Boðskapur vonar fyrir þá sem eru í fangelsisvistun
Ljós Guð getur verið hluti af framtíð ykkar.
Fyrir mörgum árum var ég í vitjunarferð í fangelsi þegar ég hitti mann að nafni Eric. Hann hafði verið í 17 ár í fangelsi. Á þessum tíma hafði Eric varla misst af kirkju. Hann baðst oft fyrir með öðrum og hjálpaði fólki að læra í ritningunum. Þegar ég kynntist Eric, átti hann í alvarlegum heilsufarsvanda. Ég fékk að heimsækja hann á sjúkrastofu fangelsissjúkrahússins.
Eric og ég ræddum saman og hann tjáði mér hve þakklátur hann var fyrir hina mörgu meðlimi kirkjunnar sem höfðu stutt hann í áranna rás. Hann miðlaði vitnisburði sínum og trú á Jesú Krist. Hann sagði síðan lágri röddu að oft hefði honum þó fundist hann gleymdur og yfirgefinn. Við ræddum saman nokkra stund lengur, báðumst fyrir saman og skildum sem vinir. Nokkrum klukkustundum síðar bárust mér þau tíðindi að Eric hefði látist.
Lífsferð Erics reyndist honum erfið. Hann bjó þó að því að þekkja og elska himneskan föður, Jesú Krist og sig sjálfan. Það skiptir öllu máli. Ég held að það skipti ekki máli hvar eða hvernig við komumst til þekkingar á Jesú í eilífðinni. Það sem er mikilvægast er hvað við gerðum við líf okkar eftir að við fundum hann.
Aðstæðurnar og valkostirnir sem leiddu til fangelsisvistunarinnar þurfa ekki að skilgreina líf viðkomandi. Ykkur gæti hafa orðið á í stóru eða smáu. Þið gætuð hafa framið glæp einu sinni eða mörgum sinnum. Það er hluti af fortíð ykkar, en fortíðin ákvarðar ekki framtíð ykkar. Þið getið áfram valið það sem veitir hamingju, jafnvel á erfiðum tímum.
Hið sanna auðkenni ykkar
Systir Joy D. Jones, aðalforseti Barnafélagsins, hefur nokkrum sinnum farið í fangavitjanir. Hún sagði mér eitt sinn þessa sögu.
„Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég fór í fangelsi í nágrenni heimilis míns. Þegar ég ræddi við hóp fanga, fannst mér ég vera á helgum stað, því ég vissi að þær vildu einlæglega breytast og koma til Krists. Við ræddum um guðlegt auðkenni okkar sem barn Guðs.
Á einum tímapunkti sagði ég þeim frá tveggja ára gamalli ömmustelpunni minni, sem eitt sinn kom til mín brosandi. Hún sagði afar áhugsöm: ,Amma, ég er barn Guðs!‘ Einn fanginn sagði þá hljóðlega: ,Ég velti fyrir mér hvernig líf mitt væri í dag, ef einhver hefði sagði mér á unga árum að ég væri barn Guð.‘
Góðu fréttirnar eru að við erum öll barn Guðs,“ sagði systir Jones, „hvort sem við komust að því á barnsaldri eða síðar í lífinu. Það er aldrei of seint. Þið eruð ekki gleymd. Hann þekkir ykkur. Hann elskar ykkur. Sonur hans, Jesús Kristur, er frelsari okkar. Hann friðþægði fyrir sérhvert okkar. Hann skilur því aðstæður okkar fullkomlega og við getum hlotið fyrirgefningu allra synda okkar. Hann sagði: ,Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. … Sjá, ég hef rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér‘ (1. Nefí 21:15–16).”
Það getur veitt styrk hið innra að trúa að þið og allir sem þið þekkið séuð börn Guðs. Þegar þið viðurkennið þann sannleika og látið stjórnast af honum, munið þið finna aukinn frið og verða öðrum fordæmi til góðs.
Endurbyggja traust
Í gegnum lífið getur verið erfitt að vita hverjum treysta má, en þið getið ávallt treyst himneskum föður ykkar. Ritningarnar kenna að Guð þekki ykkur fullkomlega. Hann elskar ykkur og getur ekki sagt ósatt.1 Ef ykkur reynist erfitt að treysta öðrum – þar með talið Guði – biðjist þá fyrir vegna þess. Spyrjið himneskan föður: „Elskar þú mig? Get ég treyst þér?“ Hlustið síðan eftir svari. Það getur komið sem friðsöm tilfinning eða kyrrlát hugsun. Þetta getur tekið tíma. Guð mun þó svara bænum ykkar.
Auk þess að vita hverjum þið getið treyst, er mikilvægt að verða sá eða sú sem aðrir geta treyst. Það gæti verið óviðeigandi að þið hefðuð samband við þá sem þið sköðuðu, en þið getið samt íhugað atburði liðinnar tíðar úr frá sjónarhorni þeirra, þróað samúð með þeim og beðið fyrir Þeim. Þið getið valið að verða traustsins verð í því sambandi sem þið myndið.
