„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, mars. 2021, innanverð fremri kápusíða.
Tengjast
Liah T.
16, Louisiana, Bandaríkjunum
Tónlist er stór hluti af lífi mínu. Ég elska að spila á fiðlu og víólu. Þegar ég var ung fékk móðir mín þá köllun að kenna tónlist í Barnafélaginu. Hún kenndi mér að elska lögin í Barnasöngbókinni og ég finn fyrir andanum í hvert sinn sem ég spila þau.
Ég dansa líka fyrir hönd Louisiana Vintage Dancers og mála olíumálverk fyrir foreldra mína og heimilið. Ég er svo þakklát fyrir fólkið sem málar listaverkin sem við sjáum í kirkjubyggingunum og met það mikils. Mér finnst dásamlegt að málaralist sé enn ein leið fyrir fólk til að miðla tilfinningum sínum um fagnaðarerindið.
Á aðalráðstefnu í október 2018 minntist öldungur Gerrit W. Gong, í Tólfpostulasveitinni, á málverk af sólarlagi að baki skóglendis. Það var sannlega fallegt! Málverkið minnti mig á að sólin kemur alltaf upp eftir dimma nótt.
Fagnaðarerindið er mitt líf! Ég elska að tengja dálæti mitt á listum við fagnaðarerindið. Stundum þarf málverkið jafnvel ekki að vera trúarlegs eðlis, til að ég upplifi elsku Guðs. Ég hef jafnvel horft á málverk af fuglum og hugsað: „Ó, Guð skapaði þennan fugl fyrir mig.“