2010–2019
Sjáðu sjálfan þig í musterinu
Apríl 2016


Sjáðu sjálfan þig í musterinu

Ég bið þess að hvert og eitt okkar muni heiðra frelsarann og gera nauðsynlegar breytingar til að sjá okkur sjálf í helgum musterum hans.

Framganga sáluhjálparáætlunar Drottins á þessum á þessari ráðstöfun í fyllingu tímans, er nánast óskiljanleg.Þetta má best sjá á tilkynningu Thomas S. Monson forseta, á þessum ráðstefnuhluta, um fjögur ný musteri. Þegar Monson forseti var kallaður sem postuli, árið 1963, þá voru starfrækt tólf musteri í heiminum. Með vígslu musterisins í miðborg Provo-borgar, þá eru þau nú 150 og það verða 177 þegar öll musterin hafa verið vígð sem tilkynnt hafa verið. Þetta er ástæða til að gleðjast í auðmýkt.

Fyrir nákvæmlega eitthundrað og áttatíu árum síðan í dag, 3. apríl, árið 1836, opnaðist spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery stórkostleg sýn í Kirtland musterinu. Þetta gerðist einungis viku eftir að musterið var vígt. Í þessari sýn sáu þeir Drottinn, þar sem hann stóð við handriðið á ræðustólnum í musterinu. Drottinn sagði, meðal annars:

„Lát hjörtu bræðra yðar fagna og lát hjörtu alls míns fólks fagna, sem af mætti sínum hafa reist nafni mínu þetta hús.

Því að sjá, ég hef veitt þessu húsi viðtöku og nafn mitt skal vera hér. Og af miskunn mun ég opinbera mig fólki mínu í þessu húsi.“

Á þessari helgu stundu, birtust fornir spámenn, þar með talinn Elía, sem afhenti þá lykla sem eru nauðsynlegir fyrir musterisathafnir.

Byggt á því sem gerðist í Bankok, Taílandi, fyrir ári síðan, þegar tilkynnt var um musterið þar, þá höfum við einhverja tilfinningu fyrir þeim fögnuði sem á sér stað í Quito, Ekvador; Harare, Simbabve; Belém, Brasilíu og í Líma, Perú, bæði á meðal meðlimanna og trúboðanna. Systir Shelly Senior, eiginkona David Senior, þáverandi forseta Bangkok-musterisins í Taílandi, sendi fjölskyldu og vinum tölvupóst, þar sem hún sagði að eftir að hafa hlustað á Monson forseta tilkynna um musterið, þá hafi þau upplifað 12 klukkustundir stöðugra fagnaðarláta og gleðitára. Þau hringdu í aðstoðarmenn sína um klukkan 23:30 og létu þá vita. Aðstoðarmennirnir hringdu í alla trúboðana. Þær fréttir komu tilbaka að „allt trúboðið væri vakandi um miðja nótt, hoppandi á rúmunum sínum.“ Systir Senior áminnti fjölskyldu og vini góðlátlega, „Vinsamlega ekki segja trúboðsdeildinni frá!“

Hin djúpstæða andlega svörun kirkjuþegna í Taílandi var álíka sterk. Ég er sannfærður um að það hefur verið andlegur undirbúningur í gangi, í hjörtum og á heimilum, ásamt opinberunum af himnum ofan, sem hefur undirbúið hina heilögu, á þeim stöðum sem þessi nýtilkynntu musteri eru staðsett.

Taílenskar stúlkur með spegil sem á stendur: „Sjáðu þig í musterinu.“

Í Taílandi lét systir Senior búa til sérstaka handspegla fyrir persónulega kennslu hennar, sérstaklega með systrunum. Á speglinum var mynd af musteri og orðin „Sjáðu sjálfan þig í musterinu“ grafin í hann. Þegar fólk horfði í spegilinn, sá það sig sjálft í musterinu. Senior hjónin kenndu trúarnemum og kirkjuþegnum að sjá sig sjálf í musterinu og að gera nauðsynlegar lífstílsbreytingar og sinna andlegum undirbúningi til þess að ná þessu markmiði.