Þetta getur verið löng og ströng ferð. Ég er þakklátur fyrir þessa hvatningu frá öldungi Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni: „Haldið áfram að elska. Haldið áfram að reyna. Haldið áfram að treysta. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að vaxa. Himnarnir eru að hvetja ykkur áfram í dag og munu gera það á morgun og ævinlega.“2
Uppeldi og fangelsisvistun
Þið gætuð freistast til að hugsa að þið getið ekki verið foreldri meðan á fangelsisvistun stendur. Forðist slíkar hugsanir. Leitið leiða til að styðja fjölskyldu ykkar og börn, alltaf þegar það er mögulegt.
Á umliðnum árum hafa kirkjuleiðtogar lagt áherslu á það hversu mikilvægt það er að kenna hvert öðru fagnaðarerindið í fjölskyldum okkar. Spyrjið ykkur sjálf: „Hvernig get ég hjálpað fjölskyldu minni að hljóta blessanir fagnaðarerindisins?“ Hér eru fjórar ábendingar:
-
Þið getið alltaf beðið fyrir fjölskyldu ykkar. Bænin er máttugt andlegt verk sem takmarkast ekki við veggi eða fjarlægðir.
-
Ef ykkur er leyft að eiga samskipti við börn ykkar, leitið þá viðeigandi leiða til að tjá elsku ykkar. Segið þeim frá þeim andlegu lexíum sem þið lærið.
-
Leggið á ykkur að endurnýja samskipti við áreiðanlega vini. Stuðlið að sambandi við þá sem hafa góð áhrif á fjölskyldu ykkar.
-
Breytið ykkur til hins betra. Allt sem þið gerið til að bæta ykkur sjálf og axla ábyrgð gjörða ykkar, mun gera ykkur að betri föður eða móður.
Sækja fram
Spámaður okkar, Russell M. Nelson forseti, sagði tilgang þessa lífs vera þann að búa sig undir að mæta Guði, með því að fylgja fordæmi Jesú Krists. „Það gerum við með því að iðrast dag hvern og meðtaka hreinsandi, græðandi og styrkjandi mátt hans,“ kenndi hann. Þá getum við fundið viðvarandi frið og gleði, jafnvel á örðugum tíðum.“3
Iðrun er mikilvægur þáttur lækningar. Hún hefst þegar þið biðjið til Guðs í einlægni og segið honum hvað þið hafið gert rangt og biðjið um fyrirgefningu hans. Þið munuð finna aukinn frið eftir því sem þið lærið meira um fagnaðarerindið og fylgið fordæmi Jesú Krists. Þessar tilfinningar og hegðunarbreyting ykkar, eru vísbendingar um að lækning ykkar sé hafin.
Kirkjuleiðtogar eru til staðar til að hjálpa ykkur að ganga þennan veg aftur til Guðs. Það verður alltaf mögulegt að snúa aftur til himnesks föður fyrir milligöngu Jesú Krists. Þótt ykkur finnist Guð hafa fyrirgefið ykkur löngu áður en ykkur finnst fjölskyldan, samfélagið eða jafnvel sumir meðlimir kirkjunnar hafa fyrirgefið ykkur, látið þá ekki hugfallast. Haldið bara áfram að sækja fram. Reiðið ykkur á loforð Guðs og tímasetningu hans.
Guð mun hjálpa ykkur að læknast
Hafið hugfast að hverskyns lækning – einng frá ánetjun, misnotkun eða öðrum áföllum – tekur tíma. Í Biblíunni er sagt frá því þegar Jesús læknar blindan mann, sem fékk sjónina smám saman. Fyrst sá hann „menn, … líkt og tré … ganga.“ Jesús „lagði … aftur hendur yfir augu hans,“ og þá tók hann loks að sjá skýrt (Markús 8:24–25). Jesús læknaði konu á svipaðan hátt, sem hafði blóðlát, en það var eftir að hún hafði þjáðst af heilsufarsvanda í 12 ár (sjá Markús 5:25–34). Þessar frásagnir sýna okkur að líkamleg, andleg og hugræn lækning á sér oft stað með tímanum. Ef ykkur finnst lækning ykkar ekki gerast eins fljótt og þið hefðuð viljað, reynið þá að greina litla sigra. Biðjið til Guðs og talið um tilfinningar ykkar og þakkið honum fyrir allar framfarir sem þið takið eftir.
Hvort sem þið eruð þegar meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu að læra meira um fagnaðarerindið eða eruð að koma aftur í kirkju, verið þá viss um að við látum okkur annt um ykkur. Hver sem fortíð ykkar hefur verið eða hversu langur vegurinn er framundan, þá getur framtíð ykkar verið fyllt ljósi Guðs. Vegur fagnaðarerindisins veitir okkur styrk. Hann sér okkur fyrir hughreystingu. Hann leiðir til aukinnar hamingju í þessu lífi og gleði í eilífðinni.
Himneskur faðir og Jesús Kristur þekkja og elska ykkur fullkomlega. Þeir mun aldrei yfirgefa ykkur. Þeir mun aldrei skaða ykkur. Þeir mun aldrei gleyma ykkur.