Hjálp fyrir börn og ungmenni
Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu


„Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu,“ Börn og unglingar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: Kynningarleiðarvísir fyrir foreldra og leiðtoga (2019)

„Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu“

Orðsending frá Æðsta forsætisráðinu

Kæru bræður og systur,

börn og unglingar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru ástkær synir og dætur Guðs. Þeim er mögulegt að hafa djúpstæð áhrif á heiminn.

Reglurnar sem kenndar eru í þessari áætlun fyrir börn og unglinga marka æðri og helgari leið til að hvetja hina upprennandi kynslóð til að fylgja Jesú Kristi og tileinka sér fagnaðarerindi hans á öllum sviðum lífsins. Þessi mikla verkáætlun felur í sér trúarnám, forréttindi þjónustu, persónulegan þroska og spennandi viðburði. Þetta verk byrjar heima. Foreldrar bera þá helgu ábyrgð að kenna börnum sínum ljós og sannleika. Kirkjuleiðtogar bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra dýrmætan stuðning og leiðbeiningar.

Við elskum ykkur. Við berum fullt traust til ykkar. Við heitum ykkur því að faðir okkar á himnum mun halda áfram að blessa ykkur og styðja þegar þið leiðið og leiðbeinið börnum hans í trú.

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin

frelsarinn