9. Heimur Gamla testamentisins
-
Araratfjall Staðurinn sem arfsögnin segir lendingarstað arkar Nóa (1 Mós 8:4). Nákvæm staðsetning er ekki þekkt.
-
Úr Fyrsti bústaður Abrahams, nærri mynni Efratfljóts, þar sem við lá að honum yrði fórnað í mannfórn, hann sá engil Jehóva, og fékk Úrím og Túmmím (1 Mós 11:28–12:1; Abr 1; 3:1). (Athugið einnig aðra mögulega staðsetningu Úr í norðurhluta Mesópótamíu.)
-
Babýlon, Babel (Sínear) Fyrst numið af Kús, syni Hams, og af Nimrod. Frá svæðinu komu Jaredítar á tíma Babelturnsins á sléttum Sinear. Síðar höfuðborg Babýloníu og bústaður Babýloníukonunga, meðal annarra Nebúkadnesars sem flutti fjölda Gyðinga sem fanga til þessarar borgar eftir eyðingu Jerúsalem (587 f.Kr.) Gyðingar dvöldu í ánauð í Babýlon í 70 ár fram að stjórnartíma Kýrusar, sem leyfði Gyðingum að hverfa aftur til Jerúsalem og endurreisa musterið. Spámaðurinn Daníel sat einnig hér undir Nebúkadnesar, Belsasar og Daríusi Ⅰ (1 Mós 10:10; 11:1–9; 2 Kon 24–25; Jer 27:1–29:10; Esek 1:1; Dan 1–12; Omní 1:22; Eter 1:33–43).
-
Súsan (Súsa) Höfuðborg Persaveldis í stjórnartíð Daríusar Ⅰ (Daríusar mikla), Xerxes (Ahasverus), og Artaxerxes. Bústaður Esterar drottningar, en hugrekki hennar og trú bjargaði Gyðingum. Daníel og síðar Nehemía þjónuðu hér (Nehem 1:1; 2:1; Ester 1:1; Dan 8:2).
-
Dúradalur Sadrak, Mesak og Abed-negó var varpað í glóandi eldofn þegar þeir neituðu að tilbiðja gullstyttu gjörða af Nebúkadnesar; sonur Guðs varðveitti þá, og þeir komu út úr ofninum ósárir (Dan 3).
-
Assýría Assúr var fyrsta höfuðborg Assýríu, á eftir kom Níníve. Assýrískir stjórnendur, Salmaneser Ⅴ og Sargon Ⅱ lögðu undir sig Norðurríki Ísraels og fluttu brott ættkvíslirnar tíu í herleiðingu árið 721 f.Kr. (2 Kon 14–15; 17–19). Assýría var ógnvaldur Júdeu fram til 612 f.Kr., þegar Assýría beið ósigur fyrir Babýloníu.
-
Níníve Höfuðborg Assýríu. Assýría réðst á land Júdeu í stjórnartíð Hiskía og í þjónustutíð Jesaja spámanns. Jerúsalem, höfuðborg Júda, var á undursamlegan hátt bjargað þegar engill Drottins laust 185.000 assýríska hermenn (2 Kon 19:32–37). Drottinn sagði spámanninum Jónasi að kalla þessa borg til iðrunar (Jónas 1:2; 3:1–4).
-
Haran Abraham bjó hér um tíma áður en hann hélt til Kanaanlands. Faðir Abrahams og bróðir urðu hér eftir. Rebekka (kona Ísaks), og Rakel, Lea, Bíla og Silpa (konur Jakobs), komu frá þessu svæði (1 Mós 11:31–32; 24:10; 29:4–6; Abr 2:4–5).
-
Karkemis Faraó Nekó beið hér ósigur fyrir Nebúkadnesar, lauk þar áhrifum Egypta í Kanaanlandi (2 Kro 35:20–36:6).
-
Sídon Þessi borg var stofnsett af Sídon, afabarni Hams, og er nyrsta borg Kanverja (1 Mós 10:15–20). Frá henni kom Jesebel, sem kom af stað Baaldýrkun í Ísrael (1 Kon 16:30–33).
-
Týrus Þetta var mikilvæg verslunar- og hafnarborg í Sýrlandi. Híram í Týrus sendi sedrusvið og gull og verkamenn til hjálpar Salómon við byggingu musteris hans (1 Kon 5:1–10, 18; 9:11).
-
Damaskus Abraham bjargaði Lot á þessum slóðum. Hún var helsta borg Sýrlands. Í stjórnartíð Davíðs konungs lögðu Ísraelítar undir sig borgina. Elía smurði Hasael til konungs yfir Damaskus (1 Mós 14:14–15; 2 Sam 8:5–6; 1 Kon 19:15).
-
Kanaan Abraham, Ísak, Jakob og afkomendum þeirra var gefið þetta land til ævarandi eignar (1 Mós 17:8; 28).
-
Sínaífjall (Hóreb) Drottinn talaði til Móse úr brennandi runna (2 Mós 3:1–2). Móse var gefið lögmálið og boðorðin tíu (2 Mós 19–20). Drottinn talaði til Elía kyrrlátri, hljóðri röddu (1 Kon 19:8–12).
-
Esjón Geber Salómon konungur lét smíða skip í Esjón Geber (1 Kon 9:26). Líklega var það hér í þessari höfn sem drottningin af Saba, eftir að hafa heyrt um frægð Salómons, steig á land til að hitta hann (1 Kon 10:1–13).
-
Egyptaland Abraham ferðaðist hingað vegna hinnar miklu hungursneyðar í Úr (Abr 2:1, 21). Drottinn sagði Abraham að kenna Egyptum það sem hann hafði opinberað honum (Abr 3:15). Eftir að bræður Jósefs seldu hann í þrældóm (1 Mós 37:28), varð Jósef stjórnandi í húsi Pótífars. Honum var varpað í fangelsi. Hann réð draum faraós og var veitt valdastaða í Egyptalandi. Jósef og bræður hans hittust á ný. Jakob og fjölskylda hans fluttist hingað (1 Mós 39–46). Ísraelsbörn dvöldu í Gósenlandi á ferðalagi þeirra í Egyptalandi (1 Mós 47:6).
Ísraelítar margfölduðust og urðu aflmiklir; þeir voru þá settir í ánauð af Egyptunum (2 Mós 1:7–14). Eftir margar plágur leyfði faraó Ísrael að yfirgefa Egyptaland (2 Mós 12:31–41). Jeremía var fluttur til Egyptalands (Jer 43:4–7).
-
Kaftór (Krít) Hið forna land Mínóa.