Handbækur og kallanir
22. Sjá fyrir stundlegum þörfum og vinna að sjálfsbjörg


„22. Sjá fyrir stundlegum þörfum og vinna að sjálfsbjörg,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„22. Sjá fyrir stundlegum þörfum og vinna að sjálfsbjörg,“ Valið efni úr Almennri handbók

vinnandi maður

22.

Sjá fyrir stundlegum þörfum og vinna að sjálfsbjörg

22.0

Inngangur

Meðlimir gera sáttmála um að „bera hver annars byrðar, … syrgja með syrgjendum … og hugga þá, sem huggunar þarfnast“ (Mósía 18:8–9).

Kirkjumeðlimum er líka ráðlagt að efla eigin sjálfsbjargarviðleitni með kostgæfnu starfi og með hjálp Drottins. Sjálfsbjörg er hæfileikinn, skuldbindingin og viðleitnin til að sjá sjálfum sér og fjölskyldu sinni fyrir andlegum og stundlegum lífsnauðsynjum.


FRAMLAG FJÖLSKYLDU OG EINSTAKLINGA


22.1

Vinna að sjálfsbjörg

Með hjálp frá Drottni, byggja meðlimir upp sjálfsbjörg á eftirfarandi hátt:

  • Þróa andlegan, líkamlegan og tilfinningalegan styrk.

  • Afla sér menntunar og atvinnu.

  • Bæta stundlegan viðbúnað.

22.1.4

Stundlegur viðbúnaður

Ritningarnar kenna mikilvægi þess að vera viðbúin (sjá Esekíel 38:7; Kenning og sáttmálar 38:30). Meðlimum er ráðlagt að undirbúa sig, svo þeir geti séð um sig sjálfa, fjölskyldur sínar og aðra á neyðartímum.

Meðlimir efla fjárhagslegan viðbúnað með því að:

  • Greiða tíund og fórnir (sjá Malakí 3:7–12).

  • Greiða upp og forðast skuldir, að því marki sem hægt er.

  • Undirbúa sig og lifa innan fjárhagsáætlunar.

  • Leggja fyrir til framtíðar.

  • Afla sér viðeigandi menntunar, sér til hjálpar við að sjá fyrir sjálfum sér og fjölskyldu sinni (sjá 22.3.3).

Viðbúnaður felur líka í sér að þróa áætlun um hvernig uppfylla eigi grunnþarfir í neyðartilvikum. Meðlimir eru hvattir til að koma sér upp bæði skammtíma og langtíma matar- og vatnsbirgðum og öðrum nauðsynjum.

22.2

Þjóna þeim sem hafa stundlegar og tilfinningalegar þarfir

Lærisveinum Drottins er kennt að „elska … og þjóna [hver öðrum]“ og „liðsinna þeim, sem þurfa á liði … að halda“ (Mósía 4:15–16). Meðlimir leitast við að sjá aðra eins og frelsarinn sér þá og skilja hinn einstaka styrkleika þeirra og þarfir. Þessar þarfir geta falið í sér mat, fatnað, húsnæði, menntun, atvinnu, líkamlega heilsu og andlega velferð.

22.2.1

Forðabúr Drottins

Öll þau úrræði sem kirkjunni eru tiltæk til að hjálpa þeim sem búa við stundlega neyð, eru kölluð forðabúr Drottins (sjá Kenning og sáttmálar 82:18–19). Þetta felur í sér tímafórn meðlima, hæfileika, samúð, efnisgæði og fjármagn til að hjálpa hinum þurfandi.

Forðabúr Drottins er tiltækt í hverri deild og stiku. Leiðtogar geta oft hjálpað einstaklingum og fjölskyldum að finna lausnir varðandi þarfir þeirra með því að nýta þá þekkingu, færni og þjónustu sem meðlimir deildar og stiku hafa yfir að ráða.

22.2.2

Föstulögmálið og föstufórnir

Drottinn hefur komið á föstulögmálinu og föstufórnum, til að blessa fólk sitt og sjá því fyrir leið til að þjóna þeim sem á þurfa að halda. Meðlimir vaxa nær Drottni og eflast að andlegum styrk þegar þeir lifa eftir föstulögmálinu. (Sjá Jesaja 58:6–12; Malakí 3:7–12.)

