2021
Eins og gluggi að sál þinni
Mars 2021


„Eins og gluggi að sál þinni,“ Til styrktar ungmennum, mars 2021, 6–8.

Eins og gluggi að sál þinni

Unglingarnir lærðu mikið um hvernig tónlist getur sameinað alla hina trúuðu, þegar þau sungu með deildarkór sínum á fjöltrúarlegri hátíð.

Ljósmynd
þrjú ungmenni

Megan C., Ethan M. og Romy C. eiga nokkuð sameiginlegt: Þau hafa dálæti á kirkjutónlist. Þau hafa unun af því hvernig hún lyftir þeim upp og fyllir þau andagift, þær tilfinningar sem hún vekur í þeim. Og þau elska að sjá hvernig hún lyftir öðrum upp og fyllir aðra andagift.

Megan, 18; Ethan, 19; og Romy, 17, eiga nokkuð annað sameiginlegt: Þau syngja öll í deildarkór sínum í Flórída, Bandaríkjunum. Nýlega fengu þau frekara tækifæri til að miðla ást sinni á tónlist í gegnum kórinn, með því að taka þátt í fjöltrúarlegri tónlistarhátíð.

„Í samfélagi okkar er fjöltrúarlegt bandalag, sem leggur sig fram við að sameina fólk úr mismunandi trúarbrögðum,“ útskýrir Ethan. Meðal annars hýsti hópurinn umræður í kringum Iftar-kvöldverð (kvöldverðinum sem múslimar ljúka daglegri föstu sinni með í mánuðinum helga, Ramadan), skipulagði nokkur þjónustuverkefni, t.d. að útbúa bakpoka fyrir bágstödd skólabörn, og hélt nokkur samsæti þar sem fólk sem ekki þekkti hvert annað sat saman, talaði saman um mat, siðvenjur og trú sem viðgengst í þeirra menningu.

Ljósmynd
ungmenni borða, syngja og þjóna

Kórfélagar njóta þess að snæða kvöldverð og þjóna með þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð.

Verum vinir

Markmið bandalagsins er auðvitað að hjálpa fólki með mismunandi bakgrunn að verða vinir.

„Tyrknesk fjölskylda sem ég hitti reglulega á fjöltrúarlegu kvöldverðunum kemur hlaupandi til mín þegar við sjáumst og þau segja: ‚Við erum svo glöð að sjá þig aftur!‘“ Romy segir: „Í heimi þar sem trúarbrögð og trú eru sífellt undir áreiti er gott að við getum öll komið saman og talað hvert við annað.“ Í einu þjónustuverkefninu „voru konurnar úr annarri kirkju svo ljúfar,“ segir hún. „Þeim var slétt sama hverrar trúar þú varst. Þær voru þar til að bjóða fram hjálp sína. Það var upplífgandi.“

„Þó að við trúum mismunandi hlutum,“ segir Megan, „hef ég alltaf virt trúarbrögð annarra og það hefur verið indælt að tengjast þeim í þessu umhverfi, þar sem við viljum öll læra um hvert annað.“

„Kirkjan okkar er ein af nýrri aðilunum í þessu bandalagi,“ segir Ethan. „Ég kunni vel að meta hversu hlýleg þau voru við okkur og hversu vel þau tóku á móti okkur. Ég veit að sums staðar misskilur fólk kirkjuna. Ég er því alltaf þakklátur þegar fólk getur sætt sig við skoðanamuninn og leitað að því sem við eigum sameiginlegt.

Einróma

Eitt af því sem allir trúarhóparnir eiga sameiginlegt er tónlist. Fjöltrúarlega tónlistarhátíðin er frábært tækifæri fyrir hina trúuðu til að sameinast og lofsyngja Guð. Deildarkórinn var einn af sex hópum sem komu fram sem fulltrúar söfnuða í borginni.

