Handbækur og kallanir
25. Musteris- og ættarsögustarf í deild og stiku


„25. Musteris- og ættarsögustarf í deild og stiku,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„25. Musteris- og ættarsögustarf í deild og stiku,“ Valið efni úr Almennri handbók

Ljósmynd
musteri

25.

Musteris- og ættarsögustarf í deild og stiku

25.0

Inngangur

Musteris- og ættarsögustarf er leiðin til að sameina og innsigla fjölskyldur um eilífð (sjá Matteus 16:19). Þetta starf felur í sér:

Fleiri upplýsingar má nálgast undir „Musteri“ og „Ættarsaga“ (Leiðarvísir að ritningunum, topics.ChurchofJesusChrist.org).

25.1

Þátttaka meðlima og leiðtoga í musteris- og ættarsögustarfi

Kirkjumeðlimir hafa þau forréttindi og þá ábyrgð að hjálpa við að sameina fjölskyldur þeirra um eilífð. Þeir búa sig undir að gera sáttmála er þeir meðtaka helgiathafnir musterisins og þeir vinna að því að halda þá sáttmála.

Kirkjumeðlimir eru hvattir til að bera kennsl á látna ættingja sína sem ekki hafa hlotið helgiathafnir musterisins. Meðlimir framkvæma því næst helgiathafnirnar fyrir hönd þessara ættingja (sjá Kenning og sáttmálar 128:18). Í andaheiminum geta látnir einstaklingar tekið ákvörðun um að meðtaka eða hafna þeim helgiathöfnum sem framkvæmdar hafa verið fyrir þá.

25.1.1

Einstaklingsábyrgð musterissóknar

Meðlimir ákveða sjálfir hvenær og hve oft þeir tilbiðja í musterinu. Leiðtogar setja ekki upp kvóta eða skýrsluskyldu fyrir musterissókn.

25.2

Skipuleggja musteris- og ættarsögustarf í deild

25.2.1

Biskupsráð

Biskupsráðið samræmir musteris- og ættarsögustarf með forsætisráðum öldungasveita og Líknarfélags. Þessir leiðtogar ráðgast reglulega saman.

Biskupsráðið ber einnig eftirfarandi ábyrgð á musteris- og ættarsögustarfinu í deildinni:

  • Tryggir að í kirkjunni séu kenndar kenningar og blessanir musteris- og ættarsögustarfs.

  • Tryggir að samhæfing á musteris- og ættarsögustarfi fari fram á fundum deildarráðs og á fundum ungmennaráðs.

  • Fylgist með skipulagningu musterisundirbúningskennslu (sjá 25.2.8).

  • Gefur út musterismeðmæli (sjá kafla 26).

25.2.2

Forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags

Forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags leiða hið daglega musteris- og ættarsögustarf í deildinni (sjá 8.2.4 og 9.2.4). Þau vinna saman við að leiða þetta starf með deildarráði, undir leiðsögn biskupsins.

Þessir leiðtogar hafa eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Hjálpa meðlimum að búa sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins og gera musterissáttmála.

  • Hvetja meðlimi til að tilbiðja í musterinu, eins oft og aðstæður þeirra leyfa.

  • Hvetja meðlimi að læra um áa þeirra og framkvæma helgiathafnir musterisins fyrir þeirra hönd.

  • Leiða verk leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs í deild. Ef þessi leiðtogi hefur ekki verið kallaður, þá tekur meðlimur öldungasveitar það hlutverk að sér (sjá 25.2.3).

Forseti öldungasveitar og forseti Líknarfélags felur hvor fyrir sig meðlim forsætisráðsins að leiða musteris- og ættarsögustarf í deildinni. Þessi tvö forsætisráð vinna í sameiningu. Þau sitja saman á samræmingarfundum musteris- og ættarsögustarfs (sjá 25.2.7).

25.2.3

Leiðtogi musteris- og ættarsögustarfs í deild

Biskupsráðið ráðfærir sig við stikuforsetann til að ákvarða hvort kalla eigi leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs. Þessi einstaklingur ætti að vera Melkísedeksprestdæmishafi.

Leiðtogi musteris- og ættarsögustarfs deildar styður forsætisráð öldungasveitar og Líknarfélags í ábyrgðarskyldum þeirra í musteris- og ættarsögustarfinu. Hann hefur einnig eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Leiðir samræmingarfundi musteris- og ættarsögustarfs deildar (sjá 25.2.7).

  • Leiðbeinir ráðgjöfum musteris- og ættarsögustarfs. Samræmir verk þeirra til að hjálpa meðlimum með musteris- og ættarsögustarf.

  • Vinnur með trúboðsleiðtogum og trúboðunum við að hjálpa þeim sem eru að læra um fagnaðarerindið, nýjum meðlimum og meðlimum sem hafa snúið aftur, að taka þátt í musteris- og ættarsögustarfi.

