Hjálp fyrir börn og ungmenni
Aðfaraorð


„Aðfaraorð,“ Börn og unglingar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: Kynningarleiðarvísir fyrir foreldra og leiðtoga (2019)

„Aðfaraorð“

Aðfaraorð

Með því að vinna saman, hjálpa foreldrar og leiðtogar börnum og unglingum að efla trú sína, verða verðugir lærisveinar Drottins Jesú Krists og ráðvandnir karlar og konur, með:

  • Trúarnámi sem hvetur til persónulegrar skuldbindingar.

  • Þjónustu og viðburðum sem styrkja líkama og anda.

  • Eigin framþróun sem stuðlar að þroska og vexti.

Leiðbeiningarnar og almenn hlutverk í þessum bæklingi má aðlaga. Það er engin ein leið réttari en önnur við að fylgja þeim. Nokkrar hugmyndir og dæmi eru tiltæk á netinu á ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org. Leitið innblásturs til að vita hvað best hentar hverjum einstaklingi (sjá „Aðlaga og aðhæfa“).

Hin upprennandi kynslóð

Ljósmynd
brosandi ungmenni

Spámenn hafa sagt að þessi kynslóð barna og ungmenna sé meðal þeirra bestu sem Drottinn hefur sent til jarðar (sjá Russell M. Nelson, „Hope of Israel,“ heimslæg æskulýðsráðstefna, 3. júní 2018, 16). Þeim er mögulegt að hafa djúpstæð áhrif á heiminn. Þeim hefur verið boðið að hjálpa við að safna saman Ísrael beggja vegna hulunnar. Þörf er á æðri og helgari leið til að annast og þjóna þeim. Sú leið mun hjálpa börnum og unglingum að:

  • Þekkja eilífa sjálfsmynd sína og tilgang.

  • Efla trú þeirra á Jesú Krist, innræta þeim fagnaðarerindi hans og innblása þau til að velja að fylgja honum.

  • Framfylgja skyldum Aronsprestdæmisins.

  • Taka þátt í starfi sáluhjálpar.

  • Þroskast persónulega með stuðningi foreldra og aðstoð leiðtoga eftir þörfum.

  • Vera verðug þess að fara í musterið og njóta varanlegrar gleði á sáttmálsveginum.

Þegar börn og unglingar hljóta opinberun fyrir eigið líf, stuðla að trúarmiðuðum samböndum og stunda líkamsrækt í uppvextinum, munu þau ná árangri í þessu viðfangsefni.

Leitast við að fylgja frelsaranum

Á æskuárum sínum þurfti Jesús að læra að þekkja sitt guðlega auðkenni og hlutverk, á sama hátt og hvert barn Guðs þarf að gera. Hann „þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum“ (Lúkas 2:52). Hann óx á jafnan hátt og það geta öll börn og unglingar gert.

Hjálpið börnum og unglingum að hafa frelsarann að fyrirmynd á öllum þeirra lífsins sviðum – ekki aðeins á hvíldardögum. Þegar þau leitast við að gera Jesú Krist að miðpunkti lífs síns, lofar hann að senda heilagan anda til að vera huggari þeirra og leiðbeinandi.

Best er að byrja á heimilinu við að fylgja frelsaranum. Kirkjuleiðtogar geta veitt einstaklingum og fjölskyldum mikilvægan stuðning.

Heimilismiðað

Ljósmynd
fjölskylda situr á bekk

Foreldrar ráðgera fjölskylduupplifanir og samtöl til að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists og koma á móts við sérþarfir hvers barns. Þetta gerist þegar fjölskyldur starfa og skemmta sér saman á þann hátt sem kennir nauðsynlega færni, styrkir persónuleika og veitir tækifæri til vaxtar.

Hvetjið til vaxtar

  • Biðjið um leiðsögn. Himneskur faðir þekkir börn ykkar og mun hjálpa við kennslu þeirra.

  • Hjálpið börnum ykkar að sækjast eftir og þekkja áhrif heilags anda.

  • Tjáið elsku og hrósið börnum ykkar oft fyrir viðleitni þeirra til að gera vel og fyrir kristilega eiginleika sem þið sjáið í þeim.