Fólk getur fastað hvenær sem það kýs. Þó er fyrsti hvíldardagur mánaðar yfirleitt sá dagur sem meðlimir fasta á. Dagur föstu felur að öllu jöfnu í sér:

  • Bæn

  • Vera án matar og drykkjar í 24 klukkustundir (sé það mögulegt líkamlega)

  • Gefa rausnarlega föstufórn

Föstufórn er framlag til að hjálpa hinum þurfandi. Þegar meðlimir fasta, er þeim boðið að leggja fram fórn sem er hið minnsta andvirði þeirra máltíða sem þeir neita sér um.

Meðlimir geta afhent biskupi eða öðrum ráðgjafa hans föstufórn sína og útfyllt eyðublað fyrir tíund og aðrar fórnir. Á sumum svæðum geta þeir líka greitt framlög á netinu.


FRAMLAG LEIÐTOGA


22.3

Forskrift að því að vinna að sjálfsbjörg og þjóna hinum nauðstöddu

22.3.1

Leita hinna þurfandi

Biskup hefur þá helgu ábyrgð að leita og annast hina þurfandi (sjá Kenning og sáttmálar 84:112). Aðrir sem gegna mikilvægu hlutverki við að hjálpa biskupi í ábyrgðarskyldum hans, eru meðal annars:

  • Þjónandi bræður og systur.

  • Forsætisráð Líknarfélags og öldungasveitar.

  • Ráðgjafar biskups.

  • Aðrir meðlimir í deildarráði.

22.3.2

Hjálpa meðlimum að meta og takast á við skammtímaþarfir

Meðlimir leitast við að uppfylla grunnþarfir sínar með eigin framtaki og aðstoð stórfjölskyldunnar. Þegar það dugar ekki til, gætu meðlimir þurft aðstoð frá öðrum aðilum eins og með:

  • Úrræðum stjórnvalda og samfélags (sjá 22.12).

  • Aðstoð kirkjunnar.

Aðstoð kirkjunnar gæti falið í sér aðstoð við skammtímaþarfir, eins og með matvæli, hreinlætisvörur, fatnað, húsnæði eða aðrar grunnvörur. Biskupar mega nota föstufórnir til að bregðast við þessum þörfum. Þar sem pantanir biskups eru tiltækar, nota biskupar þær almennt til að útvega matvæli og aðrar grunnvörur (sjá „Bishops’ Orders and Referrals“ í Leader and Clerk Resources [LCR]).

22.3.3

Hjálpa meðlimum að vinna að langtíma sjálfsbjörg

Meðlimir gætu þurft áframhaldandi stuðning til að takast á við langtímaáskoranir. Menntun, starfsþjálfun eða önnur úrræði geta hjálpað þeim að efla sjálfsbjargarviðleitni og sjá fyrir þörfum sínum til lengri tíma litið.

Sjálfsbjargaráætlunin hjálpar meðlimum að greina styrkleika sína og þarfir. Það hjálpar þeim einnig að bera kennsl á gagnleg úrræði. Þessa áætlun ætti að nota í hvert sinn sem aðstoð kirkjunnar kemur til greina.

22.3.4

Þjóna þeim sem hafa tilfinningalegar þarfir

Margir meðlimir upplifa tilfinningalegar áskoranir. Þjónandi bræður og systur og deildarleiðtogar geta verið mikilvægir við að hjálpa meðlimum við þessar áskoranir.

22.4

Reglur um veitingu kirkjuaðstoðar

Með hjálp Drottins, leitast meðlimir við að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum.

Aðstoð kirkjunnar er ætlað að hjálpa meðlimum að þróa sjálfstæði, ekki ósjálfstæði. Öll aðstoð sem veitt er, ætti að styrkja meðlimi í viðleitni þeirra til að verða sjálfbjarga.

22:58

22.4.1

Hvetja til einstaklings- og fjölskylduábyrgðar

Leiðtogar kenna að einstaklingar og fjölskyldur beri meginábyrgð á eigin stundlegri, tilfinningalegri og andlegri velferð.

