Hjálp fyrir börn og ungmenni
Hlutverk


„Hlutverk,“ Börn og unglingar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: Kynningarleiðarvísir fyrir foreldra og leiðtoga (2019)

„Hlutverk“

Hlutverk

Heimili og foreldrar

Ljósmynd
fjölskylda á gangi úti

Hvert er hlutverk mitt?

Verið réttlát fyrirmynd fyrir börn ykkar. Kennið þeim að vaxa á öllum sviðum lífs síns. Finnið leiðir til að hjálpa þeim að skynja gleði þess að halda sáttmála, uppgötva nýja hæfileika og gera erfiða hluti. Hjálpið fjölskyldu ykkar að komast nær himneskum föður og Jesú Kristi og lifa eftir fagnaðarerindinu í daglegu lífi.

Hvað á ég að gera?

Látið börnin vita hve heitt þið elskið þau. Takið þátt í lífi þeirra. Berið ykkur af kostgæfni eftir því að finna út persónulegar þarfir þeirra og skipuleggið trúarnám og viðburði sem uppfylla þær þarfir. Miðlið þeim vitnisburði ykkar reglubundið. Ræðið við leiðtoga til að ákveða hvernig þeir geti stutt börn ykkar.

Hvar á ég að byrja?

Haldið áfram að tala við og hlusta á börn ykkar. Biðjið fyrir því hvernig þið getið stutt þau. Hjálpið þeim að skilja sviðin og byrja á því sem þau hafa áhuga á. Byrjið að hafa eða haldið áfram með fjölskyldubænir, trúarnám, þjónustuverkefni og viðburði sem stuðla að vexti og þroska barna ykkar.

Leiðtogar og kennarar Barnafélags

Ljósmynd
fjölskylda í leik saman

Hvert er hlutverk mitt?

Elskið og styrkið börnin. Aðstoðið foreldra við að hjálpa börnum að finna elsku himnesks föður til þeirra, skilja fagnaðarerindi Jesú Krists, skynja og þekkja áhrif heilags anda og búa sig undir að gera og halda helga sáttmála.

Hvað á ég að gera?

Gangið úr skugga um að námsbekkir og söngstundir Barnafélagsins geri börnum kleift að finna fyrir andanum, eflast að trú og upplifa gleði fagnaðarerindis Jesú Krists í lífi þeirra. Hafið þau vaxtarsvið sem mælt er með í Lúkas 2:52 að leiðarljósi og skipuleggið skemmtilega og áhugavekjandi þjónustu og viðburði, sem vekja vitnisburði, styrkja fjölskyldur og stuðla að einingu og persónulegum vexti.

Hvar á ég að byrja?

Þekkið börnin og fjölskyldur þeirra og reynið að uppfylla þarfir þeirra. Forsætisráð Barnafélagsins skal af kostgæfni spyrja hvernig það getur liðsinnt kennurum, tónlistarstjórum og verkefnastjórum við að hjálpa börnum að fylgja frelsaranum.

Leiðtogar Stúlknafélagsins

Ljósmynd
stúlka skrifar

Hvert er hlutverk mitt?

Hjálpið foreldrum og biskupsráði að leiðbeina og hvetja stúlkurnar til að skilja að þær eru dætur Guðs, að búa sig undir musterissáttmála og uppfylla guðlegan tilgang sinn. Leiðbeinið bekkjarráðum þegar þau leiða og þjóna meðlimum bekkjanna.

Hvað á ég að gera?

Verið fordæmi sem lærisveinar Jesú Krists Leiðbeinið bekkjarráðum þegar þau skipuleggja af kostgæfni og aðstoða við kennslu námsefnisins Kom, fylg mér – Fyrir Stúlknafélagið. Hvetjið þau til að vera leiðandi í því að skipuleggja og framkvæma þjónustu og viðburði sem gera stúlkunum kleift að vaxa og þroskast á öllum sviðum lífs þeirra. Bjóðið þeim stúlkum sem þess þurfa enn frekari stuðning.

Hvar á ég að byrja?

Þekkið stúlkurnar persónulega. Ræðið við stúlkurnar, foreldra þeirra og biskupsráð um hvernig þið getið stuðlað að vexti og þroska stúlknanna. Biðjið fyrir því að vita hvernig þið getið hjálpað bekkjarráðum að ná árangri í köllunum þeirra.