25.2.4

Leiðbeinendur musteris- og ættarsögustarfs í deild

Leiðbeinendur musteris- og ættarsögustarfs í deild þjóna undir leiðsögn leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs í deild eða þeim meðlimi forsætisráðs öldungasveitar sem gegnir þeirri stöðu. Biskupsráðið kallar þessa meðlimi til þjónustu. Kalla má fullorðna eða ungmenni.

Leiðbeinendur hafa eftirfarandi ábyrgðarskyldur:

  • Hjálpa meðlimum að upplifa blessanir þess að læra um áa þeirra og framkvæma helgiathafnir musterisins fyrir þeirra hönd.

  • Hjálpa meðlimum að búa sig undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins og gera musterissáttmála.

  • Taka þátt í samræmingarfundum musteris- og ættarsögustarfs (sjá 25.2.7).

25.2.7

Samræmingarfundir musteris- og ættarsögustarfs í deild

Stuttir og óformlegir samhæfingarfundir musteris- og ættarsögustarfs deilda eru haldnir reglubundið. Ef leiðtogi musteris- og ættarsögustarfs deildar er kallaður, leiðir hann þessa fundi. Annars er það meðlimur forsætisráðs öldungasveitar sem fyllir í það hlutverk sem stjórnar.

Aðrir sem boðnir eru:

  • Valdir meðlimir forsætisráðs Líknarfélags og öldungasveitar.

  • Aðstoðarmaður í prestasveit.

  • Meðlimur í forsætisráði elsta námsbekkjar Stúlknafélagsins.

  • Leiðbeinendur musteris- og ættarsögustarfs.

Tilgangur þessara funda er að:

  • Skipuleggja hvernig hjálpa megi ákveðnum deildarmeðlimum með musteris- og ættarsögustarf þeirra eftir óskum.

Þessa fundi má halda í eigin persónu eða rafrænt. Samræming getur einnig farið fram á annan máta, þar með talið með símtölum, textaskilaboðum og netpósti.

25.2.8

Undirbúningsnámskeið fyrir musteri

Undirbúningsnámskeið fyrir musteri, undir leiðsögn biskups, getur verið skipulagt til að hjálpa meðlimum að búa sig undir að gera sáttmála er þeir meðtaka helgiathafnir musterisins. Þessi námskeið eru haldin utan venjulegra sunnudagssamkoma á tíma sem hentar meðlimum. Þau geta farið fram í samkomuhúsi eða á heimili.

Kennsluefni og leiðbeiningar fyrir skipulagningu námskeiðsins eru í Gjöf frá upphæðum: Undirbúningsnámskeið fyrir musterið – Handbók kennara. Þátttakendur fá gefins eintak af Búa sig undir að fara í hið heilaga musteri. Fyrir persónulegt nám og kennsluefni, sjá temples.ChurchofJesusChrist.org.

25.4

Ættarsögugögn

25.4.1

Ættmenni mín og fjölskylda: Sögur sem sameina okkur

Bæklingurinn Ættmenni mín og fjölskylda: Sögur sem sameina hjálpar fólki að uppgötva ættingja og áa og safna sögum þeirra saman. Þessi bæklingur getur einnig hjálpað meðlimum að undirbúa ættmennanöfn fyrir helgiathafnir musterisins.

Hægt er að hlaða bæklingnum niður á ChurchofJesusChrist.org. Hægt er að panta útprentuð eintök á store.ChurcofJesusChrist.org.

25.4.2

FamilySearch.org og smáforrit FamilySearch

FamilySearch.org er vefsíða kirkjunnar fyrir musteris- og ættarsögustarf. Hún getur hjálpað notendum við að:

  • Byggja tengingar og sambönd í ættartré.

  • Uppgötva áa og sögur þeirra.

  • Miðla og varðveita ættarsögur, ljósmyndir og frásagnir.

  • Búa ættmennanöfn undir helgiathafnir musterisins.

FamilySearch-appið og FamilySearch Memories-appið hjálpa fólki að taka þátt í musteris- og ættarsögustarfi úr farsímum.

25.5

Mæla með og kalla musterisþjóna

25.5.1

Mæla með musterisþjónum

Borið er kennsl á mögulega musterisþjóna á eftirfarandi hátt:

  • Biskup eða annar deildarleiðtogi ber kennsl á meðlimina

  • Meðlimir koma til biskupsins með ósk um að þjóna

  • Musterisforsetinn, musterisráðskonan eða annar musterisleiðtogi mælir með meðlimunum

  • Meðlimir sem eru að búa sig undir eða hafa nýlega snúið aftur úr trúboðsþjónustu (sjá kafla 24)

Nöfn mögulegra musterisþjóna eru send inn í gegnum Recommend Temple Worker tool [Verkfæri til að mæla með musterisþjónum]. Þetta verkfæri er til reiðu fyrir biskupa, stikuforseta og musterisforseta.

Prenta