2. Palmyra-Manchester, New York, 1820–1831
-
Bjálkahús Josephs Smith eldra Engillinn Moróní birtist Joseph Smith í herbergi á efri hæð þessa húss 21.–22. september 1823 (sjá JS — S 1:29–47).
-
Býli Josephs Smith eldra Á þessu 40 hektara býli bjó Smith fjölskyldan frá 1820 til 1829
-
Lundurinn helgi Fyrsta sýn Josephs Smith yngri birtist honum í skógi á býli Smith fjölskyldunnar snemma vors 1820 (sjá JS — S 1:11–20).
-
Grindarhús Josephs Smith eldra Þetta hús var reist 1822 af Alvin Smith og þar bjó Smith fjölskyldan frá 1825 til 1829.
-
Kúmórahæðin Hér lét engillinn Moróní spámanninn Joseph Smith fá gulltöflurnar 22. september 1827 (sjá JS — S 1:50–54, 59).
-
Býli Martins Harris Þetta býli var veðsett og hluti landrýmis þess seldur til þess að greiða fyrir prentun Mormónsbókar.
-
E. B. Grandin prentsmiðjan 5.000 eintök af Mormónsbók voru prentuð hér 1829–1830.
-
Hathawaylækur Í þessum læk, sem fyrri ábúendur kölluðu oft Bugðulæk, voru sumar fyrstu skírnirnar framkvæmdar.