2021
Hvers vegna sáttmálsvegurinn?
Maí 2021


„Hvers vegna sáttmálsvegurinn?,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Hluti

Hvers vegna sáttmálsvegurinn?

Útdráttur

vegur

Hvað er sáttmálsvegurinn? Það er eini vegurinn sem liggur til hins himneska ríkis Guðs. Við förum inn á þann veg við hlið skírnar. …

Sumir gætu sagt: „Ég get tekið góðar ákvarðanir með eða án skírnar; ég þarf ekki sáttmála til að vera heiðvirður og farsæll einstaklingur.“ … Hvað er þá öðruvísi við sáttmálsveginn?

Munurinn er í raun einmuna og eilíflega þýðingarmikill. …

Fyrst er eðli hlýðni okkar við Guð. Við gerum meira en að hafa góðan ásetning, við skuldbindum okkur hátíðlega til að lifa eftir hverju orði sem fram gengur af Guðs munni. Í þessu fylgjum við fordæmi Jesú Krists. …

Önnur sértæk hlið sáttmálsvegarins er samband okkar við Guðdóminn. Sáttmálarnir sem Guð býður börnum sínum, gera meira en að leiðbeina okkur. Þeir binda okkur honum. …

Þetta leiðir okkur til umhugsunar um þriðju sérstöku blessun sáttmálsvegarins. Guð veitir nánast óskiljanlega gjöf sem hjálpar þeim sem gera sáttmála að halda sáttmála: Gjöf heilags anda. …

Í fjórða lagi, þeir sem fylgja sáttmálsveginum, finna einnig sérstakar blessanir á ýmsum guðlega tilnefndum samkomum [svo sem á sakramentissamkomum og með musteristilbeiðslu]. …

Að endingu, þá erfum við aðeins blessanir Abrahams, Ísaks og Jakobs með því að fylgja sáttmálsveginum, æðstu blessanir sáluhjálpar og upphafningar, sem aðeins Guð getur veitt. …

Við skulum hlýða kalli spámannsins um að fylgja sáttmálsveginum.