Áskorun mín hér í dag, er fyrir okkur öll, hvar sem við búm, að sjá okkur sjálf í musterinu. Monson forseti hefur sagt: „Ekki fyrr en þið hafið farið í hús Drottins og tekið á móti öllum þeim blessunum sem bíða ykkur þar, hafið þið hlotið allt sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Mikilvægustu og æðstu blessanir aðildar að kirkjunni eru þær sem meðteknar eru í musterum Guðs.“

Þrátt fyrir skort á réttlæti í heiminum í dag, þá lifum við á helgum, heilögum tímum. Spámenn hafa lýst okkar dögum, öldum saman, af kærleik og með þrá í hjarta.

Með því að vitna bæði í Óbadía í Gamla testamentinu og 1 Pétursbréf í Nýja testamentinu, staðfesti spámaðurinn Joseph Smith hinn mikilvæga tilgang Guðs í því að sjá okkur fyrir skírn fyrir hina dánu og að leyfa okkur að vera frelsarar á Síonarfjalli.

Drottinn hefur séð til þess að fólk okkar hefur blómstrað og þeim séð fyrir úrræðum og spámannslegri leiðsögn svo að við getum verið hugdjörf í því að sinna skyldum okkar í musterinu, bæði fyrir lifandi og látna.

Út af hinu endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists, þá skiljum við tilgang lífsins, sáluhjálparáætlun föðurins fyrir börn hans, sáluhjálpandi fórn frelsarans og hið miðlæga hlutverk fjölskyldunnar í skipulagi himins.

Sambland hins aukna fjölda mustera og þróaðrar tækni til að uppfylla helgar skyldur okkar gagnvart forfeðrum okkar, gerir þetta að einu sælumesta tímabili allrar sögunnar. Ég fagna hinni ótrúlegu trúfesti unga fólksins í dag í að skrá og finna forfeður sína og síðan að framkvæma skírnir og staðfestingar í musterinu. Þið eruð bókstaflega meðal frelsara Síonarfjalls sem spáð var um.

Hvernig undirbúum við okkur fyrir að fara í musterið?

Við vitum að réttlæti og helgun eru nauðsynlegir þættir þess að undirbúa okkur fyrir musterið.

Í Kenningu og Sáttmálum, 97. kapítula segir: „ Og reisi fólkið mér hús í nafni Drottins og láti ekkert óhreint inn í það koma, svo að það vanhelgist ekki, skal dýrð mín hvíla á því.“

Fram til ársins 1891 undirritaði forseti kirkjunnar öll musterismeðmæli til að vernda heilagleika musterisins. Síðan var þeirri ábyrgð framvísað til biskupa og stikuforeseta.

Það er er sterk þrá okkar að kirkjuþegnar muni lifa þannig að þeir séu verðugir musterismeðmæla. Vinsamlega sjáið ekki musterin sem eitthvað fjarlægt og jafnvel ófáanlegt markmið. Ef kirkjuþegnar vinna með biskupum sínum, þá geta flestir þeirra uppfyllt öll réttlát skilyrði á frekar stuttum tíma, ef þeir eru ákveðnir í að verða hæfir og iðrast synda sinna. Þetta felur í sér að geta fyrirgefið okkur sjálfum og einblína ekki á það að ófullkomnun okkar og syndir útiloki okkar frá því að fara nokkurntíma inn í heilagt musteri.

Friðþægingarfórn frelsarans var framkvæmd fyrir öll börn Guðs. Sáluhjálpandi fórn hans uppfyllir kröfur réttlætis fyrir alla þá sem iðrast einlæglega. Ritingarnar lýsa þessu á mjög fallegan máta:

„Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll.“

„Og [ég mun] ekki framar minnast … þeirra.

Við fullvissum ykkur um að það að lifa eftir réttlátum lögmálum, mun færa ykkur og fjölskyldum ykkar, hamingju og frið.Kirkjuþegnar, bæði fullorðnir og æskan,staðfesta sjálf verðugleika sinn þegar þau svara spurningunum í musterismeðmælaviðtalinu. Aðal skilyrðin eru að auka vitnisburð okkar á Guði, föðurnum, syni hans Jesú Kristi og á endurreisn fagnaðarerindis hans og að upplifa þjónustu heilags anda.

