12. Jerúsalem á tíma Jesú
-
Golgata Mögulega staður krossfestingar Jesú (Matt 27:33–37).
-
Garðgröfin Möguleg staðsetning grafarinnar sem Jesús var lagður í. (Jóh 19:38–42). Kristur upprisinn birtist Maríu Magdalenu í garðinum fyrir utan gröf hans (Jóh 20:1–17).
-
Antóníusarvirki Líklega var það hér sem Jesús var ásakaður, dæmdur, hæddur, og barinn (Jóh 18:28–19:16). Páll var handtekinn og greindi frá trúskiptum sínum (Post 21:31–22:21).
-
Betesdalaug Jesús læknaði sjúkan mann á hvíldardegi (Jóh 5:2–9).
-
Musteri Gabríel lofaði Sakaría að Elísabet mundi ala son (Lúk 1:5–25). Fortjald musterisins rifnaði við dauða frelsarans (Matt 27:51).
-
Súlnagöng Salómons Jesús lýsti því yfir að hann væri sonur Guðs. Gyðingar reyndu að grýta hann (Jóh 10:22–39). Pétur prédikaði iðrun eftir að hafa læknað lamaðan mann (Post 3:11–26).
-
Fögrudyr Pétur og Jóhannes læknuðu lamaðan mann (Post 3:1–10).
-
Musterisbrúnin í Jerúsalem Jesú var freistað af Satan (Matt 4:5–7). (Líkleg staðsetning fyrir þennan atburð.)
-
Fjallið helga (ótilgreindir staðir)
-
Arfsögnin segir að hér hafi Abraham reist altari til að fórnfæra Ísak (1 Mós 22:9–14).
-
Salómon reisti musteri (1 Kon 6:1–10; 2 Kro 3:1).
-
Babýloníumenn eyðilögðu musterið um það bil 587 f.Kr. (2 Kon 25:8–9).
-
Serúbabel endurbyggði musterið um 515 f.Kr. (Esra 3:8–10; 5:2; 6:14–16).
-
Heródes stækkaði musteristorgið og endurbyggði musterið og hófst verkið árið 17 f.Kr. Jesús var sýndur þar sem ungbarn (Lúk 2:22–39).
-
Tólf ára að aldri kenndi Jesús í musterinu (Lúk 2:41–50).
-
Jesús hreinsaði musterið (Matt 21:12–16; Jóh 2:13–17).
-
Jesús kenndi í musterinu nokkrum sinnum (Matt 21:23–23:39; Jóh 7:14–8:59).
-
Rómverjar undir stjórn Títusar eyðilögðu musterið árið 70 e.Kr.
-
-
Getsemanegarður Jesús þjáðist, var svikinn og handtekinn (Matt 26:36–46; Lúk 22:39–54).
-
Olíufjallið
-
Jesús sagði fyrir um eyðingu Jerúsalem og musterisins. Hann talaði einnig um síðari komuna (Matt 24:3–25:46; sjá einnig JS — M).
-
Héðan steig Jesús upp til himins (Post 1:9–12).
-
Hinn 24. október 1841 helgaði öldungur Orson Hyde Landið helga fyrir endurkomu barna Abrahams.
-
-
Gíhonlind Salómon var smurður konungur (1 Kon 1:38–39). Hiskía lét grafa göng til að leiða vatn inn í borgina frá lindinni (2 Kro 32:30).
-
Vatnshliðið Esra las og túlkaði lögmál Móse fyrir fólkinu (Nehem 8:1–8).
-
Hinnomssonardalur Falsguðinn Mólok var tilbeðinn og börnum var fórnað (2 Kon 23:10; 2 Kro 28:3).
-
Hús Kaífasar Jesús var færður fyrir Kaífas (Matt 26:57–68). Pétur neitaði að hann þekkti Jesú (Matt 26:69–75).
-
Loftsalur Samkvæmt arfsögninni staðurinn þar sem Jesús neytti páskamáltíðarinnar og innleiddi sakramentið (Matt 26:20–30). Hann laugaði fætur postulanna (Jóh 13:4–17) og kenndi þeim (Jóh 13:18–17:26.)
-
Heródesarhöllin Kristur var færður fyrir Heródes, mögulega á þennan stað (Lúk 23:7–11).
-
Jerúsalem (ótilgreindir staðir)
-
Melkísedek ríkti sem konungur í Salem (1 Mós 14:18).
-
Davíð konungur náði borginni frá Jebúsítum (2 Sam 5:7; 1 Kro 11:4–7).
-
Borginni var tortímt af Babýloníumönnum árið 587 f.Kr. (2 Kon 25:1–11).
-
Heilagur andi kom yfir marga á hvítasunnudag (Post 2:1–4).
-
Pétur og Jóhannes voru handteknir og færðir fyrir ráðið (Post 4:1–23).
-
Ananías og Saffíra lugu að Drottni og dóu (Post 5:1–10).
-
Pétur og Jóhannes voru handteknir en engill losaði þá úr fangelsinu (Post 5:17–20).
-
Postularnir völdu sjö menn sér til hjálpar (Post 6:1–6).
-
Vitnisburði Stefáns frammi fyrir Gyðingunum var hafnað og hann grýttur til bana (Post 6:8–7:60).
-
Jakob varð píslarvottur (Post 12:1–2).
-
Engill frelsaði Pétur úr fangelsi (Post 12:5–11).
-
Postularnir úrskurðuðu varðandi umskurn (Post 15:5–29).
-
Rómverjar undir stjórn Títusar tortímdu borginni árið 70 e.Kr.
-