  • Leitið tækifæra til að þjóna öðrum sem fjölskylda.

Veita leiðsögn

  • Hjálpið börnum ykkar að sjá hvernig þau geta tileinkað sér fagnaðarerindið á öllum sviðum lífs síns.

  • Leiðbeinið börnum ykkar og hvetjið þau til að setja sér markmið og gera áætlanir.

  • Hjálpið þeim að finna sínar eigin lausnir á vandamálum.

  • Bjóðið stuðning, hjálp og hvatningu á leið þeirra.

Talið við leiðtoga

Hafið samband við kennara og leiðtoga til að ákveða hvernig þeir geti stutt börn ykkar sem best. Gætið þess að rjúfa ekki trúnað við börn ykkar eða vekja þeim blygðun.

Kirkjustyrkt

Heimilismiðað (Fjölskylda)

Ljósmynd
tákn trúarnáms
Ljósmynd
tákn þjónustu og viðburða
Ljósmynd
tákn eigin framþróunar

Kirkjustyrkt (Leiðtogar)

Hlutverk kirkjunnar felur í sér að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists, veita helgiathafnir og styðja heimilið. Leiðtogar og kennarar styðja foreldra með því að koma á sterkum, leiðbeinandi samböndum við börnin og unglingana sem þau þjóna.

Talið við foreldra

  • Hafið óformleg samskipti við foreldra til að komast að því hvernig hægt er að styðja börn þeirra. Segið frá styrkleikum sem þið takið eftir.

  • Spyrjið hvað þau voni að börn þeirra upplifi og læri í sveitum Aronsprestdæmisins, í námsbekkjum Stúlknafélagsins og í viðburðum.

Þegar foreldrar eru ekki virkir meðlimir kirkjunnar:

  • Útskýrið fyrir foreldrum þessa viðleitni til að styðja börn og ungmenni og spyrjið hvort og hvernig þau vilji að börn þeirra taki þátt.

  • Spyrjið börn eða ungmenni hvers konar stuðning þau vilja.

  • Ræðið við deildarráð um hvernig eigi að hafa foreldrana með eins mikið og mögulegt er.

Styðjið börn og unglinga

  • Hjálpið börnum og unglingum að þekkja áhrif heilags anda.

  • Spyrjið hvað þau vilja læra og upplifa í sveitum og námsbekkjum og í viðburðum.

  • Hvetjið þau til að hafa frumkvæði við skipulag og stjórnun viðburða.

  • Styðjið Aronsprestdæmishafa við að uppfylla skyldur sveitarinnar.

Trúarnám

Ljósmynd
fjölskylda lærir saman

Á heimilinu

Nám og bænir ykkar sjálfra og fjölskyldunnar saman, mun hjálpa börnum og unglingum að skynja og þekkja áhrif heilags anda og læra að elska frelsarann. Einstaklingar og fjölskyldur eru hvött til að nota námsefnið Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og orð lifandi spámanna til að læra fagnaðarerindi Jesú Krists.

Í kirkju

Börn og unglingar hittast saman til að læra fagnaðarerindi Jesú Krists. Börn læra fagnaðarerindið með kennslu í námsbekkjum og söngstund Barnafélagsins. Ungmenni læra kenninguna í námsbekkjum og sveitum. Börnum og ungmennum er boðið að miðla því sem þau lærðu heima og tileinka sér fagnaðarerindið.

Þjónusta og viðburðir

Ljósmynd
Sjálfboðaliðar Hjálparhanda mormóna

Á heimilinu

Þjónusta og viðburðir koma á réttlátum daglegum venjum, byggja upp fjölskyldusambönd, kenna lífsleikni, þroska kristilega eiginleika og stuðla að vexti og þroska barna og unglinga. Þjónusta og viðburðir fjölskyldunnar geta tekið mið af þörfum einstaklinga og fjölskyldu og verið tækifæri til að tileinka sér reglur fagnaðarerindisins í daglegum upplifunum.