Blessanir musterisins eru fjölmargar.

Aðal blessanir musterisins eru helgiathafnir upphafningar. Áætlun fagnaðarerindisins varðar upphafningu og felur í sér að gera og halda helga sáttmála við Guð. Fyrir utan skírn og staðfestingu þá eru þessar athafnir framkvæmdar og meðteknar fyrir hina lifandi, í musterinu. Fyrir hina dánu þá eru allar sáluhjálpandi helgiathafnir og sáttmálar meðteknar í musterinu.

Brigham Young kenndi: „Það er ekkert sem Drottinn gæti gert fyrir sáluhjálp fjölskyldu mannsins sem hann hefur vanrækt að gera; … Allt sem getur verið gert fyrir sáluhjálp þeirra, óháð þeim, hefur verið framkvæmt fyrir og af frelsaranum.“

Kirkjuleiðtogar skipuleggja stikur, deildir, sveitir, aðildarfélög kirkjunnar, trúboð og fleira, í kapellum okkar og öðrum byggingum. Drottinn skipuleggur eilífar fjölskyldur einungis í musterum.

Það er skýrt að þeir sem hafa sundurkramin hjörtu og sáriðrandi anda, sem hafa einlæglega iðrast synda sinna eru algerlega þóknanlegir Drottni í hans heilaga húsi.Við vitum að „Guð fer ekki í manngreinarálit.“Eitt að því dýrmæta sem ég ann varðandi musterið er það að á meðal þeirra sem þjóna þar er ekki mismunun á ríkidæmi eða stöðu af nokkrum toga. Við erum öll jöfn frammi fyrir Guði. Allir eru hvítklæddir til marks um það að við séum hreint og réttlátt fólk.Allir sitja hlið við hlið með þrá í hjörtum sínum um að vera verðugir synir og dætur ástríks himnesks föður.

Innsiglunarherbergi í musteri

Hugsið ykkur bara að „helgiathafnir og sáttmálar í heilögum musterum gera mönnum [og konum um allan heim] mögulegt að komast aftur í návist Guðs og … að sameinast að eilífu.“ Þau gera þetta í fallegu, helgu innsiglunarherbergi sem er opið öllum verðugum kirkjuþegnum. Eftir að þau gera þessa sáttmála þá geta þau „séð sig í speglum musterisins sem snúa hver að öðrum.“ Saman þá endurspegla þessir musterisspeglar myndir sem teygja sig, að því virðist, inn í eilífðina.“Þessar speglanir hjálpa okkur að íhuga foreldra, ömmur og afa og alla ættliði sem hafa farið á undan. Þær hjálpa okkur að bera kennsl á þá heilögu sáttmála sem tengja okkur öllum þeim ættliðum sem koma á eftir. Þetta er ótrúlega mikilvægt, og það hefst þegar þið sjáið ykkur í musterinu.

Speglar í innsiglunarherbergi

Howard W. Hunter forseti ráðlagði okkur að „íhuga þær stórbrotnu kenningar í hinni miklu vígslubæn Kirtlandmusterisins, bæn sem spámaðurinn Joseph Smith sagði að hefði verið gefin honum í opinberun. Það er bæn sem heldur áfram að svara okkur sem einstaklingar, sem fjölskyldur og sem fólk, vegna þess prestdæmisvalds sem Drottinn hefur gefið okkur til að nota í heilögum musterum hans.Það myndi gera okkur gott að læra 109.kapítula Kenningu og Sáttmála og að fylgja áminningu Hunters forseta um að „stofna musteri Drottins sem hið merka tákn kirkjuaðildar okkar.“

Musterið er einnig skjól, staður þakkargjörðar, leiðsagnar, skilnings og „öllu er lýtur að ríki Guðs á jörðu.“ Allt mitt líf þá hefur það verið staður rósemdar og friðar í heimi sem er bókstaflega í uppnámi. Það er yndislegt að skilja áhyggjur heimsins eftir í þessu heilaga umhverfi.