„Þarna komu fram bjöllukór, söngdúett, stór kór, lítill kór, flautu- og píanódúett, o.s.frv.“ sagði Megan. „Hver hópur var beðinn um að vera með tvö atriði.“

Megan hélt áfram: „Við vildum fullvissa fólkið með söng okkar að við tryðum á Jesú Krist og líka á himneskan föður. Við vildum vekja tilfinningar tilbeiðslu.“

Kórinn ákvað að flytja tvö lög sem hann hafði áður flutt: „Great Things and Small Things,“ eftri Steven Kapp Perry og „Sacraments and Symbols,“ eftir Janice Kapp Perry, Steven Kapp Perry og Lynne Perry Christofferson.

„Fyrra lagið er fjörugt. Það veitir fullvissuna um að við getum afrekað hverju sem er vegna Guðs, hvort sem það sé tiltölulega minniháttar eða afar þýðingarmikið,“ segir Ethan. seg„Annað lagið er afar lotningarfullt. Það er næstum eins og bænasöngur og vekur raunverulega tilfinningu tilbeiðslu.“

Æfa, æfa, æfa

Þegar þau bjuggu sig undir að syngja notaði Ethan aðferð sem hann hefur notað áður. „Ég reyni að setja það í forgang að sökkva mér niður í lagið,“ segir hann. „Mér finnst ég geta notið lagsins betur þegar ég gef merkingu þess gaum. Að sjálfsögðu sé ég til þess að ég syngi það almennilega, en mér finnst það auðveldara þegar ég er samstilltur boðskapnum sem ég reyni að flytja. Ég vil leggja áherslu á andlegan undirbúning.“

„Við þurftum líka að syngja á sakramentissamkomu og æfa fyrir fleiri tilefni,“ segir Megan. „Við vissum þó af mikilvægi þessa fjöltrúarlega viðburðar, þannig að við sáum til þess að tónverkin yrðu tilbúin. Við lögðum hart að okkur.“

Fyrir annað atriðið fækkaði í kórnum, úr 14 kórfélögum í tvöfaldan kvartett. „Við æfðum á þriðjudögum, áður en Piltafélagið og Stúlknafélagið hófust,“ sagði Megan. „Ég hugsaði um lagið í heila viku, reyndar í heilan mánuð. Ég geri það yfirleitt ekki, en ég leitaði lagið uppi á YouTube og spilaði það aftur og aftur. Ég vildi bæta mig. Ég vildi syngja það svo vel að við hrærðum við fólkinu.“

Ethan, Megan og Romy eru sammála um að allar æfingarnar gerðu gagn. „Þegar maður endurtekur lög aftur og aftur,“ segir Romy, „dvelur boðskapur laganna í huga manns og hjarta.“

Ljósmynd
ungmennakór

Kórinn kemur fram á fjöltrúarlegu tónlistarhátíðinni.

Í huganum, í hjartanu

Sú návist í huga þeirra og hjarta var bersýnilega augljós þegar kórfélagarnir sungu. „Bæði lögin voru afar falleg,“ segir Romy. „Áheyrendurnir urðu afar hljóðir og allir fundu fyrir andanum þegar lögin voru sungin. Við vorum öll sameinuð.“

„Fyrra lagið hefur mér alltaf þótt glaðlegt,“ segir Megan. „Mér fannst það hafa þannig áhrif á fólkið á hátíðinni. Mér fannst gaman að syngja það og ég vona að allir hafi haft ánægju af því líka. Í öðru laginu blönduðust raddirnar svo vel. Ég held að allir sem hlýddu á það hafi upplifað anda virðingar og lotningar fyrir Guði.“

Undir lok kvöldsins, segir Megan ennfremur: „Við gátum talað bæði við þátttakendur og áheyrendur. Ég veit að fólk spurði kórstjórann okkar út í lögin sem við sungum: ‚Hvers konar tónlist var þetta?‘ eða ‚Hvar fannstu þessa útsetningu?‘ Við gátum átt samskipti hvert við annað og rætt tónlistina, sem við áttum sameiginlega. Mér leið eins og ég gæti skilið þau betur í gegnum lögin þeirra, og að þau hafi geta skilið okkur betur vegna laganna okkar. Tónlist er eins og gluggi að sálinni.“

Prenta