2010–2019
Hafa hann ávallt í huga
Apríl 2016


Hafa hann ávallt í huga

Ég ber ykkur auðmjúkt vitni og bið þess að við munum ávallt minnast hans – á öllum stundum og í öllum hlutum og á öllum stöðum sem við gætum verið á.

Kæru bræður og systur, þegar ég þjónaði í Asíu spurði fólk mig stundum: „Öldungur Gong, hve margir búa á Asíusvæði kirkjunnar?“

Ég svaraði: „Helmingur jarðarbúa - 3,6 miljarðar manna.“

Sumir spurðu mig: „Er erfitt að muna nöfn þeirra allra?“

Að muna - og að gleyma - er hluti af daglegu lífi. Til dæmis var það einu sinni að kona mín leitaði að nýja farsímanum sínum út um allt áður en hún ákvað loks að hringja í hann úr öðrum síma. Þegar hún heyrði svo símann hringja hugsaði hún: „Hver getur verið að hringja í mig? Ég hef ekki látið neinn fá þetta númer!“

Að muna - og að gleyma - er einnig hluti af eilífri för okkar. Tími, sjálfræði og minni hjálpa okkur að læra, vaxa og að styrkjast í trú.

Með orðum kunnuglegs sálms:

Vér heiðrum Jesú heilagt nafn.

Til hans vor söngur er. …

Þér helgir vottar, verið með

Að vernda minning hans..

Þegar við meðtökum sakramentið í hverri viku, þá gerum við sáttmála um að hafa hann ávallt í huga. Ef við skoðum þau rúmlega 400 ritningarvers sem vísa í orðiðmuna, þá eru hér sex mismunandi leiðir fyrir okkur til að hafa hann ávallt í huga.

Til að byrja með þá getum við ávallt minnst hans með því að treysta á sáttmála hans, loforð og fullvissu.

Drottinn minnist eilífra sáttmála hans - allt frá tímum Adams fram á þann tíma þegar niðjar Adams munu „umfaðma sannleikann, og líta upp, þá mun Síon líta niður, og allir himnarnir munu bærast af gleði, og jörðin mun titra af fögnuði.“

Drottinn minnist loforða sinna, einnig loforðanna um að safna hinum dreifðu Ísrael í gegnum Mormónsbók; Annað vitni um Jesú Krist og loforð gefin hverjum kirkjuþegni og trúboða sem minnist virði sálna.

Drottinn minnist þjóða og fólks og fullvissar þau. Á þessum tímum hernaðar og ófriðartíðinda, þegar“Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum, en vér af nafni Drottins, Guðs vors,“sem leiðir „líkt og gengin stig“Á „örðugum tíðum“höfum[við]hugfast að það er ekki verk Guðs sem ónýtist heldur verk mannanna.“

Í öðru lagi þá getum við alltaf minnst hans með því að viðurkenna hönd hans í lífi okkar.

Áhrif handar Drottins í lífi okkar er yfirleitt skýrust er við horfum tilbaka. Eins og hinn kristni heimspekingur, Sören Kierkegaard sagði: „Lífið skilst best aftur á bak. En … … verður að lifast áfram.”

Móðir mín kær hélt nýlega upp á níræðisafmæli sitt. Þakklát bar hún vitni um blessanir Guðs við öll tímamót lífs síns. Fjölskyldusögur, fjölskylduhefðir og fjölskyldubönd hjálpa okkur að njóta minninganna af því sem liðið er, á sama tíma og það veitir okkur framtíðarmynstur og von. Prestdæmisvaldalínur og patríarkablessanir bera vitni um hönd Guðs í gegnum ættliðina.

Hafið þið einhverntíma hugsað til þess að þið séuð ykkar eigin minningarbók - og íhugað hvað og hvernig þið viljið muna?

Til dæmis, þegar ég var ungur langaði mig mjög mikið til að spila körfubolta fyrir skólann minn. Ég æfði og æfði. Dag einn benti þjálfarinn mér á verðlaunaðann miðjumann okkar sem var 193 cm hár og svo á framvörðinn okkar sem var 188 cm hár, einnig verðlaunaður, og sagði svo við mig: „Ég get sett þig í liðið, en þú munt líklega aldrei spila.“ Ég minnist þess hve góðlátlega hann hvatt mig þá: „Af hverju reynirðu ekki við knattspyrnu? Þú yrðir góður. Fjölskylda mín fagnaði þegar ég skoraði mitt fyrsta mark.