Í kirkju

Þjónusta – þar á meðal Aronsprestdæmishafa sem þjóna við helgiathöfn sakramentisins – og reglubundnir viðburðir veita tækifæri til að koma saman, læra nýja færni, vinna erfið verkefni og stuðla að trúarmiðuðum samböndum við jafnaldra og leiðtoga. Þessi tækifæri stuðla að andlegum, félagslegum, líkamlegum og vitsmunalegum þroska barna og unglinga og sjá öðrum fyrir innihaldsríkri þjónustu. JustServe [FúsTilÞjónustu] (JustServe.org) er dýrmætt úrræði til samfélagsþjónustu.

Fjöldaga viðburðir fyrir ungmenni eru ráðstefnurnar Til styrktar ungmennum (TSU) og ráðstefnur, búðir og aðrar samkomur fyrir ungmenni. Þessir viðburðir geta aukið þrá ungmenna til að fylgja frelsaranum, breytt út af daglegum venjum og fengið þau til að sjá að þau tilheyra stærri hópi ungmenna sem deila réttlátum markmiðum.

Ljósmynd
TSU Brasilíu 2016

Eigin framþróun

Á heimilinu

Börn og unglingar velja hvað þau geta gert til að vaxa og læra að fylgja frelsaranum. Foreldrar geta hjálpað þeim að skilja hvernig þau eru þegar að vaxa og þroskast og hvar þau gætu þurft að bæta sig. Öll starfsemi sem varðar kirkju, skóla, vináttu, íþróttir, listir, vinnu og önnur einstaklingsbundin áhugamál, geta hjálpað börnum og unglingum að fylgja Jesú Kristi.

Í kirkju

Leiðtogar elska og þjóna hverju barni og ungmenni og verða meðvitaðir um þarfir þess og áhugamál. Með kærleiksríkum samböndum geta leiðtogar verið einkar áhrifamiklir við að styðja og hvetja öll börn og ungmenni í þjónustu og þroska þeirra.

Aðlaga og aðhæfa

Ljósmynd
tvær brosandi stúlkur

Hver einstaklingur, fjölskylda og söfnuður er einstakur. Það sem virkar best fyrir einn virkar kannski ekki fyrir annan. Gerið það sem hentar fjölskyldu ykkar, námsbekk, sveit eða deild. Ræðið um tækifæri ykkar og áhyggjumál og leitið opinberunar um hvernig aðlaga mætti þetta verkefni til að hjálpa einstökum börnum og unglingum að ná guðlegum möguleikum sínum.

Börn og unglingar geta t.d. keppt að persónulegum þroska á marga vegu: Hvaða markmið eru sett og hversu mörg og tíð þau eru, svo og getur stuðningur verið mismunandi og ætti að miðast við hvern fyrir sig. Námsbekkir og sveitir ættu líka að aðlaga til að uppfylla þarfir. Auk þess getur tegund og tíðni viðburða verið mismunandi eftir aðstæðum svæðis.

Hafið þetta einfalt. Gerið það sem virkar.

Hvatning og viðurkenning

Ljósmynd
ungur drengur standandi í kennslustofu

Hvatning

Áhugi barna og ungmenna vaknar á eðlilegan hátt þegar þau finna að þau eru elskuð, að þau vaxa, taka framförum og finna fyrir heilögum anda í lífi sínu. Þegar breytingar og vöxtur verða þeim erfið, hvetjið þau þá til að leita leiða til að sigrast á áskorunum eða aðlaga áætlanir sínar. Sterk og traust sambönd við foreldra, leiðtoga og jafnaldra geta veitt þeim styrk til að halda áfram að reyna.

Viðurkenning

Eftir því sem börn og ungmenni taka framförum, hrósið þeim þá og hvetjið þau. Gefið þeim tækifæri til að miðla því sem þau eru að læra og fagnið þroska þeirra og vexti. Að auki geta öll börn og unglingar fengið hluti eins og hring eða skjöld, til að minna þau á að þau eru hluti af alþjóðlegum hópi sem leitast við að fylgja Jesú Kristi. Þegar börn og unglingar ná andlegum, félagslegum, líkamlegum og vitsmunalegum markmiðum, geta þau fengið fleiri viðurkenningartákn.

Prenta