2022
Í leit að friði
Mars/apríl 2022


Í leit að friði

„Viltu hjálpa mér að vera ekki svona einmanna.“

girl hugging her older sister goodbye

Molly reyndi að gráta ekki er hún kvaddi systur sína, Macy. „Ég elska þig!“ sagði Molly. Hún faðmaði Macy þétt að sér.

„Ég sé þig eftir nokkra mánuði,“ sagði Macy. Macy var að fara að heiman til að fara í háskóla. Einn bræðra Mollyar var þegar í burtu í háskóla. Hinn bróðir hennar var í trúboði. Molly átti eftir að sakna þeirra svo mikið!

Mamma kreisti hendi Mollyar. Þær horfðu á eftir Macy keyra í burtu. „Við munum sakna hennar,“ sagði mamma. Hún var með tár í augunum.

Molly gekk aftur inn í húsið. Hún fór inn í tómt herbergi Macy og lokaði hurðinni. Hún settist þá á rúm Macyar og tók að gráta.

Einhver bankaði á hurðina. Mamma og pabbi gengu inn. Þau hugguðu Molly. Þau sátu öll saman á rúmi Macy þar til tár Mollyar þornuðu.

„Ég veit að þú ert sorgmædd yfir því að Macy er farin,“ sagði pabbi. „Af hverju höfum við ekki fjölskyldubæn? Við getum beðið himneskan föður að hjálpa okkur að líða betur. Molly, myndir þú vilja segja bænina?“

„Allt í lagi“ Molly hneygði höfuðið. „Himneski faðir, við þökkum þér fyrir alla í fjölskyldunni – fyrir Will, Parker, Macy, mig og mömmu og pabba. Við þökkum þér fyrir það að við getum verið eilíf fjölskylda. Viltu hjálpa okkur að finna huggun. Viltu hjálpa mér að vera ekki svona einmanna.“

Molly saknaði þess að tala við Macy á háttatímanum. Hún vissi samt að himneskur faðir heyrði bænir hennar. Hún vissi að hann myndi hjálpa henni að líða betur.

Næsta morgun var hús Mollyar svo þögult. Hún saknaði þess að hlægja með Macy er þær tóku sig til fyrir skólann. Hún saknaði þess að borða morgunmat og tala saman. Stundum sagði Macy henni hvað hún var að læra í trúarskólanum. Molly fann ávallt frið þegar þær ræddu fagnaðarerindið.

„Þarna kom það!“ Molly fékk hugmynd.

Molly gerði sig tilbúna fyrir skólann. Því næst fann hún mömmu.

„Hæ elskan.“ Mamma faðmaði hana. „Ertu tilbúin í skólann?“

„Getum við lesið ráðstefnuræðu saman áður en ég fer?“ spurði Molly „Ég held að það myndi hjálpa mér að líða betur.“

Mamma brosti. „Það er frábær hugmynd.“

girl reading Church magazine with mom

Þær skiptust á að lesa ráðstefnuræðu um huggun. Molly kunni því vel að eiga stund með mömmu. Það var gott að lesa ræðuna með henni.

Þegar þær kláruðu, brosti Molly. „Gerum þetta aftur!“

Hún saknaði Macy, Will og Parker ennþá. Henni fannst hún samt aðeins minna einmanna. Bæn hennar var svarað! Hún gæti varið tíma með mömmu sinni og pabba. Orð spámannanna gætu líka hjálpað henni að finna frið.

Myndskreyting eftir Liz Brizzi