2021
Vísar okkur öllum til Jesú Krists
Janúar 2021


Vísar okkur öllum til Jesú Krists

Lífið er ferðalag. Líahóna getur liðsinnt.

line drawing of Liahona

Teikning af Líahóna eftir Beth Whittaker

Á tíma Mormónsbókar fyrirbjó Drottinn Líahóna til að liðsinna Lehí og fjölskyldu hans á ferðalagi þeirra. Þetta var „[áttaviti] sem vísaði þeim á beina leið til fyrirheitna landsins“ (Alma 37:44).

Við erum á ferðalagi, líkt og Lehí. Við munum upplifa hæðir og lægðir. Sól og storma. Sálarfrið og sársauka. Í því öllu er þó guðlegur tilgangur, því við höfum guðlega möguleika. Himneskur faðir vill ekki aðeins að við komum aftur til hans; hann vill að við verðum líkari sér, fyrir atbeina sonar hans, Jesú Krists. Stundum þörfnumst við þó hjálpar.

Undir handleiðslu lifandi spámanna, er tímaritið Líahóna fyrir okkar tíma hannað til að hjálpa okkur að þekkja leiðina og hvernig fara á hana. Að læra og tileinka sér fagnaðarerindi Jesú Krists, breytir okkur. Þegar við síðan höfum farið yfir okkar eigin óbyggðir og haf, munum við skilja að með því að fylgja honum, bæði í logni og stormi, hefur það gert honum mögulegt að gera okkur að því sem hann vissi alltaf að við gætum orðið.

Lesið meira um hið nýja tímarit Líahóna.

photo collage of eight people

Ljósmynd af skrifandi konu, frá Getty Images; myndir: Önnur röð að ofan (vinstri) og þriðja röð að ofan (hægri), frá Getty Images

Tímarit fyrir hvert hjarta og heimili

Hvort sem þið eruð frá Slóveníu eða Spáni, Madagaskar eða Massachusetts, þá er tímaritið fyrir ykkur. Hvort sem þið talið kóresku eða kiribati; hvort sem hús ykkar er úr steini eða bambus; hvort sem þið voruð skírð fyrir 80 árum eða bara í gær, þá er það fyrir ykkur. Hvort sem þið eru gift, einhleyp, ung eða aldin – þá er efnið fyrir ykkur og endurspeglar ykkur, vitnisburð ykkar, heimili eða trú ykkar. Það er hin dásamlega blessun þess að hafa eitt heimslægt tímarit fyrir fullorðna. Það sameinar okkur og minnir okkur á við tilheyrum öll heimslægri fjölskyldu og heimskirkju.

Sameiginlega skulum við því öll komast nær Jesú Kristi, með einu tímariti og einni síðu í senn, með leiðsögn spámanna og postula og liðsinni kærleiksríks frelsara, hvert fyrir sig, öll saman.

Hvers vænta má af hinu nýja tímariti Líahóna

Boðskapur frá spámönnum og postulum

First Presidency

Í tímaritinu Líahóna verður tíðari boðskapur frá kirkjuleiðtogum. Sá boðskapur, á prentformi eða stafrænu formi, mun vísa okkur öllum til frelsarans.

Aukinn stuðningur fyrir alla meðlimi

Áður fengu sumir meðlimir tímaritið einungis nokkrum sinnum á ári, háð tungumáli þeirra. Nú munu hin þrjú heimslægu kirkjutímarit verða prentuð hvern mánuð eða annan hvern mánuð á tungumálum sem 97 prósent meðlima tala.

Aukið stafrænt efni

phone screen with Gospel Library

Ykkur til hjálpar við að fá það innblásna efni sem þið óskið eftir, munum við sjá ykkur fyrir því á þann hátt sem þið viljið. Leitið að bættum, persónulegri upplifunum á stafrænu formi á liahona.ChurchofJesusChrist.org, í smáforritunum Gospel Living og Gospel Library, með netföngum og öðrum valkostum, sem síðar verða veittir.

Heimilismiðuð trúarfræðsla

Í hverjum mánuði miðlum við upplifunum, verkefnum og kenningum, til að hjálpa Síðari daga heilögum að læra fagnaðarerindið heima og kenna það börnum sínum og ástvinum.

Raunverulegar sögur frá raunverulegum meðlimum

girl writing in notebook

Ljósmynd af skrifandi konu, frá Getty Images; myndir: Önnur röð að ofan (vinstri) og þriðja röð að ofan (hægri), frá Getty Images

Þegar þið lesið trúareflandi upplifanir frá meðlimum um allan heim, mun trú ykkar sjálfra styrkjast. Þið munið minnt á að við tilheyrum einhverju stærra en aðeins deild okkar eða grein. Miðlið upplifun ykkar á liahona.ChurchofJesusChrist.org eða sendið okkur netpóst á liahona@ChurchofJesusChrist.org.

Frásagnir og boðskapur á heimasvæðum

Tímaritið Líahóna gefur út yfir 60 viðfestar svæðisbundnar útgáfur, sem tengjast hinum ýmsu landsvæðum og tungumálum. Þessar svæðisbundnu síður munu stuðla að tengingu við hina heilögu, leiðtoga og málefni á heimasvæðum.