Hjálp fyrir börn og ungmenni
Úrræði til hjálpar


„Úrræði til hjálpar,“ Börn og unglingar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: Kynningarleiðarvísir fyrir foreldra og leiðtoga (2019)

„Úrræði til hjálpar“

Úrræði til hjálpar

Úrræði fyrir farsíma, net og prentun eru tiltæk. Foreldrar, fullorðnir leiðtogar, forsætisráð sveitar og námsbekkjar og ungmenni geta haft aðgang að verkfærum til að setja markmið, hugmyndum að markmiðum, hugmyndum að þjónustu og viðburðum á heimili þeirra og í kirkju, öryggisreglum og leiðbeiningum.

Úrræði

Ljósmynd
snjallsími

Smáforrit: Gospel Living

Smáforritið Gospel Living [iOS og Android) er hannað sem andlega hvetjandi, grípandi og skemmtilegt og á við dagleg líf. Það styður kristilegt líferni með:

  • Andlegu efni

  • Áminningum

  • Hugmyndum að viðburðum

  • Samskiptum

  • Dagbókaskrifum

  • Persónulegum markmiðum

Leitið í Apple app store og Android app marketplace að smáforritinu Gospel Living (Church of Jesus Christ).

Ljósmynd
ungmenni við tölvu

Netið: ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org

Á vefsíðunni Eigin framþróun barna og unglinga eru úrræði til stuðnings við foreldra, börn, ungmenni og leiðtoga.

  • Úrræði foreldra og fjölskyldu

  • Úrræði og dæmi um hvernig styðja og hvetja má börn og ungmenni

  • Helstu viðburðaúrræði

  • Leiðbeiningar um þjónustu og viðburði, dæmi og hugmyndir

  • Dæmi og hugmyndir um eigin framþróun (markmið)

  • Þjálfunarúrræði forsætisráðs námsbekkjar og sveitar

  • Hægt er að hlaða niður útgáfum af prentefni

Prentun: Eigin framþróun barna og unglinga

Prentaðir bæklingar sem styðja við reglur um vöxt og þroska barna og ungmenna og hjálpa börnum og ungmennum að gera áætlanir um eigin framþróun, eru tiltækir þar sem það væri gagnlegt.

Haldið áfram á sáttmálsveginum

Ljósmynd
Rómar-musterið, Ítalíu

Þegar ungmenni fara á næsta lífsstig, munu Líknarfélagið og öldungasveitin sjá þeim fyrir fleiri tækifærum til gleði og vaxtar, er þau vinna saman að því að framfylgja starfi sáluhjálpar.

Ljósmynd
brosandi piltar

Öldungasveit

Ljósmynd
faðmandi stúlkur

Líknarfélagið

Prenta