. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.14

Blessanir til hughreystingar og leiðsagnar, þar á meðal föðurblessanir

18.14.1

Hver veitir blessunina

Melkísedeksprestdæmishafar geta veitt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem um það biðja blessun hughreystingar og leiðsagnar.

Faðir sem hefur Melkísedeksprestdæmið, getur veitt börnum sínum föðurblessanir. Foreldrar ættu að hvetja börn sín til að biðja um föðurblessun þegar á þarf að halda. Taka má föðurblessun upp til persónulegra nota.

Melkísedeksprestdæmishafi þarf ekki að fá samþykki frá prestdæmisleiðtoga til að veita blessun hughreystingar og leiðsagnar eða föðurblessun.

18.14.2

Leiðbeiningar

Til að veita blessun hughreystingar og leiðsagnar eða föðurblessun, skal einn Melkísedeksprestdæmishafi eða fleiri leggja hendur sínar létt á höfuð viðkomandi. Sá sem mælir fram orðin, mun síðan:

  1. Ávarpa einstaklinginn með fullu nafni.

  2. Taka fram að blessunin sé framkvæmd með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Segja orð blessunar, huggunar og leiðsagnar, eins og andinn leiðbeinir.

  4. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.15

Helgun heimila

Kirkjumeðlimir mega láta helga heimili sín með valdsumboði Melkísedeksprestdæmisins.

18.15.2

Leiðbeiningar

Við helgun heimilis, skal Melkísedeksprestdæmishafi:

  1. Ávarpa himneskan föður eins og gert er í bæn.

  2. Tilgreinir að hann framkvæmi með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Helga heimilið sem stað þar sem heilagur andi fær dvalið og segja önnur orð með leiðsögn andans.

  4. Ljúka í nafni Jesú Krists.

18.16

Helgun grafa

18.16.1

Sá sem helgar gröf

Sá sem helgar gröf, ætti að hafa Melkísedeksprestdæmið og umboð frá prestdæmisleiðtoganum sem stjórnar athöfninni.

18.16.2

Leiðbeiningar

Við helgun grafar skal Melkísedeksprestdæmishafi:

  1. Ávarpa himneskan föður eins og gert er í bæn.

  2. Tilgreinir að hann framkvæmi með valdi Melkísedeksprestdæmisins.

  3. Helga grafreitinn sem hvíldarstað fyrir líkama hins látna.

  4. Biðja þess að staðurinn verði helgaður og verndaður fram að upprisunni (þar sem við á).

  5. Biðja himneskan föður að hugga fjölskylduna og tjáir eigin hugsanir með leiðsögn andans.

  6. Ljúka í nafni Jesú Krists.

Ef lík kirkjumeðlims er brennt, skal leiðtoginn í forsæti nota eigin dómgreind til að ákveða hvort vígja skuli staðinn þar sem askan er varðveitt.

18.17

Patríarkablessanir

Sérhver verðugur, skírður meðlimur á rétt á að fá patríarkablessun, sem veitir innblásna leiðsögn frá himneskum föður (sjá 1. Mósebók 48:14–1649; 2. Nefí 4:3–11).

Biskup eða tilnefndur ráðgjafi hefur viðtal við þá meðlimi sem þrá að fá patríarkablessun. Ef meðlimur er verðugur, útfyllir viðtalshafi meðmæli fyrir patríarkablessun. Hann sendir hana gegnum Patríarkablessanakerfið á ChurchofJesusChrist.org.

Sá sem gefur út meðmæli fyrir patríarkablessun, gætir þess að meðlimurinn sé nógu þroskaður til að skilja mikilvægi og heilagt eðli blessunarinnar.

18.17.1

Taka á móti patríarkablessun

Eftir að hafa fengið meðmæli, hefur meðlimurinn samband við patríarkann til að tímasetja veitingu patríarkablessunarinnar. Á tilsettum tíma, ætti meðlimurinn að fara til patríarkans í bænaranda og í sunnudagsfötum.

Hver patríarkablessun er heilög, trúnaðarmál og persónuleg. Hún er því veitt í einrúmi, en þó má takmarkaður fjöldi fjölskyldumeðlima vera viðstaddur.

Einstaklingur sem fær patríarkablessun, ætti að varðveita orð hennar, ígrunda þau og haga lífi sínu þannig að hann sé verðugur þess að hljóta hinar fyrirheitnu blessanir í þessu lífi og í eilífðinni.

Kirkjumeðlimir ættu ekki að bera saman blessanir og ættu ekki að miðla þeim neinum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum. Patríarkablessanir ætti ekki að lesa á kirkjusamkomum eða á öðrum opinberum samkomum.

Prenta