2021
Það sem við lærum og munum aldrei gleyma
Maí 2021


„Það sem við lærum og munum aldrei gleyma,“ Til styrktar ungmennum, apríl 2021.

Prestdæmisfundur

Það sem við lærum og munum aldrei gleyma

Útdráttur

himinn

Síðasti prestdæmisfundur aðalráðstefnu var í apríl 2019. Margt hefur atvikast á þessum tveimur árum! …

… ég vil leggja til fjórar lexíur sem ég vona að allir hafi lært og muni aldrei gleyma.

Lexía 1: Heimilið er þungamiðja trúar og tilbeiðslu …

… Núverandi samkomutakmarkanir munu að endingu falla úr gildi. Hvað sem því líður, þá ætti skuldbinding ykkar um að gera heimili ykkar að mikilvægasta griðarstað trúar aldrei að falla úr gildi. …

Lexía 2: Við þörfnumst hvers annars

… Við fáum afrekað svo miklu meiru í sameiningu en einsömul. Sæluáætlun Guðs yrði stefnt í voða, ef börn hans yrðu einangruð hvert frá öðru. …

Ef þið vitið um einhverja sem eiga enga að, liðsinnið þeim þá – jafnvel þótt ykkur finnist að þið séuð líka ein! …

Lexía 3: Prestdæmissveitin ykkar hefur meiri tilgang en kennslufundi

… Kennslufundir eru aðeins lítill hluti af því sem hverri sveit er ætlað að gera og hvað hún getur gert.

… Sveitir eru í einstakri stöðu til að hraða samansöfnun Ísraels beggja vegna hulunnar.

Lexía 4: Við hlýðum betur á Jesú Krist þegar við erum hljóðlátir og sýnum stillingu

… Heimsins ólga mun áfram ágerast. Aftur á móti er rödd Drottins … „hljóðlát rödd, full af mildi, sem væri hún hvísl. Og hún [smýgur] inn í sjálfa sálina“ [Helaman 5:30]. Til að heyra þessa hljóðlátu rödd, verðið þið líka að vera hljóðlátir og sýna stillingu! …

Kæru bræður, Drottinn vill að við lærum margt af upplifun okkar á þessum farsóttartíma. Ég hef aðeins nefnt fjögur atriði. Ég býð ykkur að búa til eigin atriðaskrá, íhuga hana vandlega og miðla henni ástvinum ykkar.