Áður en biskup veitir aðstoð kirkjunnar, fer hann (eða annar leiðtogi eða meðlimur sem hann tilnefnir) yfir með meðlimum hvaða úrræði þeir nota til að uppfylla eigin þarfir.

22.4.2

Veita stundlega aðstoð vegna nauðsynlegra þarfa

Markmið kirkjuaðstoðar er að uppfylla grunnþarfir tímabundið á meðan meðlimir leitast við að verða sjálfbjarga.

Biskupar ættu að gæta góðrar dómgreindar og leita andlegrar leiðsagnar þegar þeir íhuga umfang og tímalengd þeirrar aðstoðar sem veitt er. Þeir ættu að vera samúðarfullir og örlátir, en gæta þess jafnframt að stuðla ekki að ósjálfstæði.

22.4.3

Veita hagnýta hjálp eða þjónustu í stað reiðufés

Ef mögulegt er, ætti biskup að forðast að gefa peninga. Þess í stað ætti hann að nota föstufórnir eða pantanir biskups til að útvega meðlimum matvöru eða þjónustu. Meðlimir geta síðan notað eigið fé til að greiða fyrir aðrar þarfir.

Þegar þetta nægir ekki, getur biskupinn aðstoðað með því að nota föstufórnir til að greiða tímabundið nauðsynlega reikninga (sjá 22.5.2).

22.4.4

Bjóða tækifæri til vinnu eða þjónustu

Biskupar bjóða þeim sem hljóta aðstoð að vinna eða veita þjónustu eftir því sem þeir geta. Þetta hjálpar meðlimum að viðhalda reisn. Það eykur líka getu þeirra til að vera sjálfbjarga.

22.4.5

Halda trúnað vegna upplýsinga um kirkjuaðstoð

Biskup og aðrir deildarleiðtogar halda trúnað varðandi allar upplýsingar um meðlimi sem gætu þurft á aðstoð kirkjunnar að halda. Þetta verndar friðhelgi og reisn meðlima.

22.5

Reglur um veitingu kirkjuaðstoðar

Kirkjuleiðtogar ættu að fylgja reglunum sem tilgreindar eru í þessum hluta þegar þeir nota föstufórnir eða pantanir biskups til að aðstoða með matvæli og aðrar grunnvörur.

22.5.1

Reglur varðandi þiggjendur kirkjuaðstoðar

22.5.1.1

Aðstoð veitt deildarmeðlimum

Almennt ættu meðlimir sem hljóta aðstoð kirkjunnar að búa innan deildarmarka og hafa meðlimaskýrslu sína í deildinni. Aðstoð er hægt að veita óháð því hvort meðlimurinn sæki kirkjusamkomur reglubundið eða fylgi reglum kirkjunnar.

22.5.1.2

Aðstoð veitt biskupum og stikuforsetum

Skriflegt samþykki stikuforseta þarf áður en biskup getur notað föstufórnir eða samþykkt pöntun biskups fyrir sig sjálfan eða fjölskyldu sína.

22.5.1.4

Aðstoð veitt einstaklingum sem ekki eru meðlimir kirkjunnar

Einstaklingum sem ekki eru meðlimir kirkjunnar er venjulega vísað til sveitarfélaga til að fá aðstoð. Í einstaka tilfellum, samkvæmt leiðsögn andans, getur biskup aðstoðað þá með föstufórnum eða pöntunum biskups.

22.5.2

Reglur um notkun föstufórna

22.5.2.1

Heilsugæsla

Hvert kirkjusvæði hefur sett samþykkismörk fyrir notkun föstufórna til að greiða læknis-, tannlækna- eða geðheilbrigðiskostnað.

Fyrir samþykktar upphæðir og leiðbeiningar, sjá þá „Use of Fast Offerings for Medical Expenses [Notkun föstufórna fyrir læknaútgjöld].“

22.5.2.3

Endurgreiðsla föstufórna

Meðlimir endurgreiða ekki aðstoð með föstufórnum sem þeir hljóta frá kirkjunni.

