2021
Viðvarandi opinberun
Mars 2021


„Viðvarandi opinberun,“ Til styrktar ungmennum, mars 2021, 16.

Lokaorð

Viðvarandi opinberun

Úr aðalráðstefnuræðu í apríl 2020.

Fyrsta sýnin

Myndskreyting eftir Ben Simonsen

Spámaðurinn Joseph Smith hlaut opinberun á opinberun ofan. Margar opinberanir sem spámaðurinn Joseph Smith hlaut hafa verið varðveittar fyrir okkur í Kenningu og sáttmálum.

Auk þessara, höfum við verið blessuð með viðvarandi opinberun lifandi spámanna sem eru „erindrekar Drottins og mæla fyrir hans munn.“1

Persónuleg opinberun stendur líka öllum til boða sem leita leiðsagnar Drottins af auðmýkt. Hún er jafn mikilvæg og spámannleg opinberun.

Persónuleg opinberun byggist á andlegum sannleika sem berst frá heilögum anda. Heilagur andi er opinberari og vitnari alls sannleika, einkum sem tengist frelsaranum. Án heilags anda, gætum við í raun ekki vitað að Jesús er Kristur. Þýðingarmesta hlutverk hans er að vitna um föðurinn og soninn og nöfn og dýrð þeirra.

Ég fullvissa ykkur um að hvert okkar getur hlotið leiðsögn með opinberun, er við störfum auðmjúk í víngarði Drottins.

Mín auðmjúka bæn er að sérhvert okkar leiti stöðugt opinberunar sér til leiðsagnar og fylgi andanum er við tilbiðjum Guð föðurinn og frelsara okkar, Jesú Krist.

Heimild

  1. Hugh B. Brown, „Joseph Smith among the Prophets“ (sextánda árlega minningarræða um Joseph Smith, Trúarskólinn í Logan, 7. des. 1958), 7.