Leiðtogar Aronsprestdæmis

Hvert er hlutverk mitt?

Aðstoðið foreldra og biskupsráð við að búa piltana undir vígslu í prestdæmisembætti, musterissáttmála, trúboð og guðleg hlutverk. Hvetjið þá til að skilja tilgang sinn og auðkenni sem sona Guðs. Leiðbeinið sveitarforsætisráðum þegar þau leiða og þjóna meðlimum sveitarinnar og er þeir þjóna við helgiathöfn sakramentis.

Hvað á ég að gera?

Verið fordæmi sem lærisveinar Jesú Krists. Leiðbeinið sveitarforsætisráðum þegar þau nota lyklana, þjóna við helgiathöfn sakramentis og er þau skipuleggja af kostgæfni kennslu námsefnisins Kom, fylg mér – Fyrir Piltafélagið. Hjálpið þeim að skipuleggja og framkvæma þjónustu og viðburði sem gera piltunum kleift að vaxa og þroskast á öllum sviðum lífs þeirra. Látið þau leiða. Bjóðið þeim piltum sem þess þurfa enn frekari stuðning.

Hvar á ég að byrja?

Verjið tíma með piltunum. Þekkið þá og elskið þá persónulega. Ræðið við biskupsráð, piltana og foreldra þeirra, til að ákveða hvernig þið getið stutt þá í því að vaxa og þroskast og verða líkari frelsaranum. Biðjið fyrir því að vita hvernig þið getið hjálpað sveitarforsætisráðum að nota lykla sína og ná árangri í köllunum þeirra.

Kennarar sunnudagaskólans

Ljósmynd
ungmenni les ritningarnar

Hvert er hlutverk mitt?

Leitist við að hjálpa ungmennum að koma til Krists með því að læra og tileinka sér kenningar hans. Kennið ungmennum að skilja, miðla og lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists.

Hvað á ég að gera?

Verið fordæmi sem lærisveinar Jesú Krists og hjálpið ungmennum að rækta trú sína. Hvetjið þau til að læra ritningarnar heima – persónulega og með fjölskyldu sinni. Hjálpið þeim að undirbúa sig og kenna trúarkenningar. Bjóðið þeim að tileinka sér það sem þau læra til eigin framþróunar.

Hvar á ég að byrja?

Leitist við að kenna eins og frelsarinn gerði. Kynnist ungmennunum persónulega. Biðjist fyrir til að vita hvernig þið getið hjálpað þeim að verða líkari frelsaranum. Styrkið meðlimi bekkjarins og foreldra þeirra í þeirri viðleitni að læra og kenna fagnaðarerindið í kirkju og á heimili þeirra.

Biskupsráð og forsætisráð sveitar og námsbekkjar

Ljósmynd
karl heilsar pilti með handabandi

Hvert er hlutverk þeirra?

Biskupsráð er í forsæti Aronsprestdæmisins í deildinni og ber ábyrgð á stúlkunum og piltunum. Forsætisráð Aronsprestdæmissveita starfa með lyklum sem úthlutaðir eru þegar sveitarforsetar eru settir í embætti. Bekkjarráð Stúlknafélagsins starfa undir leiðsögn prestdæmisvaldhafa, eftir að þau eru sett í embætti af biskupsráði.

Hvað gera þau?

Þeir sem skipa ráðin ættu að reyna að vera sannir lærisveinar Jesú Krists er þeir hjálpa hverjum meðlim sveitarinnar eða námsbekkjarins að finna elsku og gleði í því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Sveitarforsætisráð leiða Aronsprestdæmishafa, undir leiðsögn biskupsráðs, er þeir þjóna við helgiathöfn sakramentis. Bæði forsætisráð sveitar og námsbekkjar eru leiðandi í því að safna saman Ísrael beggja vegna hulunnar og annast hina þurfandi.

Á hverju byrja þau?

Forsætisráð læra skyldur sínar af Drottni og leiðtogum sínum. Þau biðja fyrir meðlimum sveitar eða námsbekkjar og þekkja þarfir þeirra. Þau styðja þá við að verða lærisveinar Jesú Krists. Þau eiga samráð um hvaða lexíur, viðburðir og þjónusta muni blessa og styrkja ungmennin og stuðla að einingu í sveitum þeirra eða námsbekkjum.

Prenta