„Guð meðal okkar,“ Til styrktar ungmennum, mars 2021.
Sunnudagsmorgunn
Guð meðal okkar
Útdráttur
Þegar okkur finnst við ómerkileg, hrakin og gleymd, munum við vita að við getum verið viss um að Guð hefur ekki gleymt okkur – í raun býður hann öllum börnum sínum eitthvað óumræðilegt: Að verða „erfingjar Guðs, en samarfar Krists“ [Rómverjabréfið 8:17]. …
Vegna Jesú Krists, þurfa mistök okkar ekki að skilgreina okkur. Þau geta fágað okkur. …
Ef við iðrumst, gera mistök okkur ekki vanhæf. Þau eru hluti af framþróun okkar. …
Ég hef oft velt fyrir mér hvað Jesús myndi kenna og gera væri hann nú á meðal okkar? …
Frelsarinn kennir alltaf sígildan sannleika. Hann á við um fólk á öllum öldum, við allar aðstæður.
Boðskapur hans var og er boðskapur vonar og aðildar – vitnisburður um að Guð faðir okkar á himnum hefur ekki yfirgefið börn sín.
Að Guð sé meðal okkar! …
Þegar við leitumst við að fylgja Jesú Kristi og ganga veg lærisveinsins, setning á setning ofan, mun sá dagur koma að við upplifum hina ólýsanlegu gjöf að meðtaka fyllingu gleði. …
Ég færi ykkur elsku mína og blessun á þessum gleðilegu páskum. Ljúkið upp hjarta ykkar fyrir frelsara okkar og lausnara, burt séð frá aðstæðum ykkar, raunum, þjáningum eða mistökum; þið getið vitað að hann lifir, að hann elskar ykkur og vegna hans, verðið þið aldrei ein.
Guð er meðal okkar.