Hjálparhendur um allan heim
Kynnist Alice frá Fiji
Kynnist Barnafélagsbörnum sem hjálpa öðrum eins og Jesús gerði.
Allt um Alice
Aldur: 10 ára
Frá: Fæddist í Kína og býr nú á Fiji
Tungumál: Kínverska og enska
Markmið og draumar: 1) Verða listmálari. 2) Læra ensku betur með því að lesa um Jesú.
Fjölskylda: Pabbi, mamma, systir og bróðir.
Hjálpandi hendur Alice
Mamma Alice er læknir og faðir hennar þjálfar fólk í bráðahjálp. Alice og fjölskylda hennar komu á fót ungmennahópi sjálfboðaliða, til að aðstoða fólk á svæðinu þeirra.
Fyrst þjálfuðu foreldrar hennar meira en 100 ungmenni og foreldra þeirra í bráðahjálp. Alice hjálpaði líka til. Næst safnaði hópurinn meira en 3000 flíkum fyrir þurfandi einstaklinga. Þau söfnuðu líka mikið af skóm.
Lögreglan á svæðinu var mjög hrifin af framtaki þeirra. Hún úthlutaði þeim borði á markaðinum til að hjálpa þeim að gera fleiri góðverk.
„Við trúum á Guð,“ segir Alice. „Þess vegna þjónum við öllum!“
Það sem Alice heldur mest upp á
Staður: Ströndin
Saga um Jesú: Þegar konan í mannþröngini snerti klæði Jesú og læknaðist
Barnafélagssöngur: „Kristniboði strax“ (Barnasöngbókin, 90)
Matur: Núðlur
Litur: Fjólublár
Námsfag í skóla: Stærðfræði