„Gröfin sigrar ekki,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.
Sunnudagsmorgunn
Gröfin sigrar ekki
Útdráttur
Einhvern tíma á lífsleiðinni munum við [upplifa] hjartasorg vegna ástvinamissis. Í gegnum yfirstandandi heimsfaraldur hafa mörg okkar misst ástvini – annað hvort fjölskyldumeðlimi eða vini. Við biðjum fyrir þeim sem syrgja slíkan missi. …
Við getum ímyndað okkur hvernig vinum Jesú leið sem höfðu fylgt honum og þjónað, er þeir urðu vitni að dauða hans. Við vitum að „þeir hörmuðu nú og grétu“ [Markús 16:10]. …
… Þegar ég var níu ára gömul missti ég eldri bróðir minn í hræðilegum jarðskjálfta. Þar sem þetta gerðist óvænt, þá tók það mig svolítinn tíma að gera mér grein fyrir raunveruleika þess sem hafði gerst. Ég var niðurbrotin og sorgmædd og átti til að spyrja sjálfa mig: „Hvað kom fyrir bróður minn? Hvar er hann? Hvert fór hann? Mun ég nokkurn tíma sjá hann aftur?“ …
Um 40 árum seinna, um páskana, var ég að hugleiða upprisu Jesú Krists og fór að hugsa um bróður minn. …
Þann dag var mér ljóst að andinn hafði veitt mér huggun á erfiðum tíma. Ég hafði öðlast vitnisburð um að andi bróður míns væri ekki dáinn, hann lifði. Hann er enn að þroskast í eilífri tilvist sinni. Ég veit nú að „bróðir [minn] mun upp rísa“ [Jóhannes 11:23] á þeirri mikilfenglegu stundu þegar við rísum öll upp, vegna upprisu Jesú Krists.