2. Brottför Ísraels frá Egyptalandi og sóknin inn í Kanaanland
-
Ramses Ísrael var hrakið út úr Egyptalandi (2 Mós 12; 4 Mós 33:5).
-
Súkkót Eftir að Hebrear yfirgáfu fyrsta tjaldstaðinn, fór Drottinn fyrir þeim í skýi að degi til en í eldstólpa að nóttu til (2 Mós 13:20–22).
-
Pí-Hakírót Ísrael fór í gegnum Rauðahafið (2 Mós 14; 4 Mós 33:8).
-
Mara Drottinn gerði vötnin í Mara drykkjarhæf (2 Mós 15:23–26).
-
Elím Ísrael áði við 12 vatnslindir (2 Mós 15:27).
-
Sín, óbyggðir Drottinn sendi manna og lynghænsn til fæðslu fyrir Ísrael (2 Mós 16).
-
Refídím Ísrael barðist við Amalek (2 Mós 17:8–16).
-
Sínaífjall (Hórebfjall eða Jebel Musa) Drottinn afhjúpaði boðorðin tíu (2 Mós 19–20).
-
Óbyggðir Sínaí Ísrael gjörði tjaldbúðina (2 Mós 25–30).
-
Óbyggðabúðir Sjötíu öldungar voru kallaðir til þess að hjálpa Móse að stjórna þjóðinni (4 Mós 11:16–17).
-
Esjón Geber Ísrael fór í friði um land Esaú og Ammon (5 Mós 2).
-
Kades Barnea Móse sendi njósnara inn í fyrirheitna landið; Ísrael gerði uppreisn og gugnaði á að fara inn í landið; Kades varð megintjaldstaður Ísraels um langt skeið (4 Mós 13:1–3, 17–33; 14; 32:8; 5 Mós 2:14).
-
Austuróbyggðirnar Ísrael komst hjá átökum við Edóm og Móab (4 Mós 20:14–21; 22–24).
-
Arnonáin Ísrael tortímdi Amórítum sem börðust gegn þeim (5 Mós 2:24–37).
-
Nebófjall Móse leit yfir fyrirheitna landið (5 Mós 34:1–4). Móse flutti þrjár síðustu prédikanir sínar (5 Mós 1–32).
-
Móabsvellir Drottinn sagði Ísrael að skipta upp landinu og gera íbúana eignalausa (4 Mós 33:50–56).
-
Jórdanáin Ísrael fór yfir Jórdan þurrum fótum. Nálægt Gilgal voru steinar af botni Jórdanárinnar settir upp sem minnismerki um að vatnið í Jórdan stöðvaðist (Jós 3:1–5:1).
-
Jeríkó Ísraelsbörn náðu borginni á sitt vald og lögðu hana í rúst (Jós 6).