„Rúm í gistihúsinu,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.
Laugardagsmorgunn
Rúm í gistihúsinu
Útdráttur
Þessa páskahátíð býður Jesús Kristur okkur að verða, líkt og hann, miskunnsamir Samverjar, til að gera gistihús hans (kirkju hans) að skjóli frá særindum og stormum lífsins. …
Þegar við komum í gistihúsið með miskunnsama Samverjanum, lærum við fimm hluti um Jesú Krist og okkur sjálf.
Til að byrja með komum við í gistihúsið eins og við stöndum, öll með veikleika og ófullkomin. Samt höfum við öll eitthvað þarft til að leggja fram. Við finnum oft veginn til Guðs saman. …
Í öðru lagi hvetur hann okkur til að gera gistihús sitt að stað gæsku og góðvildar, þar sem allir geta komið saman og rúm er fyrir alla. Sem lærisveinar Jesú Krists, eru allir jafnir, engir annars flokks hópar. …
Í þriðja lagi lærum við að fullkomnun er í Jesú Kristi, ekki fullkomnun heimsins. … Hann býður okkur öllum að vera miskunnsamir Samverjar, minna dómhörð og fúsari til að fyrirgefa okkur sjálfum og öðrum. …
Í fjórða lagi … færir [hann] okkur í gistihús sitt og einnig í hús sitt – hið heilaga musteri, … þar sem miskunnsami Samverjinn getur þvegið og klætt okkur …, búið okkur undir að snúa aftur í návist Guðs og sameina okkur fjölskyldu Guðs að eilífu. …
Í fimmta og síðasta lagi fögnum við því að Guð elskar börn sín í margbreytileika þeirra og aðstæðum, allra þjóða, lýða og tungna og rúm er fyrir þau öll í gistihúsi hans. …
Miskunnsami Samverjinn okkar lofar að snúa aftur. Kraftaverk gerast er við önnumst hvert annað eins og hann myndi gera.