Við finnum oft fyrir hvatningu og áhrifum heilags anda þegar við erum í musterinu eða við ættfræðistörf.Stundum verður hulan á milli okkar og hinna sem eru handan hennar, mjög þunn. Við hljótum auka aðstoð við það verkefni okkar að verða frelsarar á Síonarfjalli.

Fyrir nokkrum árum síðan aðstoðaði eiginkona eins af fyrrverandi Aðalvaldhöfum kirkjunnar föður, móður og börn þeirra við að meðtaka eilífa sáttmála sína í innsiglunarherbergi í musteri í Mið-Ameríku, þar sem musterisspeglarnir eru staðsettir. Þegar athöfninni lauk og þau horfðu í speglana þá tók hún eftir andliti í speglinum sem var ekki í herberginu. Hún spurði móðurina og komst að því að dóttir hafði fallið frá og var þar af leiðandi ekki viðstödd í eigin persónu. Með aðstoð staðgengils var þessi dóttir þáttakandi í hinni helgu helgiathöfn.Vanmetið aldrei þá aðstoð sem veitt er í musterunum, handan hulunnar.

Við viljum að þið vitið hve einlæglega við þráum að allir geri nauðsynlegar breytingar til þess að uppfylla skilyrði þess að fara í musterið. Íhugið, með bænarhug, hvar þið eruð stödd í lífinu, leitið leiðsagnar andans og talið við biskup ykkar um að undirbúa ykkur undir að fara í musterið. Thomas S. Monson forseti sagði: „Það eru engin mikilvægari markmið fyrir ykkur til að vinna að en að vera verðug þess að fara í musterið.“

Frelsarinn er „aðal,óhagganlegi hyrningarsteinn trúar okkar og kirkju hans.“

Ég naut þeirra forréttinda að vera með Henry B. Eyring forseta við endurvígslu Suva-musterisins á Fijieyjum, fyrir tveimur mánuðum. Það var sérstakt, heilagt tækifæri. Hugrekki Eyrings forseta og sterk andleg áhrif, gerðu endurvígsluathöfninni kleift að fara fram þrátt fyrir einn versta hvirfilbyl sem nokkurn tíma hefur verið skráður á suðurhveli jarðar. Efnisleg og andleg vernd var veitt ungdómnum, trúboðunum og kirkjuþegnunum. Hönd Drottins var greinileg. Endurvígsla musterisins í Suva, Fiji, var skjól frá storminum. Oft er við upplifum storma lífsins þá verðum við vitni að hönd Drottins við að veita eilífa vernd.

Upprunaleg vígsluathöfn Suva musterisins í Fiji, 18. júní, 2000 var einnig merkileg. Þegar kom að lokum byggingar musterisins þá voru þingmenn teknir í gíslingu af hópi uppreisnarmanna. Miðborg Suva, Fiji var rænd og brennd. Herinn lýsti yfir herlögum.

Sem svæðisforseti fór ég ásamt stikuforsetunum fjórum í Fiji og hitti leiðtoga hersins í Queen Elizabeth herbúðunum. Eftir að hafa útskýrt vígsluathöfnina sem var áætluð, sýndu þeir stuðning en voru áhyggjufullir yfir öryggi Gordon B. Hinckley forseti. Þeir mæltu með lítilli athöfn með engum uppákomum fyrir utan musterið, eins og athöfnina með hyrningarsteininn. Þeir lögðu áherslu á að hver sem væri fyrir utan musterið gæti verið skotmark ofbeldis.

Hinckley forseti samþykkti eina litla vígsluathöfn þar sem einungis nýja musterisforsætisráðið væri viðstatt ásamt nokkrum staðarleiðtogum, engum öðrum var boðið vegna áhættunnar. Hinsvegar sagði hann ákveðinn: „Ef við vígjum musterið þá munum við hafa hyrningarsteinsathöfnina því Jesús Kristur er aðalhyrningasteinninn og þetta er kirkja hans.

