Námshjálp
10. Kanaanland á tímum Gamla testamentis


10. Kanaanland á tímum Gamla testamentis

Biblíukort 10

N

Sídon

Damaskus

Líbanonsfjöll

Hermonfjall

Litani

Farfar-áin

Týrus

Fönikía

Dan (Laís)

Hasór

Húlevatn (Merómvötn)

Akkó

Basan

Kinneretvatn (Galílea)

Kíson

Jesreeldalur

Gat Hefer

Karmelfjall

Endór

Taborfjall

Jarmuk-áin

Megiddó

Mórehæð

Jesreel

Bet Sean

Dótan

Gilbóafjall

Samaría

Samaría

Gileað

Saronsléttan

Síkem

Ebalfjall

Penúel

Mahanaím

Garísímfjall

Jabbok-áin

Joppe

Síló

Hafið mikla (Miðjarðarhaf)

Ajalon-áin

Betel

Jórdan-áin

Rabba (Amman)

Gíbeon

Jeríkó

Ammon

Sórek-áin

Jerúsalem

Asdód

Ekron

Olíufjallið

Nebófjall

Gat

Betlehem

Askalon

Eikidalur

Tekóa

Saltisjór (Dauðahaf)

Gasa

Sefela

Filistasléttan

Lakís

Hebron

Engedí

Arnon-áin

Gerar-áin

Gerar-áin

Júda

Móab

Besórlækur

Beerseba

Kír Hareset

Idúmea

Sódóma og Gómorra, svæði

Negev

Araba

Seredá

Edóm

Kílómetrar

0 20 40 60

A B C D

1 2 3 4 5 6 7 8

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

15

15

15

15

16

17

18

19

20

21

  1. Dan (Laís) Jeróbóam setti upp gullkálf fyrir norðurríkið sem tilbiðja átti (1 Kon 12:26–33). Dan var norðurmörk hins forna Ísraels.

  2. Karmelfjall Elía skoraði á spámenn Baals og kallaði fram regn af himni (1 Kon 18:17–46).

  3. Megiddó Staður margra orrusta (Dóm 4:13–16; 5:19; 2 Kon 23:29; 2 Kro 35:20–23 ). Salómon bauð út kvaðarmönnum að reisa Megiddó (1 Kon 9:15). Jósía konungur í Júda særðist til ólífis í bardaga gegn faraó Nekó frá Egyptalandi (2 Kon 23:29–30). Við síðari komu Drottins, munu mikil lokaátök eiga sér stað í Jesreeldalnum sem hluti af Armageddonorrustunni (Jóel 3:14; Op 16:16; 19:11–21). Nafnið Arma-geddon er grísk þýðingareftirlíking af hebresku orðunum Har Megiddon, eða fjallið Megiddó.

  4. Jesreel Nafn borgarinnar í samnefndum stærsta og frjósamasta dal Ísraels. Konungar Norðurríkisins byggðu hér höll (2 Sam 2:8–9; 1 Kon 21:1–2). Hin rangláta drottning, Jesebel, lifði hér og dó (1 Kon 21; 2 Kon 9:30).

  5. Bet Sean Ísrael mætti Kanaanítum hér (Jós 17:12–16). Líkami Sáls var festur á borgarmúr þessa virkis (1 Sam 31:10–13).

  6. Dótan Jósef var seldur í þrældóm af bræðrum sínum (1 Mós 37:17, 28; 45:4). Elísa sá í sýn fjöllin iðandi af hestum og stríðsvögnum (2 Kon 6:12–17).

  7. Samaría Höfuðborg Norðurríkisins (1 Kon 16:24–29). Akab konungur byggði Baal musteri (1 Kon 16:32–33). Elía og Elísa þjónuðu (1 Kon 18:2; 2 Kon 6:19–20). Árið 721 f.Kr. lögðu Assýríumenn hana undir sig og luku þar með herleiðingu ættkvíslanna tíu (2 Kon 18:9–10).

  8. Síkem Abraham reisti altari (1 Mós 12:6–7). Jakob bjó hér nærri. Símeon og Leví drápu alla karlmenn þessarar borgar (1 Mós 34:25). Hvatning Jósúa „veljið … þennan dag“ að þjóna Guði var mælt fram í Síkem (Jós 24:15). Hér kom Jeróbóam sér upp fyrstu höfuðborg Norðurríkisins (1 Kon 12).

  9. Ebalfjall og Garísímfjall Jósúa skipti Ísrael á þessum tveimur hæðum — lýst var yfir blessunum lögmálsins frá Garísímfjalli, en bölvunum frá Ebalfjalli (Jós 8:33). Samverjar reistu síðar musteri á Garísímfjalli (2 Kon 17:32–33).

  10. Penúel Hér glímdi Jakob heila nótt við sendiboða Drottins (1 Mós 32:24–32). Gídeon eyðilagði virki Midíaníta (Dóm 8:5, 8–9).

  11. Joppe Jónas sigldi héðan í átt til Tarsis til að forðast sendiför sína til Níníve (Jónas 1:1–3).

  12. Síló Á tímum dómaranna höfuðborg Ísraels og tjaldbúðin var staðsett hér (1 Sam 4:3–4).

  13. Betel (Lúz) Hér skildist Abraham við Lot (1 Mós 13:1–11) og meðtók sýn (1 Mós 13; Abr 2:19–20). Jakob sá í sýn stiga sem lá til himins (1 Mós 28:10–22). Tjaldbúðin var staðsett hér um tíma (Dóm 20:26–28). Jeróbóam setti upp gullkálf fyrir Norðurríkið að tilbiðja (1 Kon 12:26–33).

  14. Gíbeon Hevítar beittu slægð til að ná samningi við Jósúa (Jós 9). Sólin stóð kyrr á meðan Jósúa vann sigur í orrustu (Jós 10:2–13). Einnig hér var tjaldbúðin um nokkurt skeið (1 Kro 16:39).

  15. Gasa, Asdód, Askalon, Ekron, Gat (hinar fimm borgir Filistea) Frá þessum borgum herjuðu Filistar oft á Ísrael.

  16. Betlehem Rakel var jarðsett hér nærri (1 Mós 35:19). Rut og Bóas bjuggu hér (Rut 1:1–2; 2:1, 4). Hún var kölluð borg Davíðs (Lúk 2:4).

  17. Hebron Abraham (1 Mós 13:18), Ísak, Jakob (1 Mós 35:27), Davíð (2 Sam 2:1–4) og Absalom (2 Sam 15:10) bjuggu hér. Þetta var fyrsta höfuðborg Júda undir Davíð konungi (2 Sam 2:11). Talið er að Abraham, Sara, Ísak, Rebekka, Jakob og Lea hafi verið jarðsett hér í Makpelahelli (1 Mós 23:17–20; 49:31, 33).

  18. Engedí Hér leyndist Davíð frá Sáli og þyrmdi lífi Sáls (1 Sam 23:29–24:22).

  19. Gerar Abraham og Ísak bjuggu hér um skeið (1 Mós 20–22; 26).

  20. Beerseba Abraham gróf brunn hér og gerði sáttmála við Abímelek (1 Mós 21:31). Ísak sá Drottin (1 Mós 26:17, 23–24), og Jakob bjó hér (1 Mós 35:10; 46:1).

  21. Sódóma og Gómorra Lot kaus að búa í Sódómu (1 Mós 13:11–12; 14:12). Guð eyddi Sódómu og Gómorru vegna ranglætis þeirra (1 Mós 19:24–26). Síðar notaði Jesús þessar borgir sem dæmi um ranglæti (Matt 10:15).