Við getum minnst þeirra sem veita okkur tækifæri og svo annað tækifæri, af heiðarleika, góðmennsku, þolinmæði og hvatningu. Við getum einnig orðið einhver sem aðrir minnast þegar þeir hugsa um það þegar þeir voru hjálparþurfi. Að muna eftir aðstoð annarra með þakklæti og leiðsögn andans er ein leið til að minnast hans. Þannig teljum við sælustundir okkar sem Guð gaf.

Í þriðja lagi þá getum við alltaf minnst hans með því að treysta því þegar Drottinn fullvissar okkur: „Þeim sem hefur iðrast synda sinna er fyrirgefið, og ég Drottinn, minnist þeirra ekki lengur.“

Þegar við iðrumst einlæglega, ásamt því að játa og láta af syndunum, þá spyrjum við eins og Enos, þegar synd okkar er sópað burt, „Drottinn hvernig má það vera?“ og heyrum svarið „Vegna trúar þinnar á Krist“og boð hans „Minn mig á.“

Þegar við höfum iðrast og prestdæmisleiðtogi hefur lýst yfir verðugleika okkar þá þurfum við ekki að halda áfram að játa þessar gömlu syndir í sífellu. Það að vera verðugur þýðir ekki að vera fullkominn Hamingjuáætlun himnesks föður býður okkur uppá að vera auðmjúklega í friði á ferðalagi okkar í gegnum lífið til þess að ná einhvern tíma fullkomnun í Kristi.en að hafa ekki stanslausar áhyggjur, vera ósáttur eða óhamingjusamur í ófullkomnun okkar í dag. Munum, hann veit um allt það sem við viljum ekki að aðrir viti af um okkur - og elskar okkur samt.

Stundum reynir lífið á traust okkar á náð Guðs, réttæti og dóm og á frelsandi boð hans um að leyfa friðþægingunni að lækna okkur er við fyrirgefum öðrum og okkur sjálfum.

Ung stúlka í öðru landi sótti um starf sem blaðamaður en embættismaðurinn sem úthlutaði störfunum var miskunnarlaus. Hann sagði við hana: „Með undirskrift minni þá lofa ég þér að þú munt ekki verða blaðamaður heldur vinna við að grafa holræsi. Hún var eina konan sem vann við að grafa holræsi í hópi af körlum.

Árum seinna varð þessi kona embættismaður. Dag einn kom maður til hennar og þarfnaðist undirskriftar hennar vegna starfs.

Hún spurði: „Manstu eftir mér?“ Hann gerði það ekki.

Hún sagði: „Þú manst ekki eftir mér, en ég man eftir þér. Með undirskrift þinni sást þú til þess að ég myndi aldrei verða blaðamaður. Með undirskrift þinni sendir þú mig í að grafa holræsi, eina konan í hópi karla.

Hún sagði við mig: „Mér finnst að ég ætti að koma betur fram við hann en hann kom fram við mig, en ég hef ekki styrkinn til þess. Stundum er sá styrkur ekki innra með okkur, en hann má finna í því að minnast friðþægingar Jesú Krists.

Þegar traust hefur verið svikið, draumar mölbrotnir, hjörtu brostin aftur og aftur, þegar við óskum réttlætis og þörfnumst náðar, þegar hnefar okkar eru krepptir og tár okkar flæða, þegar við þörfnumst þess að vita hvað við eigum að halda okkur í og hverju við eigum að sleppa, þá getum við alltaf minnst hans. Lífið er ekki eins grimmt og okkur kann að finnast það stundum. Óendanleg samúð hans getur hjálpað okkur að finna veg okkar, sannleikann og lífið.

Þegar við munum orð hans og fordæmi þá munum við ekki særa eða særast.

Faðir minn starfaði sem vélaviðgerðarmaður. Heiðarlegt starf hans sýndi sig jafnvel á vandlega þvegnum höndum hans. Dag einn sagði einhver við föður vinar míns í musterinu, að hann ætti að þvo hendur sínar áður en hann myndi þjóna þar. Í stað þess að móðgast fór þessi góði maður að vaska upp í höndunum, heima hjá sér, með auka sápu, áður en að hann fór í musterið. Hann er gott dæmi um þann sem „[stígur]upp á fjall Drottins“ og „fær að dvelja á hans helga stað“ með þær óflekkuðustu hendur og hreinasta hjarta.