22.5.2.4

Útgjaldaupphæðir föstufórna deildar

Biskupum er ekki skylt að takmarka föstufórnaraðstoð í þágu meðlima deildar við fjárhæð framlaga sem safnað er innan deildar.

22.5.3

Reglur um útgreiðslur

Ef mögulegt er, ætti að greiða beint til fyrirtækja sem veita vörur og þjónustu.

22.5.4

Reglur um útgreiðslur sem snerta hagsmuni biskups eða stikuforseta

Þegar biskup veitir meðlimum föstufórnaraðstoð, má biskup ekki nota fjármuni til að greiða fyrir vörur eða þjónustu á þann hátt sem hann hefur sjálfur hag af.

Ef stikuforseti eða fyrirtæki sem hann á hefði hag af föstufórnargreiðslu í þágu meðlims, þarf samþykki svæðisforseta.

22.6

Hlutverk deildarleiðtoga

22.6.1

Biskup og ráðgjafar hans

Biskup hefur þá guðlegu ábyrgð að leita og annast hina þurfandi (sjá Kenning og sáttmálar 84:112). Hann felur forsætisráðum Líknarfélags og öldungasveitar stóran hluta af þessu starfi. Þó eru ákveðnar skyldur sem biskup framkvæmir aðeins sjálfur. Biskup, sem dæmi:

  • Ákveður tegund, umfang og tímalengd hvers kyns stundlegrar aðstoðar sem veitt er.

  • Samþykkir föstufórnaraðstoð (sjá 22.4 og 22.5) og pantanir biskups varðandi matvæli og aðrar grunnvörur (sjá 22.13).

  • Fer persónulega yfir sjálfsbjargaráætlanir meðlima. Hann felur öðrum deildarleiðtogum eftir þörfum að fylgja þessum áætlunum eftir.

Biskup og ráðgjafar hans hafa eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Þeir kenna reglur og blessanir sem tengjast (1) umönnun þeirra sem hafa tímabundnar og tilfinningalegar þarfir og (2) stuðla að sjálfsbjargarviðleitni (sjá 22.1).

  • Þeir kenna föstulögmálið og hvetja meðlimi til að gefa rausnarlega föstufórn (sjá 22.2.2).

  • Þeir hafa yfirumsjá með samansöfnun og meðferð föstufórna (sjá 34.3.2).

22.6.2

Forsætisráð Líknarfélags og öldungasveitar

Undir handleiðslu biskups, gegna forsætisráð Líknarfélags og öldungasveitar lykilhlutverki í umönnun hinna þurfandi í deild þeirra (sjá 8.2.2 og 9.2.2). Þessir leiðtogar kenna meðlimum að:

  • Þjóna hinum þurfandi.

  • Lifa eftir föstulögmálinu.

  • Stuðla að sjálfsbjargarviðleitni.

  • Efla viðbúnað einstaklinga og fjölskyldna.

22.6.3

Þjónandi bræður eða systur

Aðstoð við andlegar og stundlegar þarfir hefst oft hjá þjónandi bræðrum og systrum (sjá 21.1). Þau segja forsætisráðum öldungasveitar og Líknarfélags frá þörfum þeirra sem þau þjóna í þjónustuviðtölum og á öðrum stundum. Þau mega segja biskupi beint frá þörfum sem eru trúnaðarmál.

22.7

Hlutverk deildarráðs

Mikilvægt hlutverk deildarráðs er að skipuleggja hvernig annast á þá sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að verða sjálfbjarga (sjá 4.4). Ráðsmeðlimir byggja þessar áætlanir á upplýsingum frá þjónustuviðtölum og persónulegum samskiptum við þá sem eru þurfandi. Við umræður um þarfir meðlima, virðir ráðið óskir allra sem fara fram á þagnarskyldu.

22.8

Hlutverk ungmennaráðs deildar

Einn tilgangur ungmennaráðs deildar er að hjálpa ungmennum að verða staðfastir fylgjendur Jesú Krists (sjá 29.2.6).

Undir handleiðslu biskupsráðs, skipuleggur ungmennaráð deildar leiðir til að þjóna þeim sem þurfa á því að halda í deild þeirra og samfélagi.