6. För kirkjunnar vestur á bóginn
-
Fayette Spámaðurinn Joseph Smith fór frá Fayette til Kirtlands, Ohio, í janúar 1831. Greinarnar þrjár í New York (Fayette, Colesville og Manchester) fylgdu á eftir í apríl og maí 1831 samkvæmt fyrirmælum Drottins um að safnast saman (sjá K&S 37–38).
-
Kirtland Höfuðstöðvar kirkjunnar voru aðallega í Kirtland frá 1831 til 1838.
-
Independence Drottinn skilgreindi Independence (í Jackson-sýslu, Missouri) sem miðpunkt Síonar í júlí 1831 (sjá K&S 57:3). Múgur hrakti hina heilögu úr Jackson-sýslu í nóvember 1833.
-
Liberty Hinir heilögu frá Jackson-sýslu söfnuðust saman í Claysýslu frá 1833 til 1836, þegar þess var krafist að þeir færu þaðan. Spámaðurinn Joseph Smith og fimm aðrir voru fangelsaðir hér á óréttmætan hátt frá desember 1838 til apríl 1839.
-
Far West Griðastað var komið á hér fyrir hina heilögu 1836–1838. Hér voru höfuðstöðvar kirkjunnar 1838. Á árunum 1838–1839 neyddust hinir heilögu til að flýja yfir til Illinois.
-
Nauvoo Höfuðstöðvar kirkjunnar 1839–1846. Eftir píslarvættisdauða spámannsins og Hyrums bróður hans, fluttu hinir heilögu vestur á bóginn.
-
Council Bluffs Frumherjarnir komu hér í júní 1846. Meðlimir í Mormónaherdeildinni fóru héðan 21. júlí 1846, undir stjórn James Allen.
-
Vetrarstöðvar Mikilvæg tímabundin byggð, 1846–1848. Framvarðarhópurinn undir stjórn Brighams Young forseta fór héðan vestur á bóginn í apríl 1847.
-
Leavenworth virkið Mormónaherdeildin fékk búnað sinn hér áður en hergangan til vesturs hófst hér í ágúst 1846.
-
Santa Fe Philip Cooke stjórnaði Mormónaherdeildinni þegar hún fór héðan 19. október 1846.
-
Pueblo Þrjár sjúkrasveitir Mormónaherdeildarinnar voru sendar til Pueblo til þess að jafna sig, þar eyddu þeir vetrinum 1846–1847 ásamt heilögum frá Mississippi. Þessir hópar komu í Saltvatnsdalinn í júlí 1847.
-
San Diego Mormónaherdeildin lauk hinni 3.200 kílómetra löngu hergöngu hér 29. janúar 1847.
-
Los Angeles Mormónaherdeildin var leyst upp hér 16. júlí 1847.
-
Sacramento Sumir sem verið höfðu í herdeildinni unnu hér og í Sutter’s Mill lengra austur með Ameríkanánni. Þeir voru viðstaddir þegar gull var uppgötvað í janúar 1848.
-
Salt Lake City Höfuðstöðvar kirkjunnar frá 1847 til þessa dags. Brigham Young kom í Saltvatnsdalinn 24. júlí 1847.