2022
Lyftuiðrun
Mars/apríl 2022


Frá vini til vinar

Lyftuiðrun

Ljósmynd
boy in elevator with all the buttons lit up

Þegar ég var 11 ára, bjó fjölskylda mín í tólf hæða blokk í Hong Kong. Daglega eftir skólann, hljóp ég í bygginguna og tók lyftuna upp í íbúðina okkar.

Dag einn fór ég í lyftuna og ýtti á alla hnappana, sem lýstust upp. Nú myndi lyftan stoppa á hverri hæð. Dyrnar byrjuðu að lokast en skyndilega skaust hendi inn og opnaði dyrnar. Það var einn nágranni minn á efri hæðinni. Hún sagði ekkert um hnappana en ég var smá órólegur. Það tók heila eilífð að komast heim.

Eins og vænta mátti, stoppaði lyftan á næstu hæðum, beið og hélt svo áfram. Um leið og dyrnar opnuðust á minni hæð, skaust ég út. Ég kom sveittur heim því ég hljóp svo hratt.

Stuttu eftir að ég kom heim, hringdi síminn. Það var nágranninn úr lyftunni. Ég varð mjög órólegur að bíða eftir að mamma lyki símtalinu.

Eftir símtalið, spurði mamma: „Ýttir þú á alla hnappana í lyftunni?“

Ég gat ekki logið að mömmu minni. „Já,“ svaraði ég.

Mamma brosti. „Allt í lagi, förum upp og tölum við nágranna okkar.“

Við fórum saman upp. Ég hrindi á bjöllunni og nágranni minn kom til dyra. Ég var álútur meðan ég baðst afsökunar fyrir að hafa ýtt á alla hnappana. Ég lofaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur.

Nágranni okkar var góðviljaður. Hún sagði: „Svo lengi sem þú geriri þetta aldrei aftur, held ég að þetta sé í góðu lagi.“

Eftir að ég sagði henni að mér þætti þetta leitt, leið mér vel. Ég ýtti aldrei aftur á alla hnappana í lyftunni.

Þessi reynsla kenndi mér mikið um iðrun. Ég vissi að ég hafði gert eitthvað rangt. Mér leið illa og baðst fyrirgefningar. Ég gerði þetta aldrei aftur. Þá var ég glaður! Iðrun getur líka fært ykkur gleði.

Myndskreyting eftir Alyssa Tallent

Prenta