Þegar við fórum svo út, fyrir hyrningasteinsathöfnina, þá voru engir gestir, börn, fjölmiðlar eða aðrir viðstaddir. Trúfastur spámaður sýndi bara hugrekki sitt og óhagganlega skuldbindingu sína gagnvart frelsaranum.

Síðar sagði Hinckley forseti, talandi um frelsarann: „Enginn jafnast á við hann. Það hefur aldrei gerst. Það mun aldrei gerast. Guði séu þakkir fyrir gjöf hans ástkæra sonar, sem lagði líf sitt í sölurnar svo við mættum lifa og sem er hinn óhagganlegi aðalhyrningarsteinn trúar okkar og þessarar kirkju.“

Bræður og systur, ég bið þess að hvert og eitt okkar munum heiðra frelsarann og gera nauðsynlegar breytingar til að sjá okkur sjálf í helgum musterum hans. Þegar við gerum svo þá getum við náð heilögum tilgangi hans og undirbúið okkur og fjölskyldur okkar fyrir þær blessanir sem Drottinn og kirkja hans getur veitt okkur í þessu lífi og í eilífðinni. Ég ber mitt örugga vitni um að frelsarinn lifir. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Sjá Kenning og sáttmálar 112:30–32.

  2. Tólfta musterið, London musterið í Englandi, var vígt 7. september 1958.

  3. Kenning og sáttmálar 110:6–7.

  4. Shelly Senior, tölvupóstur, 6. apr. 2015.

  5. Thomas S. Monson, „The Holy Temple—a Beacon to the World,“ Liahona, maí 2011, 93.

  6. Sjá Jes 2:2.

  7. Sjá Óbadía 1:21.

  8. 1 Pét 4:6.

  9. Sjá Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith (2007), 409.

  10. Sjá Teachings of Presidents of the Church: Wilford Woodruff (2004), 177, 192–93.

  11. Kenning og sáttmálar 97:15; sjá einnig vers 17.

  12. Jes 1:18.

  13. Jer 31:34.

  14. Sjá Kenning og sáttmálar 59:23.

  15. Til viðbótar við musterismeðmæli fullorðinna, þá geta verðug ungmenni og fullorðnir sem hafa ekki meðtekið musterisgjöfina, fengið tímabundin meðmæli fyrir skírnir fyrir hina dánu. Bæði meðmæli krefjast undirskriftar viðtakanda sem staðfestir þeirra eigin verðleika. Þessi tímabundnu meðmæli gilda í eitt ár og veita biskupsráðinu tækifæri til að ræða árlega við hvern einstakling um verðleika hans.

  16. Teachings of Presidents of the Church: Brigham Young (1997), 32.

  17. Sjá Kenning og sáttmálar 58:42.

  18. Post 10:34; sjá einnig Moró 8:12; Kenning og sáttmálar 1:35; 38:16.

  19. Sjá Kenning og sáttmálar 100:16.

  20. „The Family: A Proclamation to the World,“ Liahona, nóv. 2010, 129.

  21. Gerrit W. Gong, „Temple Mirrors of Eternity: A Testimony of Family,“ Liahona, nóv. 2010, 37.

  22. Teachings of the Presidents of the Church: Howard W. Hunter (2015), 183.

  23. Teachings: Howard W. Hunter, 178.

  24. Sjá Kenning og sáttmálar 97:13–14.

  25. Sjá Kenning og sáttmálar 45:26–27.

  26. Við tölum oft um þetta sem anda Elía. Russell M. Nelsonforseti hefur kennt að andi Elía sé „staðfesting á því að heilagur andi beri vitni um guðlegt eðli fjölskyldunnar“ („A New Harvest Time,“ Ensign, maí 1998, 34).

  27. Deilt með leyfi.

  28. Thomas S. Monson, „The Holy Temple—a Beacon to the World,“ 93.

  29. Trúboðar og æskufólk sem kom frá ytri eyjunum fengu húsnæði í öruggum kirkjuskólum og kirkjubyggingum og voru í skjóli fyrir verstu hliðum Winston hvirfilbylsins.

  30. Gordon B. Hinckley, „Four Cornerstones of Faith,“ Liahona, feb. 2004, 4–5.