Ef við berum óvinsamlegar tilfinningar, erum langrækin eða ölum á gremju eða ef við höfum ástæðu til að biðja aðra fyrirgefningar þá er þetta tíminn til að gera svo.

Í fjórða lagi, hann biður okkur að muna að hann býður okkur ávallt velkomin heim.

Við lærum með því að spyrja og leita. Hættið ekki leitinni fyrr en þið náið leiðarenda – með orðum T. S. Eliot – „þar sem þið hófuð förina og þekktuð staðinn í fyrsta sinn.“Þegar þið eruð tilbúin, opnið þá hjörtu ykkar fyrir Mormónsbók, aftur, í fyrsta sinn. Biðjið af einlægum ásetningi, aftur, í fyrsta sinn.

Treystið þessari gömlu eða daufu minningu. Leyfið henni að auka trú ykkar. Með Guði er enginn staður þar sem ekki er hægt að snúa við.

Spámenn til forna og í dag, biðja okkur að leyfa ekki mannlegum brestum, göllum eða veikleikum - annarra eða okkar eigin - að valda því að við töpum sannleikanum, sáttmálum og endurleysandi krafti endurreists fagnaðarerindis hans.Þetta er sérstaklega mikilvægt í kirkju þar sem við vöxum, hvert og eitt okkar, í gegnum ófullkomna þáttöku okkar. Spámaðurinn Joseph sagði: „Ég sagði ykkur aldrei að ég væri fullkominn – en það er engin villa í opinberununum sem ég hef kennt.“

Í fimmta lagi, við getum alltaf minnst hans á hvíldardeginum, í gegnum sakramentið. Við lok jarðneskrar þjónustu sinnar og við upphaf upprisinnar þjónustu sinnar – í bæði þessi skipti – tók frelsari okkar brauð og vín og bauð okkur að minnast líkama síns og blóðs, „því að jafn oft og þér gjörið það munuð þér minnast þessarar stundar sem ég var hjá ykkur.“

Í sakramentisathöfninni berum við Guði föðurnum vitni um að við erum ”fús til að taka á okkur nafn sonar hans, og hafa hann ávallt í huga og halda boðorð hans, sem hann hefur gefið okkur, svo að andi hans sé ætíð með okkur” .

Eins og Amúlek kennir, þá minnumst við hans þegar við biðjum yfir ökrum okkar, hjörðum og heimilisfólki okkar og þegar við minnumst hinna þurfandi, klæðalausu, sjúku og aðþrengdu.

Að lokum, í sjötta lagi þá býður frelsarinn okkur að minnast hans ávallt eins eins og hann minnist okkar.

Í nýja heiminum bauð upprisinn frelsari okkar þeim sem voru viðstaddir að koma, einum í einu og þrýsta höndum sínum á síðu hans og finna naglaförin á höndum hans og fótum.

Ritningarnar lýsa upprisunni sem að „hver limur og hver liðamót munu aftur endurreist á líkamann.“ og „ekki svo mikið sem eitt höfuðhár mun glatast.“Hafandi það í huga, hugleiðið þá hvernig það má vera að fullkominn líkami frelsarans skyldi enn bera sárin á síðu hans og naglaförin á höndum hans og fótum.

Í mannkynssögunni hafa dauðlegir menn verið teknir af lífi með krossfestingu. Einungis frelsari okkar, Jesú Kristur umfaðmar okkur, enn berandi merki hins hreina kærleika hans. Einungis hann uppfyllir spádóminn um að vera lyft upp á krossinum svo að hann gæti dregið okkur til hans, hvert og eitt, með nafni.

Frelsari okkar segir:

„Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki.

„Sjá, ég hef rist þig á lófa mína.“

Hann ber vitni: „Ég er sá, sem upp var hafinn. Ég er Jesús, sem var krossfestur. Ég er sonur Guðs.

Ég ber ykkur auðmjúkt vitni og bið þess að við munum ávallt minnast hans, á öllum stundum og í öllum hlutum og á öllum stöðum sem við gætum verið á. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.